Morgunblaðið - 03.11.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 03.11.2009, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 ÞÝSK bókaforlög hafa sýnt þeirri staðreynd mikinn áhuga að Ísland verður heiðursgestur bókasýning- arinnar í Frankfurt árið 2011. Það sem af er árinu hefur verkefnið „Sagenhaftes Island“ unnið að kynn- ingu íslenskra bókmennta gagnvart þýskum bókaforlögum, í samvinnu við íslensk forlög og höfunda. Und- irtektir hafa farið fram úr björtustu vonum og nú eru þrjátíu íslenskir rithöfundar komnir með útgefanda í Þýskalandi, að því er frá er greint í frétt frá Sagenhaftes Islands. Þar er jafnframt gert ráð fyrir því að ís- lenskum skáldum sem fá verk sín þýdd á þýsku eigi eftir að fjölga. Útgáfa á íslenskum bókmenntum á þýskum markaði, sem nær til eitt hundrað milljóna lesenda, hefur far- ið vaxandi undanfarin tíu ár. Undir aldamót voru um tíu bækur þýddar úr íslensku á þýsku árlega, á síðustu árum hafa það verið um tuttugu, en árið 2011 má gera ráð fyrir að þær verði um eitt hundrað. Þegar er ákveðið að allar Íslend- ingasögurnar komi út í nýjum þýð- ingum eftir tvö ár, en nú er ljóst að fjöldi íslenskra samtímaverka mun koma út í Þýskalandi í ár. 30 skáld á þýðversku Íslenskum skáldverk- um á þýsku fjölgar FRANSK-senegalskur rithöfundur, Marie NDiaye, hreppir mestu bók- menntaverðlaun Frakka í ár, Con- court-verðlaunin. Verðlaunasagan fjallar um fjölskyldu, svik og hörm- ungar ólöglegra innflytjenda frá Afríku. „Ég hef aldrei tengt það tvennt, svarta konu og Goncourt- verðlaunin,“ sagði NDiaye við tíð- indin, en hún er fyrsta konan í ára- tug sem fær verðlaunin og um leið fyrsta blökkukonan. NDiaye fær Goncourt- verðlaunin Best í Frakklandi Marie NDiaye KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir myndina 8 ½ eftir Federico Fellini í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og laugardag kl. 16. Fellini (1920 - 1993) er einn þekktasti kvikmyndahöfundur Evrópu á sjötta og sjöunda áratugnum. Myndum hans hefur gjarnan verið lýst sem kvikmyndaljóði. Tónlist Nino Rota ýtir oftar en ekki undir þá tilfinningu en samstarf þeirra gat af sér margar mestu perlur evrópskrar kvikmyndatónlistar. Myndir Fellinis nutu mikillar hylli áhorfenda jafnt sem gagnrýn- enda og myndin La Strada frá árinu 1954 varð sú fyrsta til að hreppa Óskarsverðlaun. 8½ fékk líka Óskarsverðlaun. Kvikmyndir Átta og hálfur í Kvikmyndasafninu Federico Fellini FYRSTA fræðslukvöld ÚTÓN í vetur verður haldið í kvöld kl. 19.30-22 í Norræna húsinu. Farið verður yfir það hvernig best er að nýta netið til kynn- ingar á tónlist og menningar- verkefnum. Farið verður yfir gagnsemi samfélagssíðna á borð við Facebook, Myspace, Flickr og You Tube svo fáeinar séu nefndar. Þá verður einnig farið yfir gagnsemi póstlista og fyrirtæki sem hafa umsjón með póstlistum. Leitast verður við að svara því hvað virkar í kynningu og markaðssetningu, hvernig það virkar – og hvað virkar ekki. Námskeiðsgjald er kr. 4.000 og eru námskeiðsgjöld og hressing innifalin. Tónlist Gagnsemi netmiðla fyrir tónlistarfólk Ariel Hyatt talar á fundinum SÖFN um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá um helgina, en á fimmtudag hefst Safnahelgi á Suðurlandi. „Matur og menning í héraði“ eru kjörorð Safnahelgarinnar því auk hins sögulega og menn- ingarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýj- ar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. Það