Saga - 1988, Blaðsíða 202
200
RITFREGNIR
reynist vera fjölrit eftir Margréti Hermannsdóttur fornleifafræðing með titlin-
um lcelandic Society During the Late Nordic Iron Age 600-1000/1050 A.D., ársett
1987. Niðurstaða hennar hefur því ekki fengið færi á að ganga undir mat
annarra fræðimanna, og ég er fyrirfram tortrygginn á að hún geti verið studd
svo sterkum rökum að hún sé tæk í yfirlitsrit fyrr en hún hefur gert það.
Meginvandi háskólagenginna sérfræðinga, þegar þeir skrifa fyrir almenn-
ing, er vafalaust sá að ímynda sér fáfróða lesendur og gefa þeim allar nauð-
synlegar upplýsingar án þess að tala niður til þeirra eða verða uppáþrengj-
andi fyrir þá sem vita. Um þennan vanda er lítið fjallað í sagnfræði, bæði hér
og annars staðar sem ég þekki til, svo að athugasemdir mínar hér eru eins
konar framsaga handa öðrum til að meta og dæma fremur en staðreyndir.
Ritstjóri ræðir þetta efni stuttlega í formála. Þar kemur meðal annars fram
að stuttar efniskynningar í upphafi kafla og sömuleiðis niðurstöðukaflar eru
ætluð til að gera efnið aðgengilegt (xiii). Ég er vonlítill um að það þjóni til-
gangi. Efniskynningamar eru flestar þurrar og fræðilegar, til dæmis svona
(346):
Allt fram á 19. öld voru ljósfæri ákaflega lítilfjörleg ef borið er saman
við þá ljósgjafa sem við þekkjum í dag. Forfeður okkar lifðu og störf-
uðu mikinn hluta ársins í hálfrökkri innanhúss og myrkrið var aldrei
langt undan.
í þessum kafla er fyrst sagt frá lýsingu, þ.e. hvernig reynt var að
lýsa torfbæinn upp með ljósopum, gluggum og langeldi. Þá er greint
frá helstu ljósfæmm ...
Þær upplýsingar, sem stuðst er við, eru meðal annars fornminjar
og ritaðar heimildir ...
Og svo framvegis. Þessi er engan veginn verri en hinar. Samt þarf maður
að vera fullur áhuga fyrirfram ef þessi texti á að grípa hugann, enda eru
svona efnisútdrættir á undan ritverkum orðnir til í skrifum sérfræðinga fyrir
sérfræðinga og þjóna einkum þeim tilgangi að segja lesendum strax hvort
þeir þurfi að lesa ritið til að halda sér við á sérsviði sínu. Að sumu leyti á
sama við um niðurstöðukafla. Þeir eiga einkum heima í rannsóknarritum þar
sem allt ritverkið leiðir að niðurstöðu. 1 alþýðlegum yfirlitsritum geta þeir þó
farið vel til að rifja efni upp og setja aðalatriðin í samhengi, einkum ef þau
em sett í annað samhengi en í meginmálinu.
í formálanum segir ritstjóri líka að höfundum hafi verið gert að stilla bein-
um tilvitnunum í hóf og vinna í stað þess sem mest úr efninu (xiii). Ég veit
ekki vel um hvers konar tilvitnanir hefði verið að velja í þessu bindi, en sé
þetta tekið sem meginregla held ég að það sé rangt. Beinar tilvitnanir verður
auðvitað að velja af kostgæfni eins og annað efni. En sé það gert verða þ®r
eins konar myndir úr fortíðinni, sýna frekar en segja lesendum, orka tru-
verðugar og gefa lesendum sjálfum eitthvað að álykta af. Vel notaðar tilvitn-
anir má til dæmis finna í Mannkynssögu eftir 1850 eftir Asle Sveen og Svein A-
Aastad, sem Mál og menning gaf nýlega út á íslensku.
Raunar er meginefni Harðar Ágústssonar í húsagerðarkaflanum náskyh
beinum tilvitnunum. Hann rekur húsaþróunina að mestu leyti með því að