Saga - 1988, Blaðsíða 199
Ritfregnir
ÍSLENSK ÞJÓÐMENNING I. Uppruni og umhverfi. Rit-
stjóri Frosti F. Jóhannsson. Þjóðsaga. Reykjavík 1987. XX,
431 bls. Margs konar skrár.
Hér er farið af stað með níu binda rit sem á að fjalla um atvinnuvegi, heim-
ilisstörf, trú, alþýðuvísindi, orðlist, sjónmenntir, samgöngur, félagslíf og fé-
iagssögu. Frumkvöðull verksins er Hafsteinn Guðmundsson forstjóri Þjóð-
sogu, og með honum vinnur þriggja manna ritstjórn, Haraldur Ólafsson
fuannfræðingur, Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóðfræðingur og Þór Magnús-
son þjóðminjavörður. Fyrsta bindið fjallar einkum um þrjú efnissvið. Eitt er
Hattúruleg undirstaða mannlífs á fslandi; Stefán Aðalsteinsson skrifar um
i'kamlegan uppruna manna og húsdýra, Þorleifur Einarsson um myndun og
m°tun landsins, Sturla Friðriksson um þróun lífríkis, Páll Bergþórsson um
Veðurfar. Annað sviðið er uppruni íslenskrar menningar; Þór Magnússon
fjallar um vitnisburð fornminja um hann, Haraldur Ólafsson um hvað sé
n°rskt í íslenskri samfélagsskipan og um sögulegar forsendur landnáms,
auk þess sem hann skrifar inngangskafla um siglingu landnámsmanna til
Islands. í þriðja lagi er fjallað um híbýli í kafla Harðar Ágústssonar um
'slenska torfbæinn og kafla Guðmundar Ólafssonar um Ijósfæri og lýsingu.
Þetta er glæsileg bók í útliti, jafnvel svo að jaðrar við tilgerð sums staðar.
1 u dæmis fara sex blaðsíður í kynningu á höfundum, og það á undan megin-
málinu. Fyrst er fyrirsögn á einni síðu, svo ævisögur höfundanna með
myndum á fjórum, síðan er auð síða á eftir. Spássíur eru ríflegar, myndir á
nestum opnum og víða fleiri en ein, margar í fullum litum. Skýringarmyndir
°8 Hnurit eru mörg og sum í litum. Frágangur er að flestu leyti góður og
Prentvillur ekki margar. Myndaskrá, heimildaskrá, atriðisorðaskrá og nafna-
skrá fylgja. Hér er því fátt til sparað.
Auðvitað fer samt ekki hjá því að smávillur slæðist inn í svona texta. Á bls.
H er misræmi milli meginmáls og myndartexta, það sem er kallað eldhús í
meginmáli verður skemma í myndartexta og öfugt. í myndartexta á bls. 313
er talað um Hruna í Biskupstungum sem er ekki til, hann er í Hrunamanna-
rePpi. Hér er líka dálítið um smámisræmi, ekkert síður innan greina en
milli þeirra: hvemig líklegast er að Island hafi fundist (74 og 81), hvenær hafi
0rðið skóglaust í Húnavatnssýslum (165 og 186). Efnisatriði eru endurtekin
f' þarflausu (118 og 126-27, 323 og 341). Atriði slæðast inn þó að þau eigi
Þangað ekkert erindi: á bls. 32 eru lesendur fræddir á því að milli 1020 og
14°0 hafi kýr í Lundi á Skáni verið líkar kúm af sænska landkyninu. Svo
°ma þær ekki við sögu framar. Fyrir kemur að höfundar stökkva út úr við-