Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Sagan er einföld. Hafdís ískrautfiskabúðinni Fjör-fiskum segir söguna afSindra með hjálp brúða sem „dansa“ í svörtu rými í bak- grunni. Þar koma sædýrin hvert á eftir öðru, eins og til kynningar, þar segir frá kynnum þeirra og Sindra. Það eru misuppbyggileg kynni: Sindri er silfurfiskur og er bara þokkalega ánægður með það hlutskipti sitt. En, þar er snurðan, hann fær ekki að vera sá silfur- fiskur sem hann er, í friði. Hann hittir nefnilega tvo furðufiska sem koma því inn hjá honum að hann sé í raun ekki neinn silfurfiskur heldur mislukkaður gullfiskur, honum beri því að vera ólukkuleg- ur með útlit sitt; hann sé gallað eintak. Sindri gleypir við þessum nýju sannindum og hefur nú leit í heimshöfunum að sínu „sanna“ sjálfi. Það finnst auðvitað ekki í þeirri mynd sem hann, um stund, væntir. En sjálfsmynd hans sem silfurfisks vex svo að nýju. Hé- góminn tapar – til tilbreytingar – það er annað en í mannheimum. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Haf- dísi. Elva Ósk er góð leikkona og hefur gáfu til að setja ekki sjálfa sig fram fyrir einfaldan efniviðinn, hún nálgast hlutverk sitt og unga áhorfendur af alúð og trú- mennsku.Ýmsir leikarar ljá íbúum undirdjúpanna raddir sínar í sýn- ingunni og er það allt smekklega gert, hófstillt grín hér og þar og skringilegheit í raddblæ eða tökt- um. Heyrnarskertur, ljóðelskur þorskur vekur lukku. Mátulega ill- vígur hákarl vekur hæfilega mik- inn (lítinn) ugg. Þórhallur leik- stýrir þessu af kunnáttusemi, hér er allt áreynslulaust. Þar er hin snurðan, sagan er líka full- áreynslulaus. Þetta er stutt leik- sýning en þó fulllöng fyrir þær sakir að sagan er of flöt, of ein- tóna. Glæsilegar brúður, góð svið- setning og fagmannleg umgjörð standa fyrir sínu, hljóðmynd er skemmtileg, lifandi fiskar í fiska- búrum uppskáru niðurbæld „VÁ!“ frá áhorfendum þegar búrin voru afhjúpuð í upphafi sýningar. En, söguna skortir dýpt og spennu. Þórhallur Sigurðsson getur þess í leikskrá að kveikjan að þessu verki hafi verið sú að hann langaði til að gefa fiskunum úr Krukku- borg Odds Björnssonar frá árinu 1979 nýtt líf. Hann langaði til þess að ný kynslóð leikhúsgesta fengi að sjá gömlu fallegu brúðurnar hennar Unu Collins og félaga, en Stefán Jörgen Ágústsson bætti svo við í „persónugalleríið“ nokkr- um sjávardýrum. Þórhallur fékk svo Áslaugu til að skrifa sögu utan um þessa hugmynd, útkoman er Sindri silfurfiskur. Skemmtileg og litrík sýning fyr- ir unga leikhúsgesti. Sindri silfurfiskur „Ýmsir leikarar ljá íbúum undirdjúpanna raddir sínar í sýningunni og er það allt smekklega gert, hófstillt grín hér og þar og skringilegheit í raddblæ eða töktum,“ segir m.a. í gagnrýni um Sindra silfurfisk. Þjóðleikhúsið, Kúlan Sindri silfurfiskur, Áslaug Jónsdóttir bbbnn Frumsýning 31. október 2009. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Brúð- ur: Una Collins, Bjarni Stefánsson, Jón Benediktsson, Erna Guðmarsdóttir og Stefán Jörgen Ágústsson. Brúðustjórn: Karolina Boguslawa, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Aude Maina Anne Bus- son. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmarsson. Hljóðmynd og tæknistjórn: Kristinn Gauti Einarsson. Tónlist: Ýmsir meist- arar klassískrar tónlistar. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Silfurfiskur í sjálfsmyndarkrísu TIL stendur að gera kvikmynd um Múhameð spámann og mun hún kosta litlar 150 milljónir dollara í fram- leiðslu. Fram- leiðandinn Bar- rie Osborne greindi frétta- stofunni Reuters frá þessu en hann kemur að verkinu og er talið líklegt að leikarar verði enskumælandi múslimar. Múhameð spámaður mun þó ekki birtast holdi klæddur á hvíta tjaldinu. Tökur á myndinni, sem er enn ónefnd, eiga að hefjast árið 2011. Múhameð í bíómynd Barrie Osborne 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - „stjörnuleikur“ BS, Pressan.