Saga - 1988, Blaðsíða 244
242
RITFREGNIR
þetta væri staðfesting á framlagi skipstjórans frekar en hitt. En ef
bátsstærð er mælikvarði á framlag skipstjóra er það heldur rýrt á síld-
veiðum. Bátsstærð skýrir til dæmis innan við 1% af aflamun á síld-
veiðum árið 1959.
Hér finnst mér að skoðun Gatewoods fái heldur léttvæga afgreiðslu því ef
betur er að gáð er hér e.t.v. á ferðinni alvarlegasta fræðilega athugasemdin
sem gera má við rannsóknir Gísla. Sú tilgáta að bestu skipstjórarnir séu með
stærstu bátana er að mati undirritaðs mjög athyglisverð og hefði Gísli að
skaðlausu mátt skoða hana miklu nánar, t.d. í vettvangskönnun sinni i
Sandgerði. Þessi tilgáta hlýtur alltaf að vera ákveðnum landfræðilegum tak-
mörkunum háð, því ekki má líta á landið allt sem einn vinnumarkað fyrif
skipstjóra, eins og Gísli gerir raunar í svari sínu við ábendingu Gatewoods.
Ef þessi tilgáta reyndist rétt myndi hún kollvarpa niðurstöðum Gísla um
tæknilegu kenninguna.
Þá má til viðbótar þessu benda á að fyrir daga kvótakerfis, en þá fór athug-
un Gísla fram, voru bestu skipstjórarnir gjarnan harðastir í sjósókninni. Þvi
er ljóst að „framlag skipstjórans" er að nokkru leyti innifalið í áhrifaþættin-
um „fjöldi róðra" í athuguninni.
Skoðun undirritaðs er sú að ekki sé hægt að fullyrða að þótt óháðu breyt-
urnar, fjöldi róðra og bátsstærð, skýri að miklu leyti frávikin í háðu breyt-
unni, sem er afli, geti Gísli ekki fullyrt að framlag skipstjóra sé sáralítið.
Ástæðan er sú að „framlag skipstjóra" ber ekki að líta á sem þriðju óháðu
breytuna, heldur sem hluta af hinum óháðu breytunum.
Á öðrum stað, þ.e. bls. 37, er einnig vitnað í Gatewood þar sem hann
bendir Gísla á að aflamagn sé ekki endilega rétti mælikvarðinn á frammi-
stöðu skipstjóra. Sums staðar er lögð meiri áhersla á ýmislegt í þeirra
fari, svo sem samstarfsvilja og verkstjórn. Gísli svarar þessu þannig að hann
telji slíkar efasemdir ekki eiga rétt á sér þegar íslenskar veiðar séu annars
vegar.
Hér er ég ósammála Gísla. Ég fylgdist t.d. náið með bátum á Skagaströnd
sem stunduðu rækjuveiðar í Húnaflóa 1984-86. Aflamunur milli báta var
ekki ýkja mikill en það var mikill munur milli manna að öðru leyti sem hafði
afgerandi áhrif á afkomu útgerðarinnar. Ef ég hefði átt bát og þurft að ráða
skipstjóra í vinnu til mín hefði ég ekki farið eftir aflaskýrslum.
í heild finnst mér mikill fengur að rannsóknum Gísla á aflabrögðum, þó ég
sjái á þeim vissa annmarka. Ég tel að Gísli þurfi að leita nýrra miða í rann-
sóknum sínum til þess að víkka hina fræðilegu umræðu um orsök afla-
bragða. Má í því sambandi benda Gísla á að á síðustu 10-15 árum hefur vaxið
upp fjölmenn stétt afleysingaskipstjóra á togurum. Mjög fróðlegt væri að sja
niðurstöður rannsókna á aflabrögðum afleysingaskipstjóra í samanburði við
afla skipstjóranna sem þeir leysa af.
Kaflar 4-7 fjalla um athuganir mannfræðinga á nokkrum þáttum í fari skip'
stjóra, m.a. er fjallað um hugarheim skipstjóra og ákvarðanir um veiðar. 1
þessu sambandi skýtur Gísli inn á bls. 105-12 sinni eigin athugun á þvl
hvernig sókn Sandgerðisbáta dreifist eftir fiskimiðum vertíðina 1981.