Saga - 1988, Blaðsíða 230
228
RITFREGNIR
hefði sáð í hvaða skika. Þá gat það síður orðið ágreiningsefni, hver
ætti hvað, þegar kom að uppskerunni.
Að sáningu lokinni lyftu menn sér á kreik eins og allstaðar er al-
gengt að loknum áfanga í vinnuárinu, sbr. lokadag, töðugjöld o.fl. á
Islandi. Að sjálfsögðu var þá einhverjum dýrum slátrað til matar-
veislu. Þau voru seinna kölluð 'fórnardýr' af þeim, sem vilja klína
trúarlegum skilningi á flestar mannlegar athafnir. Ugglaust hafa líka
einhverjir haft í frammi áköll og bænir til þeirra goðmagna, sem þeir
hinir sömu trúðu, að helst réðu fyrir gróðurmætti jarðar svo og sær-
ingar móti illum öndum, sem kynnu að fordjarfa uppskeruna. Það
segir sig sjálft, að þetta fór hvorki alltaf né allstaðar fram á nákvæm-
lega sama tíma, heldur eftir veðri og öðrum náttúrulegum aðstæðum
á hverjum stað. Öllu þessu tókst kirkjunni smámsaman að gefa
kristilegt yfirbragð og færa í fastar tímaskorður. (Bls. 208.)
Hér hallast Árni að þeirri grundvallarskýringu á uppruna gangdaga, að
menn hafi þurft að huga að landamerkjum. Hann nefnir þó sjálfur dæmi um
það í bókinni að slíkar göngur hafi tíðkast um akra þar sem landeigendur
voru fáir (bls. 208-209) og mörkin á milli akranna ólíkleg til að verða ágrein-
ingsefni. Staðhæfing Árna um að trúarafstaða hafi sldpt minna máli en
landamerki í öndverðu virðist mér heldur ekki nægilega rökstudd til að
draga af henni almennar ályktanir. Samkvæmt rannsóknum sem
trúarbragðafræðingar og þjóðfræðingar hafa á undanförnum áratugum gert
á siðum og siðvenjum hinna ýmsu þjóða á jörðinni, þá virðist trúarafstaða og
viðhorf til guða vera grundvallarþáttur í lífsviðhorfi þjóðanna. Hinn trúar-
legi skilningur á eðli tilverunnar í smáu sem stóru virðist mannkyninu í blóð
borinn og snar þáttur í viðhorfum og athöfnum hvers einstaklings eins og
dæmi frá mörgum löndum bera vitni. Á þetta ekki síst við um hvaðeina sem
snertir sáningu og uppskeru. Til skýringar leyfi ég mér að draga hér fram
nokkur dæmi um siði sem tengjast sáningu sérstaklega.
Frá Mið-Evrópu eru nýleg dæmi um brúðkaupssiði tengda sáningu og
maísstöng, maíbrúður og maíbrúðgumi eru talin vitni um hið sama. Sums
staðar í Evrópu hefur einnig verið efnt til heilags brúðkaups á sáðtíð. 1
Grikklandi lögðust ungir piltar með ungum stúlkum í plógförunum til forna
til að tryggja frjósemi akranna. (í Kína fóru hópar ungra pilta og stúlkna út á
akrana á sáðtíð og höfðu þar samfarir í sama augnamiði). í Úkraínu blessaði
presturinn sáðkornið á degi heilags Georgs (23. eða 24. apríl), en síðan lögð'
ust piltar með stúlkum í plógförunum. í Rússlandi var hins vegar sá siður
ríkjandi, að konur veltu prestinum sjálfum um akurinn, ekki eingöngu til að
helga sáðkomið að því er sagt er, heldur einnig til minningar um fornt heil'
agt brúðkaup. (Þess má geta innan sviga, að í Afríku er sá siður sumsstaðar
enn ríkjandi á sáðtíð, að musterisprestar leggjast með stúlkum sem sérstak-
lega eru til þess kjörnar og er sagt að þetta tryggi frjósemi akra, manna og
dýra). Öll bera þessi dæmi vitni um þá fmmlægu trú að hvað styðji annað >
frjósemi og ekkert megi Iáta ógert sem geti stuðlað að því að tryggja frjósemi/
sáningu og ríkulega uppskeru. 1 framhaldi af þeim athöfnum sem hér hata