Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 32

Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Eftir nokkrar ferðir í kvik-myndahús þetta haustið hefég komist að þeirri nið- urstöðu að nú megi formlega kalla mig forpokaðan miðaldra fýlupoka sem vill ekki horfast í augu við að æskuárin eru að baki og ann ekki yngri kynslóðum að skemmta sér. Ástandið var orðið svo slæmt að ég þurfti að beita sjálfan mig hörðu áð- ur en ég lagði í bíóferð í íslenskt kvikmyndahús. Ég var hreinlega hættur að fara í bíó, lagði það ekki á mig og mína nánustu. Þar til fyrir skemmstu að ég fann leið út úr vandanum. Það er svo margt sem fer í mínar annars fremur dagfar- sprúðu taugar í einni venjulegri bíó- ferð en nú hef ég sem sagt ákveðið að vinna bug á þessari taugaveiklun minni. Ég segi sjálfum mér að láta nú ekkert fara í taugarnar á mér, líta á hlutina í stærra samhengi og sýna þann þroska sem árin 42 ættu að bera með sér. Mig dreymir um að njóta bíóferðar án þess að fyrir aft- an mann sitji hávært fólk sem notar bakið á sætinu mínu sem staðgengil trommusetts og/eða sem skammel (það eitt að ég nota orðið skammel bendir ótvírætt til þess að ég hafi ekkert í kvikmyndahús að gera). Í myrkrinu skerpast skynfærin og hver dynkur í stólbakið er óþolandi innrás og truflun á þessum brot- hætta sýndarveruleika sem mig langar svo heitt að sökkva mér ofan í.    Það er eðlilegt að fólk slæmiökkla í stólbak þegar það krossleggur fætur en þegar dynk- irnir verða of margir og jafnvel taktvissir missi ég athyglina aftur í hnakka og fer að fylgjast með hverju skrjáfi og hreyfingum allt í kringum mig og missi alveg af því sem fer fram uppi á tjaldinu. Hætti jafnvel að láta ljósmengunina frá textavélinni fara í áðurnefndar fín- stilltar taugar. Eitt sígilt áreiti er líka fólkið í víðum yfirhöfnum sem brýtur sér leið inn í miðja röð og greiðir öllum sem sitja í röðinni fyr- ir framan með frakkanum/kápunni sinni og sáldrar jafnvel yfir þá poppi svona til skrauts, en það er auka- atriði miðað við svo margt annað sem getur farið í taugarnar á mér í venjulegri bíóferð. Það eru farsímar sem hringja, pípandi smáskilaboð og skjáir sem lýsa upp hálfa röð í kringum sig. Það hefði nú einhver sagt eitthvað fyrir tuttugu árum ef maður hefði tekið upp vasaljós í bíó og lýst á eyr- að á sér. Nú, svo er það öll neyslan sem fer fram í bíósölunum.    Það er tvennt sem helst í hendurog kórónar sjálfhverfa þján- ingu mína í bíósölum þessa lands. Bréfpokar og hlé. Bréfpokarnir sem poppið er selt í og hléið sem er gert í miðri kvikmynd nánast án und- antekningar. Erlendis er poppið sett í stífar pappaöskjur sem skrjáfa ekki baun og þar eru áhorfendur vanir því að ná inn öllum snakk- og sælgætisbirgðum áður en myndin byrjar og virðast alveg komast í gegnum heila bíómynd án þess að verða hungurmorða. Þar þarf ekki að rjúfa sýninguna fyrir piss og popp. Það sem fær tíu á pirringsskal- anum mínum er að þurfa að hlusta á nágranna moka poppinu upp í sig og síðan kuðla tómum bréfpokanum vendilega saman … sem að mínu mati er gjörsamlega tilgangslaus gjörningur. Því ekki láta tóman pokann bara renna hljóðlaust niður í myrkrið án þess að sprengja þann hljóðheim sem fagmenn hafa unnið hörðum höndum við að skapa í hverri kvikmynd. Ég heimta pappa- öskjur og það strax. Þær mætti svo endurvinna sem partíhatta og gróðrarstöðvar gætu notað þær undir græðlinga og svo framvegis. Það væri líka hægt að selja auglýs- ingar á þær og auka þannig við hina þúsundföldu álagningu sem þegar er lögð á poppkornið í kvikmynda- húsunum. Ég þoli heldur ekki þetta óþol mitt, að ég skuli vera svona ofur- viðkvæm smásál sem virðist ekki geta farið í bíó með öðru fólki, en ég ræð ekki við það, ég vil engar trufl- anir sem draga mig út úr þessum sýndarheimi, ég þrái þann flótta frá veruleikanum sem bíómiðinn veitir manni.    Lausnin á þessu óþoli mínu komúr óvæntustu átt því nýlega rann sá tími upp að ég gat ekki dregið mikið lengur að fara með son minn í þrjúbíó. Af því sem hér hefur verið ritað má ljóst vera að ég var á nálum. Þetta verður helvíti á jörðu, hugsaði ég með mér. Ef fólk undir þrítugu getur ekki farið eftir þeim hávaðatakmörkunum sem mér þykja æskilegar í bíó, hvernig verð- ur þá óheft ungviðið sem hefur ekki náð því að slípast til í mannasiðum og umgengisreglum þessa sam- félags? En viti menn, þar sem sonurinn hafði aldrei áður farið í bíó var ákveðið að það væri nógu undur- samlegt fyrir hann að fara á tvívíða mynd og að þrívíddargleraugu sem nú er aðalmálið yrðu bara til að flækja málið og því var aðsóknin ekki mikil þar sem kvikmyndin sem fyrir valinu varð var einnig sýnd með þessari aukavídd í salnum við hliðina á. Næsta uppgötvun sem ég gerði mér til mikillar ánægju var að ungviðið