eru Samtök safna á Suðurlandi og Matarkista Suðurlands sem standa að dagskránni með hátt í eitt hundrað að- ilum. Á veitingastöðum verður boðið upp á það besta í sunnlenskri matarhefð og safnadagskrá verður frá fimmtudegi til sunnudags. Menning Safnahelgi haldin á Suðurlandi Byggðasafnið Skógum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BRÓÐURPART annars ungrar ævi sinnar hefur Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari búið í Bandaríkjunum. Þar hefur hún vakið athygli fyrir músíkhæfileika sína og sýnt að hún er líkleg til að láta að sér kveða með- al fremstu tónlistarmanna heims. Það hefur verið lán okkar hér heima að á síðustu árum hefur Sæ- unn komið hingað æ oftar til að spila; bæði ein og með öðrum. Og nú er hún komin eina ferðina enn, og spilar með Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara í Salnum kl. 20 í kvöld, í tónleikaröðinni Tón- snillingar morgundagsins. Þar leika þau verk eftir Beethoven, Debussy, Leos Janacek, César Franck og Bo- huslav Martinu. Sæunn er glaðleg og hláturmild þegar hún svarar í símann. Ég hef grun um að það sé vegna þess að á sunnudaginn spilaði hún með Kristni á Akureyri – þaðan er hún ættuð, og auðvitað voru nánustu ættingjar þar í áheyrendahópnum. Ég vil vita hvar hún er stödd á veg- ferð sinni um amerískan sellóheim. Í akademíu í Carnegie Hall „Ég er á öðru ári af tveimur í „fell- owship“ prógrammi við Carnegie Hall, en það er samstarfsverkefni Carnegie Hall, Juilliard tónlistar- skólans og grunnskóla New York- borgar. Í því felst kynning á klass- ískri tónlist fyrir grunnskólabörn, en um leið er það tækifæri fyrir okk- ur, sem erum í prógramminu, til að spila saman, og spila í Carnegie Hall. Við sem spilum fáum allskonar námskeið í tónlistinni. Þetta er mjög gott fyrir unga tónlistarmenn.“ Sæunn er með mörg fleiri járn í eldinum; fyrst og fremst við það að spila sjálf, og koma sér á framfæri. „Þegar ég kem út aftur spila ég Sellókonsert eftir Saint Saëns með American Youth Philharmonic í Washington D.C; svo kammermúsík og í desember verð ég með tónleika í Trinity-kirkjunni. Þú sérð að það er nóg að gera!“ segir Sæunn og hlær svo létt að maður gæti ímyndað sér að öll þessi spilamennska væri lauf- létt og ekkert mál. Og Sæunn er komin lengra, því hún er farin að skipuleggja það sem tekur við þegar vistinni í Carnegie Hall lýkur. „Ég var að skrifa undir plötu- samning við Central Records í Bandaríkjunum og fyrsti diskurinn kemur út á næsta ári ef allt gengur vel. Ég er líka að reyna skipuleggja tónleikaferðir kringum útgáfuna. Þá hef ég líka verið beðin að fara í tónleikaferð með Musicians of Marl- boro. Það er í tengslum við Marlboro Music Festival. Þar eru bæði eldri tónlistarmenn sem eru langt komnir á ferlinum og líka ungir. Það er mik- ill lúxus fyrir fólk eins og mig að fá að spila með heimsfrægum tónlist- armönnum sem mann hefur lengi dreymt um að hitta. Við verðum með fimm tónleika á austurströndinni.“ Sæunn segir það æðislegt að koma heim til Íslands að spila, og jú, tónleikarnir fyrir norðan á sunnu- daginn voru „yndislegir“. „Ég finn rosalega sterkt fyrir tengslunum við Ísland. Það er æðislegt að fljúga yf- ir, sjá fjöllin, finna ferska loftið og ekki síst að tala íslensku, sem er rosalega mikilvægt fyrir mig.