Saga - 1988, Blaðsíða 280
278
RITFREGNIR
með hliðsjón af fullveldissamningnum 1918, eða hvort bíða ætti með lýð-
veldisstofnunina þangað til hemámi Þjóðverja í Danmörku væri aflétt.
Síðamefndi hópurinn, sem nefndi sig lögskilnaðarmenn og andstæðinga
sína hraðskilnaðarmenn, taldi það vera ódrengilegt gagnvart Dönum að
stofna íslenskt lýðveldi meðan Danmörk væri hemumin. Margir þekktir
íslendingar skipuðu raðir lögskilnaðarmanna, til dæmis Sigurður Nordal
prófessor, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, Pálmi Hannesson rektor,
Gunnar Thoroddsen alþingismaður, Tómas Guðmundsson skáld og Magnús
Ásgeirsson skáld. Nær allur vinstri armur Alþýðuflokksins var og í þessum
hópi undir forystu Jóns Blöndals, Hannibals Valdimarssonar og Gylfa Þ.
Gíslasonar.
Afstaða formanns Alþýðuflokksins, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, til
málsins var ekki mjög afdráttarlaus í upphafi. í Gullnu flugunni er skýrt frá
því að Stefán Jóhann hafi 30. júní 1942 fundið sig „knúinn til að rita Alsing
Andersen formanni danskra sósíaldemókrata trúnaðarbréf um sambands-
málið" (bls. 63). I bréfi þessu útskýrir Stefán helstu rök „hraðskilnaðar-
manna" um lýðveldisstofnunina. 28. ágúst s.á. svarar Alsing Andersen bréfi
Stefáns Jóhanns og reyndist danski stjórnmálaleiðtoginn hafa svipaða skoð-
un á málinu og íslenskir lögskilnaðarmenn.
Á árinu 1943 gerist það síðan að Stefán Jóhann fer að draga taum lögskiln-
aðarsinna. Höfundur Gullnu flugunnar er ekki í vafa um að þetta hafi Stefán
Jóhann gert eingöngu fyrir orð Alsings Andersens. Höfundur ígmndar ekki
þann möguleika að í þessu tilfelli hafi íslenskir lögskilnaðarmenn haft úr-
slitaáhrifin á Stefán Jóhann. Aðeins eitt bréf, sem nefnt er íhlutun Andersens,
hafi haft úrslitaáhrif, og því dæmist stefna Stefáns Jóhanns hafa verið skýrt
dæmi um þýlyndi, eins og höfundur kemst að orði á bls.69.
X
í 9.-11. kafla (bls.70-96) eru rakin nokkur atriði í sögu Alþýðusambandsins
og Alþýðuflokksins á árunum 1939-51. Nýjasta og bitastæðasta efnisfram-
lagið þar er „gagnrýni Kjartans Ólafsonar í garð flokksforystunnar" (bls.81-
84). Höfundur hefur víðar sótt nýtilega hluti í skjalasafn Kjartans, t.d. úr-
sagnarbréf hans úr Alþýðuflokknum (bls.133-137).
Nokkurrar hlutdrægni gætir í köflum þessum; þannig styðst höfundur
aðeins við skýringar annars málsaðilans (sósíalista) á átökunum um Alþýðu-
sambandið árið 1948. Samkvæmt þeim var forsetaefni Alþýðuflokksins (í
ASÍ), Helgi Hannesson, erindreki „til þess að reka áróður gegn sambands-
stjóm" og þar að auki „hálaunaður ríkisstarfsmaður" (bls.77). í Kennaratali er
þess hins vegar getið að Helgi hafi verið bamakennari að atvinnu til ársins
1947 en fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 1947-48. Hann var kjörinn forseti
ASÍ árið 1948, en það var ekki atvinna í þá daga að vera í þessari stöðu þann-
ig að hann þurfti að leita sér nýrrar vinnu.
112.-14. kafla (bls.97-121) er fjallað um átökin á Alþýðusambandsþinginu
1952 og desemberverkfallið sama ár. Hér stiklar höfundur ekki á eins stóru
og áður og dregur margt fram í dagsljósið, sem ekki hefur áður verið rakið í
íslenskum sagnfræðiritum. Ekki tekst höfundi þó ávallt að sýna hér næga