Saga - 1988, Blaðsíða 169
ÍSLAND OG NOREGUR 1940-45
167
stuðnings breskra, franskra og pólskra liðsveita, þannig að þessar
þjóðir mátti með réttu (de facto) kalla bandamenn Noregs. Mánuði
síðar urðu ný þáttaskil í Noregi, er konungur, rikisstjórn og hluti
hersins héldu úr landi í útlegð í Bretlandi. Sumarið 1940 hófst síðan
barátta Norðmanna á erlendri grund með bandamönnum - og var
þess þá skammt að bíða, að þræðir norskrar og íslenskrar sögu tækju
að tengjast saman.
Rétt er að hafa hugfast, að sumarið 1940 voru Bretar nánast á helj-
arþröm. Það munaði um sérhvern samherja, líka smáríki. Bæði var að
þeim siðferðilegur styrkur - þeir voru sýnilegt tákn þess að Bretar
stóðu ekki einir - og svo munaði líka um allt það, sem slíkir banda-
menn gátu lagt til sameiginlegs stríðsreksturs. Mikilvægasta framlag
Norðmanna var kaupskipafloti þeirra, en norsk skip fluttu langtím-
um saman til Bretlands helming þess eldsneytis, sem Bretar þurftu til
að halda stríðsrekstri sínum gangandi. En norska útlagastjórnin í
London einsetti sér snemma að virkja til þátttöku í stríðinu allan
þann herafla, sem hún réð yfir. Einkum höfðu menn þá í huga þann
hluta norska flotans, sem haldið hafði í útlegð, en síðar kom til þjálf-
un hersveita, sem skipaðar voru norskum hvalföngurum og öðrum
Norðmönnum, sem komust undan til Bretlands. Einnig var stefnt að
því að koma á fót norskum flugher, jafnskjótt og flugliðar hefðu feng-
ið næga þjálfun.
Allt frá upphafi lagði norska útlagastjórnin tvö meginsjónarmið til
grundvallar hernaðarumsvifum sínum á erlendri grund. í fyrsta lagi
skyldu norskar hersveitir jafnan koma fram sem sjálfstæðar einingar,
jafnvel þótt þær þyrftu af eðlilegum ástæðum að lúta yfirherstjórn
hreta eða bandamanna. Þetta táknaði, að Norðmenn gengju aðeins í
undantekningartilvikum í þjónustu Breta sem einstaklingar. í öðru
lagi átti styrjaldarþátttakan, að svo miklu leyti sem mögulegt var, að
yera þáttur í að undirbúa frelsun Noregs.1 Framangreind sjónarmið
urðu til þess, að Norðmenn létu einkum til sín taka við Bretlandseyjar
°g á Norður-Atlantshafi. Þar lá ísland í hernaðarlegri lykilstöðu -
ruikilvæg herstöð.
1 Um hemaðarstefnu norsku útlagastjómarinnar almennt, sjá O. Riste, „London-
regjeringa": Norge i krigsalliansen 1940-1945 I—II (Det Norske Samlaget, Oslo 1973-
1979).