Saga - 1989, Blaðsíða 110
108
GÍSLIJÓNSSON
siðurinn ört út í Danmörku og síðan hjálendum hennar.9 í Færeyjum
var einnig tekið allsherjarmanntal 1801, og hétu þá 665 Færeyingar
fleiri nöfnum en einu, og er það mikið í fámenninu þar í landi. Nefna
má, vegna þess sem síðar segir, að meðal tvínefndra dætra fyrsta
mannsins, sem tvö nöfn bar í Færeyjum (lögmaður þar 1697-1706),
var Atina Suffia.10
Víkur nú sögunni til Eyfirðinga 1801. Enn hétu fáir tveimur nöfn-
um, innan við 20, og meiri hluti þeirra annaðhvort fæddur í Dan-
mörku eða af dönsku foreldri, nema hvort tveggja væri. Par fyrir utan
voru athyglisverðustu tvínefnin þau sem nú skal greina:
Jóhann Porsteinn Þorkelsson var eins árs gamall sveinn á Dalabæ í
Úlfsdölum. Hann var sonur alíslenskra foreldra, og veit ég ekki meira
um hann.
Ásta Þórunn, stundum í manntölum Ásta Þóra, Daníelsdóttir á
Skipalóni í Glæsibæjarhreppi. Hún fæddist 1797, barn alíslenskra for-
eldra, var látin heita eftir Ástu ömmu sinni í móðurætt og svo í Iík-
ingu við Þóru, fyrri konu föður síns. Ásta Þórunn var systir hins
nafnfræga höfuðsmiðs, Þorsteins á Skipalóni, en annar bróðir hennar
var Þórður sem framdi sig í Danmörku og kallaði sig Lonstæd; varð
um skamman tíma eiginmaður Vilhelmínu Lever.11
Anna Sigríður, dóttir Stefáns amtmanns Thorarensens á Möðruvöll-
um út og Ragnheiðar Vigfúsdóttur Schevings. Þau hjón áttu fjölda
barna, og voru flest einnefnd, en að minnsta kosti tvö síðar tvínefnd,
önnur en Anna Sigríður. Hún fæddist 1790 og átti eftir að komast á
spjöld sögunnar, elja Rósu Guðmundsdóttur skáldkonu, sem ólöt var
að skíra böm sín tveimur nöfnum, þegar þau komu til.12
En mestum tíðindum þykir mér sæta, að í Stóradal í Saurbæjar-
hreppi var þá húsfreyja, 31 árs, Anna Sofía, frá Syðrigerðum, fædd
svo snemma sem 1770, foreldrar Helga Tómasdóttir og Jón Einarsson.
Hún er áreiðanlega meðal alfyrstu Eyfirðinga sem hlýtur tvö nöfn. Sá
ég að vísu í kirkjubók úr Fram-Eyjafirði sveinbamið Hans Kristján,
fætt að mér sýndist 1765, en síðan hverfur sá sveinn með öllu, enda
kirkjubækur frá þeim tíma torlæsar stundum, skarðar og skertar.
9 Salomonsens leksikon XVII, bls. 734.
10 Fólkamvn í Foroyum, bls. 42-3.
11 Porsteinn á Skipalóni, bls. 137.
12 Skáldkonur fyrri alda, II.