Saga - 1988, Blaðsíða 219
RITFREGNIR
217
og mikilvægt. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, las yfir handrit auk fimm
annarra nafngreindra aðila. Þór gerði einnig athugasemdir og leiðréttingar á
textanum sem birtast merktar honum neðanmáls hér og hvar. Virðist því
ekki ástæða til að ætla annað en rétt hafi verið þýtt. Ásgeir S. Björnsson valdi
myndir og vann myndatexta ásamt útgefanda að frátöldum myndum í kafla
um kvenbúninga. Þar var Fríður Ólafsdóttir, lektor við KHÍ, Ásgeiri innan-
handar með myndatexta. Að auki hafði hann sér til aðstoðar firnamarga
nafngreinda heimildarmenn. Er því ekki að undra þó leit megi verða löng til
að finna ritvillur og þ.h. og Iítill árangur verði.
Ég fékk tækifæri til að kynna mér vinnuna við verkið úr fjarlægð er það var
á lokastigi (sjá LesbókMbl. 31.10. 1987: Samtal við Ásgeir S. Björnsson, íslenskt
þjóðlíf í þúsutid ár). Þá vakti það athygli mína að Örlygur Hálfdanarson hafði
fengið frá Danmörku ljósrit, eftirprentanir og ljósmyndir af drjúgum hluta
myndasafns Bruuns. Það var þarft verk sem söfn hérlendis hefðu mátt vinna
fyrir löngu. Meira um það síðar.
Formála rita þýðandi, útgefandi, myndaritstjóri, auk þjóðminjavarðar og
höfundar. Hjá þeim falla orð sem gera mikið úr mikilvægi útgáfunnar og
texta hennar. Hún er m.a. talin yfirgripsmest bóka um þá þætti sem í henni
eru (bls. 8). Enginn þessara manna bendir lesanda hins vegar á hve úreltur
°g hættulegur textinn er á köflum, ekki síst fyrir þá sem skortir yfirsýn og eru
hla að sér í íslandssögu. Þvert á móti. Þýðandi segir að bókin sé í fullu gildi
(Ms. 13), en víkur þó að því í aðfaraorðum sínum að margt nýtt hafi komið
fram (síðan 1928!) og því hafi Þór Magnússon fært hið aldargamla (svo) rit
ffl nútímans svo hvarvetna sé vísað til um þau atriði sem menn vita nú gjörr en
fyrr (bls. 8). Við svona vinnubrögð er rétt að gera athugasemdir því þurft
hefði að leita til mun fleiri sérfræðinga ef þetta hefði átt að takast - með
fyllstu virðingu fyrir þjóðminjaverði. Og maður undrast sannarlega eftir svo
®tór orð að ekki hafi víðar þótt ástæða til athugasemda. Hefur svo fátt gerst
1 bókmenntafræði, íslandssögu, fornleifafræði, mannfræði, þjóðháttafræði
O-s.írv. síðustu 60 ár?
Samt er bókin mikilvægur dýrgripur, en það er myndanna vegna og með-
ferðarinnar á þeim.
Bókinni fylgja skrár sem reyndar hlýtur að teljast sjálfsagt í vönduðum
fræðiritum. Hér eru skrár um mannanöfn, staðanöfn og heimildarmenn.
^ngin skrá yfir atriðisorð! Þá er ekki ritaskrá utan þeirra tilvísana sem Bruun
gerði og nokkurra innskota frá þjóðminjaverði.
11
ffyðandi skrifar langan inngang um Bruun og ferðir hans sem er ríkulega
Pfyddur myndum. Hér birtist þegar fyrsti ágalli bókarinnar sem er alger
skortur á raunsæju mati á ritverkinu og vinnunni sem í því felst. Allir sem að
Pví standa virðast gleyma að meta Bruun og þá vitneskju sem hann hefur að
®ra nútímanum. Steindór Steindórsson tekur upp pósta beint úr dagbókum
'Tiuns. Þær eru reyndar fima merkilegar og færa okkur mun meiri vitneskju
Urn rannsóknir og aðferðir Bruuns en endanleg gerð bókar hans. Ég velti því
reyndar fyrir mér hvort ekki hefði fremur þurft að gefa þær út með myndum