masaði ekkert þar sem það var svo hugfangið af því sem fram fór á skjánum, eins og vera ber. Í þokkabót voru þau svo opinmynnt og heilluð að þau höfðu ekki rænu á að skófla fimm rúmmetrum af poppi í ginið á sér og ekki komin með ald- ur til að bera farsíma. Það sem þó gladdi mig mest var að þessi yngsta deild er ekki með nógu langar lappir til að ná að sparka í sætin fyrir framan. Húrra, nú fer ég bara í þrjúbíó um helgar. Ó, það óþol sem leynist í bíóinu og dásemdir þrjúbíósins »Nei, ég heimtapappaöskjur og það strax. Þær mætti svo endurvinna sem partí- hatta og gróðrarstöðvar gætu notað þær undir græðlinga … Reuters Bíógestur Gollum smjattar örugglega hátt á poppkorninu en hann er þó með það í pappaöskju. AF LISTUM Dagur Gunnarsson EFTIR að Lindsay Lohan sneri sér aftur að karlmönnum, þegar sambandi hennar og Samönthu Ronson lauk nýverið, hafa fréttir af henni í faðmi nýrra og nýrra karl- manna nánast borist á hverjum degi. Nú hefur sést til Lohan kyssa skoska leikarann Gerard Butler. Þau sáust læsa saman vörum eftir að Lohan hafði dansað fyrir hann í partíi í Marokkó. Eftir kossinn sagði Lohan: „Hann er heitur og hann er minn. Ég er ekki með hring á fingri svo ég ætla að skemmta mér mikið. Þetta er líka rómantískasti staður í heimi eftir allt saman.“ Fyrr um kvöldið ræddi Lohan við nokkra partígesti og játaði fyrir þeim að samband hennar og Ron- son væri alveg lokið og nú ætlaði hún að skemmta sér. „Ég er orðin þreytt á allri dramatíkinni, ég vil bara finna ein- hvern sem elskar mig til baka,“ sagði Lohan sem yfirgaf sam- kvæmið með Butler á golfbíl. Aðrar stjörnur í partíinu voru m.a Naomi Campbell, Guy Ritchie, Naomi Watts, Lisa Snowdon og Simon og Yasmin LeBon. Saman í golfbíl Lindsay Lohan Gerard Butler SÖNGKONAN Cheryl Cole, sem hefur jafnan hlotið harða gagnrýni hjá tón- listarspekingum fjölmiðla fyrir listsköpun sína, hlýtur að hlæja dátt að sömu spekingum þessa dagana. Ekki er nóg með að Cole sé í fyrsta sæti breska lagalistans með lagið „Fight For This Love“ heldur á hún einnig plötuna sem er í fyrsta sæti breska plötulistans, 3 Words, en hún er jafnframt fyrsta sólóplat- an hennar. Efst á báð- um listum Cheryl Cole 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT EKKI ER ALLT SEM SÝNIST! MÖGNUÐ SPENNU- MYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “MORE SHOCKING THAN ‘THE SIXTH SENSE.’” – PAUL CHRISTENSEN, MOVIEWEB.COM “NOT SINCE ‘FATAL ATTRACTION’ HAS A MOVIE DELIVERED SUCH SURPRISING MOMENTS.” – MARK S. ALLEN, CBS-TV SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HVAÐ GÆTI MÖGULEGA FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI 4 PÖR FARA SAMAN Í FERÐALAG TIL HITABELTISEYJU BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK - Æðisleg! - Algjört meistarverk!! - Myndin er geeðveik! :D - sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi - Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana - Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra - hún er geeeðveik - Snillddddddd YFIR 30.000 GESTIR SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Frá leikstjóra Ocean‘s myndanna, S. Soderbergh kemur stórkostleg mynd með snilldar húmor Byggð á sannsögulegum atburðum Matt Damon er stórkostlegur sem Uppljóstrarinn! HHHH „AS SODERBERGH LOVINGLY PEELS AWAY VEIL AFTER VEIL OF DECEPTION, THE FILM DEVELOPS INTO AN UNEXPECTED HUMAN COMEDY.“ CHICAGO SUN-TIMES ROGER EBERT HHHH "HILARIOUS,GRIPPING AND RIDICULOUSLY ENTER- TAINING.ONE OF THE YEAR’S BEST FILMS.” STEPHEN REBELLO, PLAYBOY “MATT DAMON IS A JOY TO WATCH.” TOM CARSON, GQ “CLEVER,ORIGINAL AND VERY FUNNY.” LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT HHH „THERE IS DEVILISH FUN IN THIS LOOK INTO 1990S WHITE-COLLAR CRIME. BUT THE JOKES ARE THE KIND YOU CHOKE ON.“ ROLLING STONES SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI THE INFORMANT kl. 8:10 - 10:30 L TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 6:153D L 3D-DIGITAL COUPLES RETREAT kl. 8:10D - 10:30D 12 DIGITAL SKELLIBJALLA OG TÝNDI FJÁRSJ. m. ísl. tali kl. 6:15D L DIGITAL ORPHAN kl. 10:30 16 SURROGATES Síðustu sýningar kl. 8:30 12 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 6:15 L / ÁLFABAKKA THE INFORMANT kl. 5:50 - 8 - 10:20 L FAME kl. 5:50 - 8 L THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ORPHAN kl. 10:20 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 63D 16 3D-DIGITAL SURROGATES Síðustu sýningar kl. 8 12 COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6D L GAMER kl. 8 - 10:20 16 FUNNY PEOPLE Síðustu sýningar kl. 10 12 GAMER kl. 6 LÚXUS VIP ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... COUPLESRETREAT SKELLIBJALLAOGTÝNDIFJ. m FAME ORPHAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.