Saga - 1988, Blaðsíða 120
118
EINAR PÁLSSON
helzta er lýtur að forspá RÍM og Róm varðar. Forspáin er einn mikil-
vægasti þáttur tilgátuformsins: ef tilgáta segir rétt fyrir um það, sem
finnast muni annars staðar, skýtur það undir hana stoðum.
Ótvíræð samsvörun
Endurtökum meginatriðið: Samkvæmt niðurstöðum RÍM skilst helzta
tölvísi goðaveldisins íslenzka, ef ætluð er þeirrar gerðar, sem jafnan
er kennd við Pýþagóras. Rannsókn á um tveim tugum helztu sagna
íslendinga gefur sömu lausn. Þetta merkir, að mörkun alþingis verð-
ur eigi frá þeirri tölvísi skilin. Fyrri ætlan um vanþekkingu land-
námsmanna er byggð á misskilningi, sem vafalítið á sér rót í frásögn
Ara af alþingi. En að auki virðist skortur á ritheimildum valda mestu
um andvaraleysi íslendinga á þessu sviði. Þekktustu viðmiðanir
Pýþagórasar voru Baugur - Hringur - fimmydd stjarna sú er Alef
nefndist, Gullinsnið, þríhyrningurinn góði 3 - 4 - 5 og talan 216.
Benda geysisterkar líkur til, að landnámsmenn íslands hafi þekkt öll
þau hugtök. Einna ljósast verður þetta af staðsetningu Hofs á Rangár-
völlum, bæjar Ketils hængs landnámsmanns. Eru tilgátur RÍM þær,
að geysimikill Baugur hafi verið dreginn um Rangárhverfi, 216000 fet
2. mynd. Sá uppdráttur arkitektsins Piero Maria Lugli, sem hér fylgir, er
byggður á fornleifarannsóknum og mælingum í Rómaborg. Athuga ber, að
Norður snýr hér niður, Suður upp. Samkuæmt niðurstöðum RÍM var línan frá Berg-
þórshvoli til Stangar grundvallarviðmiðun hins íslenzka kerfis: vetrarsólstöður og
sumarsólstöður voru markaðar á baug að þessum stöðum. Samkvæmt tilgátum RÍM
átti lína sem dregin var milli þessara depla að finnast í Róm; með afbrigðum mikil-
vægt væri aðfinna hofá þeirri línu. Það er þetta sem Lugli uppgötvar: eitt þekktasta
hof Rómar, Pantheon, liggur á sólstaðnalínunni. Það hofsem nú stendur er þá vænt-
anlega byggt á helgum bletti. Það eftirtektarverðasta við samanburðinn er e.t.v.
gagnstæðan: sólstaðnalínan íslenzka uirðist miðuð við sólarlag myrkasta dag árs og
sólarupprás bjartasta dag árs. Línan í Róm, sem mörkuð er við Tusculum, er miðuð
við sólarlag bjartasta daginn og sólarupprás myrkasta daginn. Miðjan í Róm er á
torgi því er nefnist Forum Pacis (Friðartorg); athyglisvert er jafnframt, að Mons
Sacer (Helgafell) er ein helzta viðmiðun Rómar; samkvæmt tilgátu RÍM átti svo að
vera; á íslenzka uppdrættinum er Helgafell Fljótshlíðar markað hinni helgu samstæðu
fornrar tölvísi 256/81.
Fjallið sem þar sést er þríhyrningur, eitt fjölþættasta tákn allegóríunnar í Brennu-
Njálssögu. Nefna má, að nú þegar hafa fundizt mjög athyglisverðar samsvaranir nteð
staðsetningu Péturskirkjunnar í Róm og Skálholts.