Saga - 1988, Blaðsíða 242
240
RITFREGNIR
ari en Brimilsvellir og þykir mér líklegt að áðurnefnd atriði ráði þar miklu
um. Þetta tímabil þyrfti að rannsaka betur. Áður hefur verið vikið að niður-
stöðum höfundar um þróun fólksfjölda. Skal það ekki endurtekið. Athygl'
isverð er sú niðurstaða hans að fólksfjölgun í lok 19. aldar hafi, ólíkt því sem
gerðist víða annars staðar, ekki verið vegna eflingar í þilskipaútgerð heldur
vegna aukinna umsvifa í verslun og árabátaútvegi.
Áður var vikið að notkun Gísla á skjalasafni Snæfellsnessýslu. Við lestur
heimildaskrár vakna nokkrar spurningar. Að hvaða notum komu aukadóms-
málabækur sýslunnar, t.d. bókin sem í er skráð mál Lárusar H. Bjarnasonar
gegn sr. Vilhjálmi Briem á Staðastað og ]. G. Sigurðssyni í Görðum (Snsef-
IV, 25)? Nokkrir skjalaflokkar, sem eru í safninu samkvæmt skrá Þjóðskjala-
safns, eru ekki í heimildaskrá. Var, svo dæmi sé tekið, ekkert fýsilegt i
Skiptaskýrslum, dánarskrám og dánarbúum (Snæf. XI)? Hvað með skipaskrá
1870-1904 (Snæf. XXVI, 9)?
Ég finn það helst að Sögu Ólafsvíkur að heimildakönnun er ekki nægileg3
rækileg og umfjöllun höfundar getur því sums staðar ekki orðið öðruvísi en
yfirborðsleg. Af þessum sökum verður ýmislegt útundan og niðurstöður
nokkurra þátta rýrar. Þetta gerir verkið í heild ótrúverðugt og skyggir á það
sem vel er gert. Alvarlegust ónákvæmni í notkun heimilda er í kafla um
mannfjölda en þar verða niðurstöður höfundar að nokkru leyti rangar.
Það eru mér mikil vonbrigði að komast að þeirri niðurstöðu að Saga Ólafs-
víkur standist í mörgum atriðum ekki þær kröfur sem að mínu mati á að gera
til verks af þessu tagi.
Eiríkur Guðmundsson
Gísli Pálsson: SAMBÚÐ MANNS OG SJÁVAR. Svart á
hvítu. Reykjavík 1987. 232 bls. Myndir og kort.
í formála bókar Gísla Pálssonar, Sambúð manns og sjávar, kemur fram að bókm
fjalli um fiskveiðisamfélög og að um leið sé hún kynning á hafrænni mann-
fræði (maritime anthropology). Gísli hefur til margra ára stundað mann-
fræðirannsóknir með fiskveiðar sem sérgrein. Hann hefur víða leitað fanga
og stundað vettvangsrannsóknir, m.a. í Sandgerði og á Grænhöfðaeyjum-
Jafnframt hefur hann dvalið langdvölum við erlendar menntastofnanir þar
sem hann hefur stundað rannsóknir sínar.
Bók Gísla skiptist í fimm hluta og eru tveir þeir fyrstu miklu stærstir. Þe,r
spanna nærri % hluta bókarinnar og fjalla um aflabrögð, sjósókn og fiskile't-
I þessum tveimur hlutum er Gísli á heimavelli þar sem hann greinir fra
niðurstöðum rannsókna sinna og skýtur jafnframt inn í til samanburðar og
fróðleiks niðurstöðum mannfræðinga víða úr heiminum. Niðurstöður Gis 3
eru nokkuð umdeildar, einkum um orsakir aflabragða, en það tilheyrir frum
legum og framsæknum vísindamönnum að birta umdeildar niðurstöður og
reyna þannig að breyta eða kollvarpa fyrri hugmyndum. Skoðun undirrita
er sú að í þessum hluta bókarinnar takist Gísla í heild vel upp.