Saga - 1988, Blaðsíða 286
284
RITFREGNIR
Oddaverjar virðist hafa eignast Velli á Landi snemma á 13. öld og Snorri
Sturluson hafi látið þessa jörð af hendi við Klæng Bjamarson, „stjúpson"
sinn árið 1232. Síðan kemur: „Hvernig Snorri komst yfir jörðina, vita menn
ekki." (Bls. 26.) Þetta hélt ég þó að væri nokkuð ljóst, Ormur Jónsson átti
Velli en Hallveig dóttir hans (d. 1241) mun hafa erft þá árið 1218. Snorri gerði
helmingarfélag við Hallveigu árið 1224 og tók til varðveislu fé sona hennar,
Klængs og Orms, en þeir voru þá börn að aldri, Klængur fæddur nokkm fyr-
ir 1219 en Ormur síðar. Þannig hafði Snorri umsjón með jörðinni en afhenti
Klængi hana, að líkindum upp í væntanlegan móðurarf. Snorri stjómaði líka
búunum á Leimbakka og í Dal en þau vom víslega eign Hallveigar. Klængur
dó árið 1241 en Ormur bróðir hans fór með Dalverjagoðorð árið 1242, eins og
fram kemur í Þórðar sögu kakala. Goðorðið var arfur frá móður hans og er nán-
ast víst að Snorri mun hafa farið með það á meðan þeir Klængur og Ormur
vom ungir að árum. Þetta goðorð hafði afi þeirra farið með þannig að Odda-
verjar misstu það þegar hann féll frá og Björn Þorvaldsson settist að á Breiða-
bólstað. Jón Thor vill einhvern veginn ekki trúa því að Oddaverjar hafi misst
goðorðið en segir þó í lokakafla: „Einnig er vakin athygli á því, að ef hið
svonefnda „Dalverjagoðorð" hafi ekki lent aftur hjá Oddaverjum eftirað þeir
fella Björn Þorvaldsson 1221, hafi það veikt þá alvarlega." (Bls. 75.) Ég er
hræddur um að þetta sé hárrétt og veiki kenningu Jóns Thors, eðlilegt hefði
verið að hann hefði reynt að styðja betur þá skoðun sína að Snorri hafi ekki
farið með goðorðið. Og í tengslum við þetta hefði verið fróðlegt að fá rætt
nánar það sem kemur fram í eftirfarandi orðum: „Það er ekki aðeins Sturl-
unginn heldur einnig og ekki hvað sízt Oddaverjinn Snorri Sturluson, sem
Gizurr vill skilyrðislaust ráða af dögum." (Bls. 31.)
En á meðan Snorri og Bjamarsynir héldu goðorðið, reyndist Oddaverjum
örðugt að beita sér í Rangárþingi og þar tel ég vera komna aðalskýringu þess
að þeir vom í lamasessi, a.m.k. fram yfir fráfall þeirra Snorra og Klængs árið
1241 og raunar alveg þar til Ormur Bjamarson dó árið 1250 en þá er eins og
lifni heldur yfir þeim, samanber baráttu Þórðar Andréassonar. Fram um 1250
áttu Oddaverjar örðugt með að sameinast gegn Gissuri Þorvaldssyni af því
að yfirráðasvæði þeirra var sundrað og þeir gátu ekki sameinað hið gamla
áhrifasvæði sitt undir stjórn eins höfðingja, eins og Haukdælir gerðu. Auk
þess voru Oddaverjar í andstöðu við Birkibeina í Noregi, norska konungs-
valdið, og áttu því örðugt uppdráttar.
Jón Thor vitnar til Gils Guðmundssonar um það að ekki hafi verið rými fyr-
ir tvær höfðingjaættir á Vestfjörðum, Seldæli og Vatnsfirðinga, vegna fátækt-
ar héraðanna. Þetta má vafalítið til sanns vegar færa þegar matnaðarfullir
höfðingjar áttu í hlut sem vildu rísa hátt upp yfir raðir bænda. Hér tókust á
grimmilega þeir Hrafn Sveinbjarnarson og Þorvaldur Snorrason og er auð-
sætt að Hrafn hefur lagt í töluverðan kostnað, og vafalaust Þorvaldur líka,
við að vinna hylli bænda. En Jón Thor ber saman við Suðurlandsundirlendi
og ályktar að ekki hafi verið rými fyrir báðar ættir þar um slóðir, Haukdæli og
Oddaverja, án þess að rökstyðja það nánar (bls. 54). Ég veit ekki betur en
þessar ættir hafi lifað í sátt og samlyndi og ekki verið að keppa um hylli sömu
bænda eftir 1200. Atvikin höguðu því hins vegar svo að Haukdællinn Björn