Saga - 1989, Blaðsíða 189
RITFREGNIR
187
stað. Hér hlýtur að vera átt við Magnús Einarsson, sem er fyrirmyndin að
Bimi í Brekkukoti í frægri bók Halldórs Laxness. Það er raunar staðfest í
nafnaskrá, en sá galli er á, að sá Magnús fæddist ekki fyrr en 1841. Þessi kafli
er skrifaður af miklum hagleik, en mér finnst hann vera óþarfur og fá auk
þess ekki staðist samkvæmt „Chronologiu".
Á einum stað kemst höfundur svo að orði: „Sú kennd er aldrei fjarri í þess-
um gamla garði, að maður sé staddur á sögulegum slóðum." Þetta er ekki
ofmælt um þann þátt bókarinnar, sem nú hefur verið drepið á, en á þó enn
betur við um framhaldið, þar sem segir frá minningarmörkunum í kirkju-
garðinum. Þar er bæði greint frá gerð þeirra frá listrænu sjónarmiði og þeirri
margslungnu „symbolik", sem fram kemur svo og tengslum einstaklinga við
mannlífið á jarðvistardögum þeirra og fram á okkar daga. Rúmið, sem þess-
ari ritsmíð er ætlað, leyfir ekki langt mál um þessi efni, og verður því gripið
niður hér og þar.
Ekki leið langur tími frá vígslu kirkjugarðsins til þess tíma, er „járnöld",
eins og Björn orðar það, gekk í garð, en þá er átt við þá tíð er minningarmörk
Ur járnsteypu settu svip á umhverfið. Fyrst er greint frá „monumenti yfir
Steingrím biskup". Við hlið biskups var jarðsett kona hans, Valgerður Jóns-
dóttir, sem áður hafði verið gift síðasta Skálholtsbiskupnum, Hannesi Finns-
syni. Þess er þar getið, að tengdasonur Valgerðar hafi verið Árni Þorsteins-
son amtmaður á Stapa. Þessi amtmaður var ekki til. Hér er átt við Bjama
Thorsteinsson amtmann á Stapa eins og réttilega kemur fram síðar (bls. 149).
Hann mun hafa ritað nafn sitt þannig, en nú er það oftast ritað Bjarni Þor-
steinsson.
Það er full ástæða til að minnast á járnkross á leiði Símonar Hansens kaup-
Wanns, enda kom hann mjög við sögu, þegar Krieger var að vinna fé að
undirbúningi kirkjugarðsins. Hansen hélt fast um fé, sem leitað var eftir,
enda fjárhaldsmaður dómkirkjunnar.
Hans er einnig getið í þessu skrifi mínu vegna þess, að hér er tækifæri til
að leiðrétta misskilning. Hansen átti nefnilega hús það, sem var sunnan við
°tel Borg, en var flutt fyrir nokkm upp í Árbæ. Var þá tekið að nefna það
miðshús. Það er hæpin nafngift. Þetta hús var aldrei nefnt Smiðshús á fyrri
'ð, heldur Hansenshús og seinna Teitshús eftir síðari eiganda, Teiti Finn-
ogasyni járnsmið og bæjarfulltrúa.
Svo er mál með vexti, að árið 1799 reisti Bjarni Lundborg járnsmiður
ortbæ austur af dómkirkjunni og var sá kenndur við eiganda sinn og náttúr-
ega upp á dönsku: Klejnsmedens Hus eða Smedens Hus. Símon Hansen
eignaðist síðar þennan bæ, en lét rífa hann um eða eftir 1820 og reisti áður-
ne nt hús. Það hús var ekki nefnt Smiðshús fyrr en um 1960 og var þá tengt
a ni hins upphaflega torfbæjar, en alls ekki kennt við Teit Finnbogason
iarnsmið.
Frásögnin af legsteini Sigurðar Breiðfjörðs er skrifuð af miklum tilþrifum,
en þar slæðast einnig inn villur. Önnur hlýtur að vera prentvilla. Þá er átt við
sf Á S6m seS*r 1 upphafi þessa kafla, að dánarár Sigurðar sé 1847, en annars
|,f. ar er það réttilega talið 1846. Menn hefur greint á um, hvar Sigurður hafi
a st. Oft er nefnt Hákonsenshús við Aðalstræti, og er þá stuðst við frásögn