Saga - 1988, Blaðsíða 213
RITFREGNIR
211
Hvemig gerist framvinda í vísindum? Af hverju ræðst hún?" Fyrir höfundi
vakir ekki aðeins, að eigin sögn, að „segja sögu, heldur einnig að vekja til
umhugsunar um fyrmefndar spumingar..." (s. 11).
Eins og undirtitill ritsins ber með sér, beinast þessar spurningar ekki að
þróun vísindanna almennt heldur setur höfundur sér það „viðfangsefni að
rekja sögu stjamvísinda og heimsmyndar frá upphafi og fram yfir daga
Newtons" (s. 12). Upphaf sögunnar sýnist meira eða minna sjálfgefið en
endamörkin þarfnast nokkurs rökstuðnings. Eins og höfundur skilur sögu
sína, myndar hin svokallaða bylting Kóperníkusar brennidepil hennar. Nú er
það aftur mál manna að þessi bylting hafi ekki fullkomnast „fyrr en Newton
rak smiðshöggið á verkið með aflfræðinni..." (s. 14); þessi „mesti vísinda-
maður allra tíma" markar því nokkuð eðlileg endalok þessarar árþúsunda
löngu vísindasögu. Þar sem Kópemíkus lendir hér í miðju birtist hann með
eins konar Janusarásjónu, þar sem önnur vísar aftur, til miðalda, hin fram til
nútímalegrar heimsmyndar. Fyrra bindi verksins lýkur einmitt með frásögn
af þessari svonefndu síðustu miðaldapersónu stjarnvísindanna.
Fyrir utan það að afmarka viðfangsefnið notar höfundur fyrsta kafla ritsins
bl þess að setja lesandann í viðeigandi hugmyndasögulegar stellingar ef svo
ntætti segja. Þannig varar hann sterklega við „söguskekkju" (sem vanalegra
er annars að kalla „tímaskekkju") en gryfju hennar álítur hann með réttu
„sérlega viðsjárverða þegar fjallað er um sögu stjömufræðinnar (s. 16). Til
þess að rétta þessa ígrónu skekkju er því vel til fundið hjá höfundi að rifja
UPP „hvernig gangur himintungla horfir við mönnum þegar hann er ein-
göngu skoðaður með beram augum" (s. 19-20). Óneitanlega er mikilvægt að
Eafa slíkt ríkt í huga svo að hægt sé að meta að verðleikum árangur af við-
leitni manna sem reyndu að ráða í himintunglin án tilstyrks sjónauka eða
Eennilíkana á borð við sólmiðjuhugmynd Kópemíkusar. Hér fær textinn
strax stoð af myndum af ýmsu tagi (teikningum, kortum og ljósmyndum) og
löflum en gnægð þeirra og gæði era aðalsmerki verksins í heild, myndir era
aUs 127 og töflur 30.
12. kafla, Stjamvísi í öndverðu (s. 44-91), hefst hin sögulega frásögn; her er
fjallað um forsögulega tíma og þó einkum heimsmynd menningarríkjanna
f°mu við botn Miðjarðarhafs og Persaflóa. (Höfundur leiðir hjá sér vísindi
Kínverja og Indverja til foma með þeim rökum að þau hafi „ekki haft bein
áhrif á framvindu í vísindum okkar" (s. 51) - og má það sjálfsagt til sanns
Vegar færa.) Þessi kafli, sem og hinir tveir næstu, hefjast á almennum menn'
*ngarsögulegum inngangi. Með þessu er eins og gefur að skilja litlu aukið við
Það sem áður er ritað á íslensku um menningu fomaldar en hin almenna
Ulnfjöllun þjónar þeim gagnlega tilgangi að lýsa baksviði þeirra menningar
'ðkana sem helst verða á þessu tímabili kenndar við vísindi.
I þessu sambandi bendir höfundur á að það er allt annað en auðve t a
ákvarða hvaða iðkanir á löngu liðnum tímum megi réttilega telja til visinda
vað þá heldur einstakra vísindagreina: „markalínur milli vísindagreina era
vorki skýrar né fyrirfram gefnar, heldur mannanna verk (s. 54). Spuming
ln gerist m.a. áleitin þegar reynt er að meta framlag Fom-Egypta til vísin a.
^agnstætt ýmsum fræðimönnum telur höfundur að vel megi, me þvi