“ Í slagtogi við þá bestu  Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari spilar í Salnum í kvöld kl. 20 með Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara  Nýtur mikillar velgengni í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Heiddi Beethoven, Debussy, Janacek, Franck og Martinu Sæunn Þorsteinsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson á æfingu í Salnum fyrir tónleikana í kvöld. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SUMIR skilja eftir sig þvílíka arf- leifð að öldum eftir andlát sitt fagnar fólk vegferð þeirra á jörð- inni. Þetta á auðvitað við um mesta merkisfólk sögunnar og tón- skáldin eru áberandi í þeim hópi; verkin þeirra eru ný, í hvert sinn sem þau eru spiluð. Edda Erlendsdóttir fagnar tveggja alda ártíð meistara klass- íkurinnar, Josephs Haydns, með tónleikum víðsvegar um landið um þessar mundir; annað kvöld kl. 20 í Listasafni Íslands. En tónleik- arnir eru líka hálfgildings útgáfu- tónleikar, því fyrr á árinu gaf Edda út geisladisk þar sem hún leikur píanókonserta eftir Haydn með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég gat ekki tekið heila sinfóníuhljómsveit með mér í þessa tónleikaferð, og því eru þetta allt einleiksverk. Ég spila tvö af mínum uppáhalds Haydn- verkum; Aríettu með tilbrigðum og Tilbrigði í f-moll. Haydn var svo frábær tilbrigðasmiður og snillingur í því að setja stef í mis- munandi búning. Ég prjóna svo efnisskrána kringum Haydn og spila þrjú verk eftir C.P.E. Bach sem Haydn dáði mjög. Haydn segir einhvers staðar að áður en hann byrjaði sjálfur að semja hafi hann spilað verk Bachs. Á milli spila ég svo Schubert- sónötu í a-moll sem mér finnst tengja klassíkina og rómantíkina. Mér finnst strax hjá Haydn kom- inn sterkur rómantískur þráður og jafnvel líka hjá C.P.E. Bach.“ Schubert dó ungur, en sónatan sem Edda spilar er eitt af æsku- verkum hans; ein af fjórum píanó- sónötum sem hann samdi 1817. „Ég hef verið að vinna mikið í són- ötum Schuberts frá þessu ári. Þær eru fremur stuttar, en mikill söng- ur í þeim. Þær eru ekki eins lang- ar og krefjandi og seinni sónötur hans urðu, og þess vegna eru þær líkari þeim klassísku,“ segir Edda Erlendsdóttir. Með þrjá snillinga í föruneyti Píanóleikarinn Edda Erlendsdóttir Edda Erlendsdóttir minnist tveggja alda ártíðar Haydns með tónleikum á Íslandi Sæunn Þorsteinsdóttir lauk meistaraprófi frá hinum þekkta Juilliard- skóla í New York vorið 2008. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir leik sinn, m.a. verðlaun til minningar um Zöru Nelsovu í alþjóðlegu Naum- burg-sellókeppninni í New York og einnig vann hún til verðlauna í al- þjóðlegu Antonio Janigro-sellókeppninni í Zagreb í Króatíu. Hún hefur komið fram víða í Bandaríkjunum og Evrópu bæði sem einleikari og kammermúsíkant og tekið þátt í fjölda tónlistarhátíða og komið fram með frábærum listamönnum. Má þar nefna Marlboro Music Festival með Mitsuko Uchida og Kim Kashkashian, Perlman Chamber Music Workshop í strengjakvartett með Itzhak Perlman og Kronberg-sellóhátíðina þar sem hún var ein af einleikurum á lokatónleikum hátíðarinnar. Með Perlman, Kashkashian og Uchida Ég þoli heldur ekki þetta óþol mitt, að ég skuli vera svona ofur- viðkvæm smásál... 32 » Tónleikar Eddu Erlendsdóttur verða í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20. Á fimmtudagskvöld kl. 20.30 leikur Edda í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit og laugardaginn 7. nóvember kl. 15 í Menningar- húsinu Bergi á Dalvík. Tónleikaferðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.