Saga - 1988, Blaðsíða 168
166
OLAV RISTE
til að gefa út ritgerð Pórs Whiteheads um ísland í heimsstyrjöldinni
síðari, en hana samdi hann á ensku.1 Þeirri beiðni var umsvifalaust
synjað.
Það var engin tilviljun, að slíkt frumkvæði kom frá norskum sagn-
fræðingum, því að styrjaldarárin fimm fléttaðist saga íslands og Nor-
egs saman að ýmsu leyti. Þótt með ólíkum hætti væri, urðu Noregur
og ísland, ein Norðurlanda, til að tengja hlutskipti sitt stríðsbanda-
laginu mikla („The Grand Alliance") og sigri þess á Þýskalandi
Hitlers. í báðum tilvikum urðu þessi tengsl til að ákvarða stöðu land-
anna til frambúðar, enda voru þau til marks um síðbúna viðurkenn-
ingu á pólitískum og hernaðarlegum staðreyndum samtíðarinnar.
Fyrir 1940 voru bæði íslendingar og Norðmenn haldnir þeirri sjálfs-
blekkingu, að fjarlægðin væri þeim vörn gegn alþjóðlegri valdastreitu
stórveldanna. Þessi sjálfsblekking studdist í báðum tilvikum við
staðreynd úr veröld sem var: trúna á yfirburði breska flotans. Aðvör-
un Guðmundar Björnssonar landlæknis 1914, að íslendingar skyldu
varast að treysta breska flotanum betur en Bretar sjálfir, átti ekki síður
erindi við Norðmenn.2
Auðvitað hlutu menn að þurfa nokkurn umþóttunartíma til að
endurmeta stöðuna í öryggismálum, en harðneskjulegur veruleiki
stríðsins ýtti óþyrmilega við þegnum beggja ríkjanna árið 1940. Vitj-
unartími íslendinga kom með hernámi Breta 10. maí 1940. Hvernig
sem á er litið, var um að ræða beina hernaðarárás og hernám og þá
um leið skýlaust brot á hlutleysi Islands. En þegar að kveldi innrásar-
dagsins lýsti Hermann Jónasson forsætisráðherra þeirri skoðun sinni
í útvarpsávarpi til þjóðarinnar, að hér væri ekki um að tefla hernám
óvina, heldur bæri að líta á bresku hermennina sem gesti í landinu.3
Þegar umræddir atburðir urðu á Islandi, höfðu Norðmenn átt í
höggi við þýskan innrásarher í rúman mánuð og notið í þeirri baráttu
1 Þór Whitehead, Iceland in the Second World War, óprentuð ritgerð.
2 Benedikt Gröndal, Iceland frotn Neutrality to NATO Membership (Universitetsforlaget,
Oslo 1971), s. 17. Varðandi hugmyndir manna um tengslin milli flotastyrks Breta og
norskrar hlutleysisstefnu fyrir 1940, sjá t.d. O. Riste, „Frá Integritetstraktat til
Atompolitikk: Det stormaktsgaranterte Norge 1905-1983." 1 R. Tamnes (ritstj.),
Forsvarsstudier. Árbok for Forsvarshistorisk forskningssenter 1983-1984 (Tanum,
Oslo 1984).
3 Benedikt Gröndal, op. cit., s. 30.