Saga - 1988, Blaðsíða 203
RITFREGNIR
201
lýsa ákveðnum bæjum nákvæmlega, bæði í máli og myndum. Þannig nær
hann góðum tengslum milli stakra heimilda og yfirlitsmyndar; lesendur geta
fylgst nákvæmlega með hvemig hann kemst að niðurstöðum sínum. Heild-
arþróunin kemur eins og ófyrirsjáanleg en rökrétt niðurstaða þess sem kom-
ið er á undan, líkt því sem gerist þegar maður les góða skáldsögu eða horfir
á góða kvikmynd.
Það var ágæt hugmynd hjá ritstjórn að byrja bókina á einstaklingsbund-
inni frásögn af siglingu Kveld-Úlfs og Skalla-Gríms til íslands. En hugmynd-
>nni er illa fylgt eftir. Fyrst er farið út úr hlutverkinu í miðjum klíðum og and-
viðrinu sem mætir landnámsmönnum lýst með því að tala um lægðir úr
vestri (7). Svo er flest sem segir í kaflanum endurtekið síðar, í kafla um upp-
haf íslandsbyggðar, eins og höfundur taki ekki sjálfur mark á einstaklings-
frásögn sinni.
Ég hef stundum orðið var við að fólk telur mest komið undir því, þegar
sérfræðingar skrifa fyrir almenning, að þeir skýri öll framandi orð sem þeir
nota úr sérgrein sinni. Það er varla nein algild regla. Hörður Ágústsson
kemst til dæmis vel frá því að nota ýmis óvenjuleg orð óskýrð: önd, setutré,
awstokkar (237), ónn (241). Flest reynast orðin líklega nokkuð gagnsæ, ef
naaður hugsar málið, venjulega gerir ekki til þó að maður skilji ekki hvert ein-
asta orð, og framandi orð geta gefið lesendum þægilega tilfinningu um að
þeir séu komnir inn í framandi heim. Hættulegra er að vísa til fræðilegra
staðreynda eins og höfundur ætlist til að lesendur kannist við þær. Það gerir
Hörður þegar hann talar skýringalaust um Ásubergshúsið (310). Þá er hætt
við að lesendum finnist þeir vera komnir inn í hús þar sem þeim er ekki ætl-
að neitt rúm.
Talsvert er af svona leifum af innangreinarorðbragði í flestum greinum
bókarinnar. Talað er um höfuðkúpur frá járnöld, beint upp úr fræðilegri
grein eftir Jón Steffensen (18). Sagt er eðlilegt „að skipta jarðmyndunum frá
[söld eftir segulstefnu í gosbergi í tvær meginheildir ..." (116). Engin leið er
að sjá hvers vegna. 1 lífríkiskaflanum er fróðlegt dæmi um hvernig hugtakið
Sráðudagar villist inn í textann til þess eins að kalla á skýringu, sem hefði sagt
a*lt sem þurfti að segja (164-65): „Hitafar sumarsins við þessi gróðurmörk er
þannig að það má mæla í 500-600 gráðudögum og samsvarar það 7-8°C með-
alhita yfir mánuðina maí til september."
Eg hugsa að það sé líka mikilvægt í ritum handa almenningi, auk þess sem
það er sjálfsögð snyrtimennska, að skilja ekki eftir neitt sem lítur út eins og
J^'sræmi í texta. Hér er til dæmis á bls. 21 talað um þrjá blóðflokka, A, B og
• Á bls. 26 eru þeir orðnir fjórir, A, AB, B og O. Á þessu er vafalaust einföld
skýring en lesendur fá hana ekki, og þá er hætt við að sumir snúi vandamál-
mu 'nn og haldi að þetta sé eitthvað sem allir eigi að vita. í sömu stöðu má
Setja lesendur með því einu að ganga út frá einhverju sem sjálfsögðum hlut
Sem þeir hafa enga ástæðu til að vita. Dæmi þess er á bls. 37 þar sem látið er
eins og allir viti að kollótt lömb fæðist aldrei undan báðum foreldrum
hymdum.
hlestu máli skiptir þó sjálfsagt að skrifa ljóst, skiljanlega og afdráttarlaust.