Saga - 1988, Blaðsíða 113
RÓM OG RANGÁRÞING
111
kvæmt nútímaskilgreiningu hugtaka. Fæ ég ekki séð, að neitt annað
verklag hefði skilað svipuðum árangri: flestar niðurstöður reyndust
gjörólíkar skoðunum rannsakandans. Samt voru þær settar fram.
Tilgátan
Frá fræðilegu sjónarmiði er tilgátan (hypotesan) ekki „skoðun" rann-
sakanda, heldur gagnstæða hennar. Tilgáta er lögð fram til að hún sé
prófuð, ekki til að henni sé trúað. Venjulega eru tilgátur smíðaðar
vegna þess að þær sýnast einfaldasta lausnin á þeim vanda, sem
fengizt er við. Hins vegar eru tilgátur jafnframt settar fram til að reynt
sé á, hvort þær falli; fari svo hefur möguleiki verið útilokaður og rann-
sókn fleygt fram sem því nemur. Pað er þannig alvarlegt brot á sið-
gæði vísinda að álasa fræðimanni fyrir að setja fram tilgátu og prófa
hana.
Sú tilgáta stendur, sem skýrir flest efnisatriði á einfaldastan hátt og
kemur jafnframt heim við það, sem til rannsóknar er. Því víðari skír-
skotun, sem tilgáta hefur, þeim mun traustari telst hún. Ekkert fellir
tilgátu annað en önnur tilgáta, sem skýrir fleiri efnisatriði á einfaldari
hátt og kemur jafnframt heim við þau gögn, sem til rannsóknar eru.
Það svar við tilgátu er þannig ekki tekið gilt, að fræðimaðurinn „trúi"
henni ekki. Trú eða skoðun koma tilgátu ekki við. Það er af þessum
sökum, sem undir engum kringumstæðum telst heimilt að kveða til-
gátu vera „skoðun" rannsakandans. Vísindamaðurinn getur opinber-
lega hafnað sinni eigin tilgátu - eins og sagt er að Galileó* hafi gert - og
samt stendur hún. „Skoðun" Galileós eftir rannsóknarrétt var vís-
indalegri niðurstöðu óviðkomandi - jafnvel þótt frá honum sjálfum
vaeri runnin. Einkum og sérílagi verður því að telja tilgátuformið
heppiiegt, þegar það, sem krufið er, stangast á við fyrri skoðun fræði-
naanns. Það sem vinnst er ekki sízt hagkvæmt verklag, sem varnar
Pví, að fræðimaður básúni sínar eigin „skoðanir" um hvaðeina án
þess grundvallaðar séu á rannsókn.
Galileó Galilei 1564-1642, ítalskur stjömufræðingur og eðlisfræðingur, var illa séður
kaþölsku kirkjunni fyrir vUlukenningar. Hann var dreginn fyrir rannsóknarrétt
°8 neyddur tU að sverja af sér þá „trú", að jörðin og pláneturnar snemst umhverfis
sólu.