Saga - 1988, Blaðsíða 287
RITFREGNIR
285
Þorvaldsson gerðist óvænt goði á Breiðabólstað á miðju valdsvæði Odda-
verja eftir fráfall Orms Jónssonar og sonar hans. Þetta var meira en Loftur
Pálsson þoldi en þeir Sæmundur og Þorvaldur Gissurarson reyndu að bera
klæði á vopnin. Hér eru það óvænt atvik sem valda deilum og vopnavið-
skiptum en ekki pólitísk togstreita um völd á Suðurlandsundirlendi. Er
reyndar heldur ekki að sjá að Haukdælir hafi fylgt „sigri" sínum eftir, það
kom í hlut Snorra Sturlusonar.
Jón Thor tekur upp þau orð Sturlu Þórðarsonar að Haukdælir og Odda-
verjar hafi „hinar bestu veislur haldið" og finnst þetta benda til að þessar ætt-
ir hafi verið hinar einu sem efni höfðu á að halda þvílíkar veislur að í frásög-
ur þættu færandi (bls. 21). Annars staðar segir hann að Oddaverjar hafi
„mergsogið" ríki sitt og bætir við: „En auðurinn, sem því fylgir, reynist ekki
nægur þegar valdabaráttan við nágrannaættina tekur að harðna." (Bls. 49.)
Þetta er ekki aðeins villandi að mínu mati af því að valdabarátta við Hauk-
dæli eina mun aldrei hafa komið til greina heldur líka vegna þess að bændur
munu sjálfir hafa þurft að bera kostnað vegna herfara en útbúnaður virðist
allur hafa verið einfaldur og ekki miklu til kostað, a.m.k. ekki fram um 1250.
Kostnaður höfðingja hefur kannski helst verið fólginn í að halda uppi rausn
og risnu, með gjöfum, veislum og góðu atlæti við ferðamenn sem áttu skyld
erindi og er dæmið af Hrafni Sveinbjarnarsyni allskýrt um þetta. En ekki skal
fjölyrt um þessi mál hér því að Jón Thor ræðir þau ekki nánar þótt gagnlegt
hefði verið.
Eiginlegar skekkjur hef ég fáar fundið og það sem ég nefni hér á eftir skipt-
ir litlu máli. Fram kemur að Jón biskup Ögmundsson hafi verið fóstursonur
ísleifs biskups (bls. 18) þegar hið rétta mun vera að hann hafi verið fóstri
hans í merkingunni nemandi. Þá segir að ekki sé vitað annað um Sigurð son
Jóns Loftssonar en það að hann kvæntist og átti afkomendur og óþekkt sé
hvort hann fékk jarðnæði en það hafi ekki getað verið neitt höfuðból (bls. 26).
Á meðal mektarbænda er talinn Jón nokkur Sigurðsson í Ási og er getið til að
hann hafi verið sonur Sigurðar þessa og Ás í Áshverfi var vissulega stórbýli
(100 hundraða). Á bls. 40 kemur fram að orðið Áverjar hafi verið notað um
Rangæinga, alla íbúa Rangárþings, en það er villandi eða a.m.k. óvíst.
Skýringin mun vera sótt í Sturlunguútgáfuna frá 1946 en orðið Áverjar hlýtur
í fyrstu að hafa verið notað um Rangvellinga, þá sem áttu heima á milli Rang-
ánna í Rangárvallahreppi sem einnig nefndist Áverjahreppur (sbr. Jarðabók
Árna og Páls, ritað Árverjahreppur). Þannig getur verið að Áverjar þeir sem
vildu helst hafa Hálfdan Sæmundsson fyrir höfðingja hafi aðeins verið Rang-
vellingar. Þá segist Jón Thor á bls. 75-6 veita Sæmundi Jónssyni nokkra upp-
reisn æru „eftir óvirðing sagnfræðinga allra með tölu" en orðin „allra með
tölu" hljóta að vera ýkjur.
Prentvillur hef ég engar fundið sem alvarlegar geta talist en helstar eru á
bls. 19 (lína 1 ao.), 25 (lína 10 ao.), 42 (lína 14 ao.). Mér virðist að vel sé frá
textanum gengið en þó er sérstakt að orðréttar tilvitnanir í fomrit em ýmist
með nútíðarstafsetningu (t.d. bls. 66,71) eða fornri og mjög sérkennilegt er
að ýmis nöfn í meginmáli em rituð með fomum hætti (Hungrvaka, Gizurr) og
œtíð er ritað Andréasson, þótt í formála standi: „Athugasemd um stafsetn-