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 6/11 kl. 19:00 4.K Fös 20/11 kl. 19:00 9.K Sun 6/12 kl. 19:00 aukas. Sun 8/11 kl. 19:00 5.K Sun 22/11 kl. 19:00 10.K Fös 11/12 kl. 19:00 14.K Fim 12/11 kl. 19:00 6.K Fim 26/11 kl. 19:00 11.K Sun 13/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 7.K Fös 27/11 kl. 19:00 12.K Lau 19/12 kl. 19:00 Sun 15/11 kl. 19:00 8.K Sun 29/11 kl. 19:00 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:00 Mið 18/11 kl. 19:00 Aukas Lau 5/12 kl. 19:00 13.K Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Aukas Sun 15/11 kl. 14:00 Aukas Lau 28/11 kl. 14:00 Aukas Lau 7/11 kl. 14:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Aukas. Sun 29/11 kl. 14:00 Aukas Lau 14/11 kl. 14:00 Sun 22/11 kl. 14:00 Lau 5/12 kl. 14:00 Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 31.K Fös 27/11 kl. 19:00 41.K Lau 19/12 kl. 16:00 Lau 7/11 kl. 19:00 32.K Fös 27/11 kl. 22:00 42.K Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 7/11 kl. 22:00 33.K Þri 1/12 kl. 20:00 43.K Mán 28/12 kl. 19:00 Sun 8/11 kl. 20:30 34.K Fös 4/12 kl. 19:00 44.K Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 35.K Fös 4/12 kl. 22:00 45.K Fös 8/1 kl. 22:00 Fös 13/11 kl. 22:00 36.K Lau 12/12 kl. 19:00 46.K Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 14/11 kl. 19:00 37.K Lau 12/12 kl. 22:00 47.K Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 14/11 kl. 22:00 38.K Sun 13/12 kl. 20:00 48.K Lau 16/1 kl. 22:00 Sun 22/11 kl. 20:30 39.K Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Sun 17/1 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 40.K Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Fim 21/1 kl. 20:00 Sala hafin á sýningar í janúar Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Fös 6/11 kl. 20:00 Aukas Lau 14/11 kl. 20:00 Aukas Mið 25/11 kl. 19:00 Aukas Lau 7/11 kl. 20:00 Aukas Sun 15/11 kl. 20:00 Mið 25/11 kl. 21:00 Fös 13/11 kl. 20:00 Aukas Þri 24/11 kl. 20:00 Aukas Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Bláa gullið (Litla svið) Sun 8/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Dauðasyndirnar (Litla sviðið) Fös 6/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 15:00 Fim 3/12 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 22/11 kl. 14:00 Fim 12/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningarfjöldi. 20% afsláttur til Vísa kreditkorthafa Sannleikurinn (Stóra sviðið) Lau 21/11 kl. 22:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/12 kl. 22:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 22:00 Aukas. ATH ! SÍÐUSTU SÝNINGAR Við borgum ekki (Stóra svið) Lau 7/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 22:00 Lau 14/11 kl. 19:00 Fim 19/11 kl. 20:00 Uppsetning Nýja Íslands. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Þri 3/11 kl. 18:00 Aukas. Mið 11/11 kl. 18:00 Aukas. Mið 18/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 22/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 17:00 Sun 15/11 kl. 17:00 Sun 22/11 kl. 17:00 Þri 10/11 kl. 18:00 Aukas. Þri 17/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 29/11 kl. 17:00 Sýningum lýkur 29. nóvember Frida ... viva la vida (None) Lau 7/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 Síðasta sýning 14. nóvember! Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 6. K Fös 13/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Fös 6/11 kl. 20:00 7. K Fös 20/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 8. K Lau 21/11 kl. 20:00 Nýjar sýningar í nóvember komnar í sölu! Utan gátta (Kassinn) Lau 7/11 kl. 17:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Lau 14/11 kl. 20:00 aukas. Lau 7/11 kl. 20:00 aukas. Lau 14/11 kl. 17:00 aukas. Fim 19/11 kl. 20:00 aukas. Missið ekki af þessari - allra síðustu sýningar! Völva (Kassinn) Fim 5/11 kl. 20:00 Fös 6/11 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Miðasala hafin! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 7/11 kl. 13:30 Sun 8/11 kl. 15:00 Sun 15/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00 Lau 14/11 kl. 13:30 Sun 15/11 kl. 15:00 Sun 8/11 kl. 13:30 Lau 14/11 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Leitin að jólunum (Leikhúsloftið) Lau 28/11 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00 Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Lau 28/11 kl. 14:30 100.sýn. Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 29/11 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti! NOKKUR andlit voru kunnuglegri en önnur í maraþoninu í New York sem fór fram í fyrradag. Leikarinn Edward Norton sást á hlaupum og einnig kollegi hans Anthony Edw- ards og söngkonan Alanis Moris- sette. Öll hlupu þau í þágu góðgerð- armála, fyrir bágstadda í Afríku. Norton lét vita af þessu á Twitter- síðu sinni og hvatti menn til að heita á sig. Norton kláraði kílómetrana 42 á 3 klukkustundum og 48 mínútum sem hlýtur að teljast býsna gott. Reuters Norton Leikarinn er hlaupagikkur, náði prýðilegum tíma í NY-maraþoninu. Norton hljóp til góðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.