Saga - 1989, Blaðsíða 169
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
167
Til dærnis skrifaði S.dór í DV 30. nóvember 1987:
Mörg sendibréfin, sem hann [Þorleifur] hefur komist í frá krötum á
lslandi til hinna og þessara krataforingja á Norðurlöndunum, eru
sögulegir pappírar.
Bókin á án efa eftir að valda miklum deilum hér á landi en heimildir
Þorleifs virðast skotheldar. Það kemur til dæmis fram í þessari bók
að „Rússagullið" svonefnda, sem svo oft hefur verið talað um á Is-
landi, voru peningar sem Alþýðuflokkurinn fékk frá danska krata-
flokknum sem aftur hafði þegið féð frá Rússum áður en danskir jafn-
aðarmenn slitu samskiptum við rússneska kommúnistaflokkinn og
Komintern.
Hér hefur ályktunargáfan leitt S.dór langt út fyrir efni Gullnu flugunnar -
svo langt að höfundi er algjörlega óskiljanlegt að bókin hafi getað stuðlað að
annarri eins túlkunarfrjósemi.
Bjöm Bjarnason ritaði umsögn um Undirheimana í Morgunblaðið 22. des-
ember 1988. Þar segir hann m.a. að höfundur hafi „áreiðanlegar heimildir
fyrir niðurstöðum sínum, þar sem unnt er að ganga að bréfum íslenskra
krata til skoðanabræðra á Norðurlöndunum í alþýðuskjalasöfnum þar. Með
þeim rannsóknum hefur höfundur lagt markverðan skerf til samtímasög-
unnar." EN! Og Björn heldur áfram nokkru síðar.
Þorleifur Friðriksson kom við sögu í Tangen-málinu svonefnda, þeg-
ar fyrir tilstilli hljóðvarps ríkisins var reynt að stimpla Stefán Jóhann
Stefánsson sem einskonar útsendara CIA. ... í bók sinni minnist Þor-
leifur hvergi á Tangen eða það sem eftir honum var haft, enda hefur
verið rækilega sýnt fram á það, ekki síst af Þór Whitehead í tveimur
ítarlegum greinum í Lesbók Morgunblaðsins, að skoðanir Tangens
og fylgismanna hans standast ekki sagnfræðilega skoðun. Að vísu
heldur Þorleifur því til streitu, að Stefán Jóhann hafi rætt við banda-
ríska sendiráðsmanninn Trimble um mannahald íslenska ríkisins, án
þess þó að þær viðræður séu settar í rétt sögulegt samhengi.
Mér verður á að spyrja, hvert er hið rétta sögulega samhengi? Og hvernig gat
pað farið fram hjá mér að hin mjög svo langa grein Þórs Whiteheads hafi sýnt
ram á að skoðanir bófans Taneens oe fvleismanna hans standist ekki saen-
fræðilega skoðun?
Þessar glefsur úr tveimur blaðaumsögnum bera því vitni að það er ekki
. eins sagnfræðingurinn sem túlkar. Gagnrýnandinn túlkar verk sagnfræð-
■rigsins og loks túlka almennir lesendur sennilega gagnrýnina og ritið sem
gagnrýnt var. Og allir þessir túlkendur túlka fortíðina í ljósi eigin samtíðar,
Pólitískra skoðana og almennra siðgæðisviðhorfa. Þeir setja fortíðarglefsur í
það sögulega samhengi sem þeir telja réttast.
En látum blaðagagnrýni liggja á mili hluta. Allir vita að hún er misjöfn og
æstir leggja mikið upp úr henni, enda eru slík skrif framleidd á færibandi
ynr jólin og vafamál hvort gagnrýnendur nái að lesa nema aftan á bækurnar
sem þeir skrifa um. Ég ætla hins vegar að fara nokkrum orðum um gagnrýni
isla Gunnarssonar á Gullnu fluguna sem birtist í Sögu 1988.
uPphafi fjallar Gísli nokkuð um tilurð Kommúnistaflokksins og túlkun