Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 23

Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 23
Það bærist alltaf í brjósti hljótt, það ber þér lífsvökvann dag og nótt. Á öllum stundum með traustan takt, það tekur slögin á ævivakt Og hindrun ýmsa á æviferð það yfirstígur með sinni gerð. En mynd þíns hjarta er mildin sterk og máttur þess lífsins kraftaverk. Í huga mínum er hjartans mál það heilá og fagra í þinni sál. Jafnt ástin ljúfa sem hugsjón há er hjarta bundin og Guði frá. (Hjálmar Jónsson.) Takk fyrir allt, minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Þín dóttir Karen Welker Pétursdóttir. Elsku pabbi minn, mér þykir svo leitt að þú hafir þurft að kveðja svona fljótt, þar sem öll okkar ár hafa verið yndisleg þrátt fyrir veikindi þín, það var bara svo gaman að fá að vera með þér í skúrnum og lærði ég margt af þér þar. Þú hefur kennt mér mikið um ævina, hluti sem nýtast mér alla ævi. Frá því ég var lítill hef ég haft sama áhugamál og þú og vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman elsku pabbi minn. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Þinn sonur Birgir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. :,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,: Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta :,:vekja hann með sól að morgni:,: Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. :,:Svo vaknar hann með sól að morgni:,: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. :,:svo vöknum við með sól að morgni:,: Þín verður sárt saknað, elsku Pét- ur minn. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Sólveig Sæbergsdóttir. Elsku Pétur. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Heiða Steinarsdóttir. Elsku Pétur minn, mér finnst bara eins og það hafi verið í gær sem við sátum inni í eldhúsi að spjalla, það var alltaf svo auðvelt að spjalla við þig og fá þig til að brosa og alltaf fannst mér jafn gaman að heyra þig segja: „Stef- anía, þú ert nú svolítið fyndin.“ Þú varst algjör gullmoli og mun ég alltaf geyma þig á sérstökum stað í hjartanu. Þín verður sárt saknað og lofa ég að passa Bigga þinn vel. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Stefanía Helga. Afi. Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín sakna. Stundum ég þig þykist sjá á morgnana þegar ég vakna. Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú hress og kátur Innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur. Fyrir sál þinni ég bið og signi líkama þinn Í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn. Hvert sem ég fer ég mynd af þér í hjarta mér ber. Þín afastelpa, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir. Afi minn. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika’ á kinn, þau kyssir geislinn þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, og heim í sveitir sendirðu’ æ úr suðri hlýjan blæ. Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt um fjöll og dali’ og klæðir allt, og gangirðu’ undir gerist kalt, þá grætur þig líka allt. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dali og hól, og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. (Páll Ólafsson) Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Þín Kolbrún. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Elsku góði afi minn, ég sakna þín svo mikið, takk fyrir góðar stundir. Mér þótti alltaf jafn skemmtilegt að koma upp í Hamrabrekkur og gista. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Guð geymi þig, kær kveðja. Emilía Anna Þorbjörnsdóttir. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthól- um) Blessuð sé minning þín. Þín afabörn Daníel Sæberg, Arnar Freyr, Róbert Ingi og Elísabet Unnur. HINSTA KVEÐJA Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. Húsgögn Hornsófi Stór hornsófi til sölu. Lítur mjög vel út. Stærð: 3 x 2,40. 30.000 kr. Nánari upplýsingar í síma 840 3734 - 865 2831. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Fjarstýrðir bílar fyrir alla aldurshópa í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elsku hjartans dóttir okkar, systir og barnabarn, GUÐRÚN HEBA ANDRÉSDÓTTIR, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði á Álftanesi. Andrés Sigmundsson, Þuríður Freysdóttir, Sigmundur Andrésson, Azadeh Masoumi, Sigurjón Andrésson, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Ágúst Örn Gíslason, Sigmundur Andrésson, Dóra Hanna Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Heittelskaður eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, ÞORMÓÐUR GEIRSSON framkvæmdastjóri og lyfjafræðingur, Eggertsgötu 8, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi þriðjudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð dætra hans, nr. 0301-13-112009, kt. 011278-5079. Erla Björk Jónsdóttir, Auður Rós Þormóðsdóttir, Freydís Lilja Þormóðsdóttir, Geir Friðgeirsson, Kolbrún Þormóðsdóttir, Steinunn Geirsdóttir, Björn Kr. Broddason, Nanna Geirsdóttir, Martin Trier Risom, Auður Geirsdóttir, Jón Guðlaugsson, M. Auður Gísladóttir, Sif Jónsdóttir, Andrea Jónína Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.