Saga - 1989, Blaðsíða 35
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
33
ekki verulegri andstöðu fyrr en þeir hófu trúboð í Þrændalögum, á
Upplöndum og á Hálogalandi. í Víkinni og á Vesturlandinu gekk
kristniboðið snurðulítið. Þegar öllu er á botninn hvolft verður ekki
annað sagt en átök heiðni og kristni á Norðurlöndum séu harla til-
komulítil, að minnsta kosti ef miðað er við átök Saxa og Karlamagnúsar
um 200 árum áður. Það er því næsta ljóst, að kristniboð þeirra nafna
hefur aðeins verið endapunkturinn á langri sögu og að margir hafa
áður lagt hönd á plóg við þetta verk, þó þeim nöfnum sé allajafna
þakkað eða kennt um kristnun Noregs og fslands. Þáttur þeirra hefur
því verið ofmetinn, svo vægt sé til orða tekið.
Kristinna áhrifa var farið að gæta á Norðurlöndum strax við upphaf
víkingaaldar. Við Kaupang í Víkinni hefur fundist grafreitur með
mörgum gröfum. Hefðbundin heiðin kuml eru þar í meirihluta en á
öðrum má merkja kristin áhrif. f þeim voru líkin jarðsett í kistum, og
haugfé er allt mun fátæklegra en í hinum heiðnu kumlum. Þessar
grafir eru frá 9. öld. Reyndar er það svo að í suðvesturhluta Noregs
hafa fundist enn eldri grafir, sem bera ýmis kristin einkenni. Þær eru
bæði lægri í loftinu en haugarnir og fátækari að haugfé.1 Skylt er þó
að geta þess, að fátæklegt haugfé þarf ekki endilega að benda til krist-
inna áhrifa, það getur einfaldlega merkt að hinn látni hafi verið fátæk-
ur eða ættingjarnir, sem sáu um greftrunina, hafi verið naumir á fé.
í Gotasögu er að finna allgóða lýsingu á því, sem þarna var að
gerast. Þar segir meðal annars, að á meðan Gotar voru heiðnir, hafi
þeir siglt í viðskiptaerindum til margra landa, jafnt heiðinna sem
kristinna. Þegar heim kom sögðu kaupmenn frá þeim siðum kristinna
manna sem þeir höfðu séð og síðan segir sagan, að sumir hafi þá talið
sig kristna.2 Þessi frásögn gæti rétt eins átt við um þá menn sem
grafnir voru í kistum og með litlu haugfé í Kaupangi á 9. öld.
Viðskiptum og verslun fylgja skálaræður og skoðanaskipti. Þótt
ekki sé nauðsynlegt að vera sömu skoðunar og viðskiptavinurinn er
heppilegt að þekkja að einhverju leyti til viðhorfa hans í trú- og
stjórnmálum, þó ekki væri nema til þess að forðast þau umræðuefni
sem slett gætu upp á vinskapinn. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir
þá kaupmenn á Norðurlöndum, sem stunduðu utanríkisviðskipti, að
kynna sér kristin viðhorf.
1 Birkeli, bls. 16-17 og 21.
2 Gutasaga, bls. 65.
3-SAGA