Saga - 1988, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
Lakasti kafli bókarinnar er 8. kafli um skipan framleiðslu. 1 kaflanum eru
þessu stórmerkilega efni gerð lítil skil, sem er e.t.v. vegna þess að mjög lítið
hefur birst á prenti um niðurstöður rannsókna á þessu sviði.
Niðurstaða mín er sú að hér sé á ferðinni mjög áhugaverð bók. Hún flytur
lesandanum umdeildar niðurstöður rannsókna. Hún er mjög fróðleg sem
kynningarrit í hafrænni mannfræði. Hún er skrifuð á lipru máli og frásögnin
er markviss. Kortin í bókinni hefðu hins vegar mátt vera betri. Ég óska höf-
undinum til hamingju með gott verk.
Sigfús Jónsson
Gunnar F. Guðmundsson: KAPÓLSKT TRÚBOÐ Á ÍS-
LANDI 1857-1875 (Rit Sagnfræðistofnunar 17). Sagn-
fræðistofnun Háskóla íslands. Reykjavík 1987. 137 bls.
Heimildaskrá, nafnaskrá.
óllum, sem lagt hafa stund á íslenska kirkjusögu, er ljóst, að mikil þörf er á
auknum átökum á því sviði. Yfirlitsrit í greininni hafa ekki verið gefin út síð-
an rit Jóns Helgasonar kom út á þriðja áratug aldarinnar. Hversu vönduð,
sem rit þessi voru á sinni tíð, er brýnt, að kirkjusaga þjóðarinnar verði rituð
að nýju í ljósi þeirra breyttu túlkana og mats, sem rutt hafa sér til rúms á öll-
um sviðum sagnfræðinnar á síðari áratugum. Par sem grundvallarrannsókn-
'r vantar á öllum tímaskeiðum kirkjusögunnar, er þó mikið verk óunnið,
áður en mögulegt er að ráðast í það verk. Á undanförnum árum hafa litið
ðagsins ljós nokkur rit, sem fjalla um afmörkuð efni á sviði kirkjusögu síð-
ustu tveggja alda. Með bók þeirri, sem hér skal kynnt, hefur enn eitt rit, sem
f*st við merkan þátt í kirkjusögu 19. aldar, bæst við og fyllir nokkuð út í þá
uiynd, sem við höfðum áður af þessu tímabili. Margt er þó enn ógert, og ber
að fagna hverjum þeim skerfi, sem lagður er af mörkum á þessu sviði.
Þó upphaf kaþólsks trúboðs hér á landi á síðari öldum beri fyrst og fremst
®ð skoða sem atburð í kirkjusögu þjóðarinnar, er mikilvægt að gefa því
§aum, að hér, eins og jafnan, þegar um kirkjusöguleg efni er að ræða, snertir
viðfangsefnið jafnframt menningar- og stjórnmálasögu þjóðarinnar með
uisrgvíslegu móti. Petta kemur ekki hvað síst fram í II. hluta bókarinnar, þar
Sem fjallað er um forsögu trúboðsins hér á landi. í þessum hluta er meðal
annars bent á samskipti forvígismanna kaþólska trúboðsins við Jón Sigurðs-
s°n, forseta, og aðra forvígismenn Hins íslenzka bókmenntafélags. Parna
hernur fram, að Jón Sigurðsson hefur fylgst af athygli með starfi trúboðanna
°§ jafnvel, að því er virðist, gefið þeim í skyn jákvæðan áhuga sinn fyrir
framgangi trúboðsins. Þótti enda mörgum, sem skrif Ólafs Stefánssonar
óunnlaugsson, um málefni kaþólsku kirkjunnar, fengju fullmikið rúm í Nýj-
Urn félagsritum, en Ólafur var þýðingarmikill aðstoðarmaður helsta forystu-
manns trúboðsins og ómetanlegur tengiliður milli hans og Islendinga í
Leiupnrannahöfn. í bréfi Jóns Sigurðssonar til Gísla Hjálmarssonar að