Saga - 1989, Blaðsíða 262
260
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1989
Fjárhagsstaða félagsins. Á síðasta aðalfundi kom fram, að um 660 þús. króna
tap hafði orðið á rekstri Sögufélags á árinu 1987. Þetta tap stafaði að nokkru
af því, að ekki fengust styrkir til útgáfu á lokabindi af Landsyfirréttar- og hæsta-
réttardómum, sem reiknað hafði verið með. Úr þessu rættist í maí, þegar fjár-
veiting fékkst úr Þjóðhátíðarsjóði til þess að jafna þá reikninga. Að öðru leyti
stafaði tap Sögufélags af samdrætti í sölu á tímaritum félagsins, sem hafa
verið og hljóta áfram að verða aðalstoð þess. Strax á fyrsta fundi þessa kjör-
tímabils var rætt um, hvað gera skyldi til þess að bæta fjárhagsstöðuna.
Kemur þar auðvitað ýmislegt til greina og þá auðvitað helst að fjölga félags-
mönnum, þ.e. þeim sem vilja lesa tímaritin. Því miður hefur ekki á liðnu
starfsári verið unnið nægilega að þessu, en það mál verður að taka til athug-
unar á næsta starfsári. Ríkisstyrkur til Sögufélags, sem veittur var á fjárlög-
um fyrir árið 1988, nam aðeins 50 þús. krónum. Var gerð tilraun til að fá hann
hækkaðan fyrir árið 1989, en það tókst ekki. Hins vegar veitti núverandi
menntamálaráðherra félaginu nokkra uppbót á þennan litla ríkisstyrk, og
kann félagið honum þakkir fyrir það. Enn má nefna í sambandi við fjármálin,
að töluverð vinna hefur verið lögð í að fá auglýsingar í Nýja sögu og hefur tek-
ist að afla nokkurra tekna með því. Má auðvitað líta svo á, að flestir þeir, sem
auglýsa í Nýrri sögu, geri það af því að þeir vilja styðja Sögufélag, en ekki af
því, að þeir búist við því, að auglýsingin skili viðkomandi stofnun eða fyrir-
tæki miklum afrakstri. Voru þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem sýnt hafa
Sögufélagi velvild með þessu móti, færðar þakkir.
f framhaldi af þessum orðum um fjárhaginn gat forseti félagsins þess, að
húsnæðismál Sögufélags yllu ávallt nokkrum áhyggjum. Félagið hefur ekki
yfir eigin húsnæði að ráða, heldur leigir af fjórum aðilum og verður að greiða
æ stærri hlut af tekjum sínum í leigugjöld bæði fyrir verslunarplássið og
lagerpláss.
Að endingu mælti forseti:
Ég vil að lokum þakka stjórnarmönnum, ritstjórum Sögu og Nýrrar
sögu og okkar eina starfsmanni og haldreipi Sögufélags, Ragnheiði
Þorláksdóttur, fyrir ágætt samstarf. Sérstaklega þakka ég þeim, sem
nú hverfa úr stjórn a.m.k. í bili, en það eru Helgi Skúli Kjartansson,
Ragnheiður Mósesdóttir og Már Jónsson. Helgi Skúli hefur verið í
stjórninni í þrjú ár og áður var hann um tíma í stjórn félagsins (1978),
en Ragnheiður og Már hafa aðeins setið í eitt ár. Öll eru þau Helgi
Skúli, Ragnheiður og Már á leið til útlanda, og vonast ég til að þau
megi öll koma heil heim og vinna síðar að verkefnum fyrir Sögufélag.
Einnig vil ég þakka þeim félagsmönnum, sem sýnt hafa starfi
félagsins áhuga með því að sækja þennan aðalfund.
Reikningar. Loftur Guttormsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum Sögu-
félags fyrir árið 1988, en þeir lágu fyrir fundinum undirritaðir af kjörnum
endurskoðendum félagsins. Engar athugasemdir voru gerðar við reikning-
ana, og voru þeir samþykktir samhljóða.