Saga - 1988, Blaðsíða 207
RITFREGNIR
205
sjálfur í sporum grafara og finni Skálholt aftur þegar lítið glerbrot stingst úr
mold í lófa eða við blasir beinagrind af kynstórum biskupi í þró.
Svipað er að segja um Iokaþátt bókarinnar sem Jón Steffensen skrifar um
likamsleifar. Dapurlegur helheimur fyllist á síðum af lifandi fólki; sögufræg-
uni biskupum, frúm þeirra og smáum bömum, skólameisturum, lögmönn-
um og lestina reka nafnlausir kistuleysingjar dánir úr sótt. Jóni tekst að gæða
hauskúpur andlitsdráttum, hári, tyggjandi tönnum, opnum augum, hálsi og
festir þar við búk með gangandi limum; öllu er svo lýst að fyrr en varir sjást
biskupar rísa upp úr gröfum og stjákla um hlöðin í Skálholti; em sumir furðu
sfuttir til hnésins.
Af öllu því safni beinamynda sem fylgir þætti Jóns verður ein minnilegust,
sú er af neðri kjálka Jóns biskups Vídalíns með þroskalegri hökunibbu sem
styrkir þá trú að maðurinn hafi beitt talfæmm sínum ósleitilega (s. 189).
Skemmtilegt hefði verið ef dregin hefðu verið fram önnur dæmi um höku-
nibbur í beinasafni Þjóðminjasafns ef til em, meiri eða minni. Kostur er að í
þstti Jóns er margskyns fróðleikur sem nær útfyrir Skálholtsrannsóknir og
skýrir margt um líkamsleifar almennt og hvað þær geta sagt um útlit og lifn-
aðarhætti fortíðarmanna.
Hér hefur lítillega verið kynnt efni myndarlegrar bókar, ágætrar að efni,
stíl °g framsetningu, bókar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir sögu okkar, en
efnið er vissulega takmarkað við guðshús og bein og góss höfðingja. Að hinu
síðara víkur Jón Steffensen (s. 177) þar sem hann segir að ekki sé unnt að
ðraga ályktanir um tíðleika tannskemmda meðal almennings af tannátu í
beinaleifum Skálholtsbiskupa.
Fortíð Skálholts er vitaskuld víðar í jörðu en kringum guðshús og þarí;
fortíð Skálholts er ekki síst í öskuhaugum staðarins þar sem upp gæti komist
hvað menn átu og hverju menn fleygðu, hún er í bæjarhólum þar sem áttu
heimili landsetar Skálholtsstaðar. Reisn Skálholts verður að lesa jafnhliða úr
brotnum djásnum og leifum þeirra sem báru uppi kostnað af staðarhaldi; það
v°ru verkmenn í Skálholti og leiguliðar í sveitum. Úr ruðum eftir þá í
oskuhaugum, veggjaleifum í hjáleigum, úr hlutum sem kotungar og verka-
fólk notaði sér til gagns og í leik en týndi í jörðu verður Skálholt fundið aftur
engu síður en í leifum þess guðshúss sem reis yfir þessu fólki.
Jafnframt áframhaldandi rannsókn í Skálholti verður vonandi grafið í hjá-
leigurústir nærliggjandi staðnum, þar sem nú eru sumstaðar byggð stórhýsi
yfú kýr og refi. Með því lagi fengist hugmynd um á hverju staðurinn reis og
Pá væri ef til vill hægt að svara því hvort reisn Skálholtsstaðar hafi verið mest
þá best var í búi landseta eða reis staðurinn hæst þá niðurlæging þeirra var
mest?
Þess verður áreiðanlega vænst að framhald verði á ritröðinni Staðir og
irkjur, sem svo gæfulega hefur verið ýtt úr vör. Ritröðin ætti að geta orðið
yftistöng fomleifafræði í landinu, þessi bók sýnir ljóst á gljápappír þykkum
Vemig hægt er að láta lestan hlut og skarðan kjálka segja sögubrot.
Guðrúti Ása Grímsdóttir