Saga - 1988, Blaðsíða 265
RITFREGNIR
263
á árunum 1942-46, að vissulega hafi „verkföllin 1942 haft sitt að segja í þessu
efni en hinu má heldur ekki gleyma að með herliðinu sem taldi tugþúsundir
manna flæddi erlent fjármagn inn í landið, eftirspum eftir vinnuafli jókst og
stríðsgróðinn átti auðvitað stóran hlut að máli." Skæruverkföllin mildu 1942
stöfuðu af því, að íslenskir atvinnurekendur reyndu með gerðardómslögum
og aðstoð hersins að hindra að kjör verkamanna yrðu bætt þrátt fyrir stór-
aukið fjármagn og atvinnu. Ofangreind ummæli eru ekki annað en gróf
móðgun við þá Dagsbrúnarmenn og aðra, sem bmtu þessa samfylkingu hers
°g atvinnurekenda á bak aftur og sátu sumir í fangelsi fyrir mánuðum
saman.
Á bls. 50 er rætt um atburði ársins 1949 og segir í því samhengi: „Þegar hér
var komið sögu var kalda stríðið að hefjast." Ef unnt er að setja því stríði
upphaf, er það áreiðanlega ekki seinna en í mars 1947. Svipuð ónákvæmni í
tímasetningu er á bls. 52, þar sem greint er frá miðstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins í maí 1949 og sagt í framhaldi: „Þetta var um það leyti sem ríkis-
stjórn Stefáns Jóhanns var að efna til aðildar íslands að Nató". Það ætti
naumast að vera nokkmm íslendingi gleymt að Natóaðild íslands var sam-
þykkt á alþingi 30. mars það ár.
Á bls. 54 em þeir Valdimarssynir, Finnbogi Rútur og Hannibal, kallaðir
„bjarghringir Sósíalistaflokksins". Það þarf mikla einsýni til að skilja ekki að
þeir bræður voru ekki síst að bjarga sjálfum sér með samvinnu við þann
flokk, þótt báðir aðilar nytu góðs af. Reyndar er víða í bókinni á sveimi ein-
hver furðuleg goðsögn um Finnboga Rút sem örlagavald í íslenskum stjóm-
málum og kemur hann fyrir á yfir þrjátíu blaðsíðum. Virðist sú þráhyggja
helst runnin frá afmælisgrein Jóns Baldvins um þennan föðurbróður sinn
áttræðan og nokkrum sinnum er vitnað til. Á bls. 60 og 82 er líka talað um
„Hannibalista" árin 1954 og 1958, en það nafnorð varð ekki til í íslensku
máli fyrr en 1967. Á bls. 59 er það sögð önnur „huggun harmi gegn", að
Gunnar M. Magnúss var í baráttusæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í
Reykjavík 1953. Gunnar náði ekki kosningu og er vandséð hvaða huggun
að því.
Á bls. 56 segir að það hafi verið „eitt helsta baráttumál forystumanna
Sósíalistaflokksins alla tíð að auka viðskipti við Sovétríkin." Nær sanni væri,
að þeir hafi aldrei viljað útiloka Austur-Evrópu frekar en aðra markaði, og
hafa raunar allar ríkisstjómir fylgt þeirri eðlilegu viðskiptastefnu frá 1953.
Á bls. 31 er talað um „lýðræðisstimpil" Héðins Valdimarssonar og á bls. 63
Segir um Sigfús Sigurhjartarson að „hann var ekki talinn kommúnisti". Það
vita allir sem muna svo langt, að bæði Héðinn og Sigfús vom almennt taldir
°S kallaðir kommúnistar, meðan þeir störfuðu í Sósíalistaflokknum. Morgun-
blaðið og aðrir andstæðingar þeirra sáu til þess. Hinsvegar munu sumir félag-
ar úr gamla Kommúnistaflokknum hafa litið á þá sem krata, en það var
’nnanflokksmál. Á bls. 67 er þess getið með votti af undmn, að „viðskipta-
jöfurinn" Sveinn Valfells skyldi vera á stofnfundi bókaútgáfunnar Heims-
kringlu 1934. Sveinn var félagi í Kommúnistaflokknum og rækti raunar vel
vináttu við gamla félaga sína þaðan, þótt hann hyrfi úr flokknum.