Saga - 1988, Blaðsíða 115
RÚM OG RANGÁRÞING
113
Nákvæmni
Það mikilvægasta við tilgátuformið er þó e.t.v., að ætíð er unnt að
setja nákvæmni í öndvegi. Þannig er rannsakanda kleift að leggja það
fram til prófunar, sem víkur langt frá hefðbundinni trú um rann-
sóknarefnið. Augljóst hagræði er að slíku verklagi í „íslenzkum
fræðum"; ekki er til dæmis vitað til þess, að nokkur íslendingur hafi
haft það að „skoðun" að frumsögn Brentiu-Njáls sögu hafi byggzt á
goðfræðilegu efni, að Úlfljótslög hafi verið náskyld Rómaréth, að
tölvísi sú, sem kennd er við Pýþagóras* hafi verið hluti af þekkingu
íslenzkra landnámsmanna, ellegar, það sem virðist með öllu óskiljan-
legt við fyrstu sýn, að sama goðsögn hafi legið að baki mörkun Rómar
hinnar fomu og alþingis á Þingvöllum. Þó er þessi niðurstaða RÍM og
studd slíkum rökum, að niðurstöðumar verða að teljast afdráttarlaus-
ar. Niðurstöðumar má fella með því að setja fram aðrar, sem koma
heim við fleiri þætti málsins og skýra þá á einfaldari hátt; engin til-
raun hefur verið gerð til slíks.
Tölur em með afbrigðum hentug tæki til beitingar tilgátuforminu:
þær em afdráttarlausar og ótvíræðar. Annaðhvort höfum við töluna 5
fyrir augum, 16, 17 eða 18, ellegar hver nú talan kynni að vera, sem í
rannsóknarefninu felst, og mætti þó svo að orði komast, að tafl
nákvæmra talna innbyrðis væri það sem úr skæri. Tölum og hlutföll-
nm verður ekki hnikað, nema beitt sé ofbeldi við rannsóknarefnið.
Slíkt verður þegar í stað augljóst. Það er engin tilviljun, að hesturinn
hreyfaxi veltir sér tólf sinnum. Enn síður er unnt að afskrifa það, að
Gunnar á Hlíðarenda særir sextán og fellir tvo í lokabardaganum - og
að Höskuldur Njálsson fær sextán sár um leið og hann fellir tvo norð-
Ur með garði á Sámsstöðum. Þar er athyglisvert goðminni á ferð, sem
rannsaka ber innan sambands - með hliðsjón af fleiri tölum, sem sam-
an eiga. Tölur reynast þannig einstök tæki til nákvæmnisvinnu.
Pýþagóras var grískur stærðfræðingur og heimspekingur, fæddur á eynni Samos.
Hann settist að í Krótóna á Suður-Ítalíu um 530 f. Kr. Lærisveinar hans stunduðu
tölvísi og beittu sér fyrir endurbótum í stjómsýslu og siðferði. Svo er að sjá sem
'andnámsmenn lslands hafi þekkt hugmyndir Pýþagórea vel, slíkt hið sama, að
sjálfsögðu, Rómverjar. Rannsóknir RÍM benda til, að mikill hluti „hugmynda
^ýþagórasar" sé egypzkur að stofni.
8