Saga


Saga - 1989, Blaðsíða 198

Saga - 1989, Blaðsíða 198
196 RITFREGNIR ingu til nútímahorfs í bréfum og tilvitnunum. Einnig hefur Bríet það að meg- inreglu að leysa upp skammstafanir. Þó er nokkuð misjafnt hvort svo er gert, en kemur ekki að sök hvað merkingu varðar. Meira tvímælis getur orkað sú samræmingarárátta að skrifa fyrstupersónufornafnið „ég" alltaf „eg" þegar Bríet talar. Því samræmingin gengur líka yfir aðrar prentaðar heimildir þar sem t.d. er talað við Bríeti. Þar að auki skrifar Bríet jafnvel sjálf stundum „ég" eða „jeg" í eigin blaði.1 Auk bréfanna notar Bríet Héðinsdóttir margvíslegar aðrar heimildir. Sér- staklega á það við um æsku og elliár Bríetar. Hún nýtur þeirrar sérstöðu að vera tengd Bríeti fjölskylduböndum og hefur munnlegar heimildir um hana frá móður sinni, tengdadóttur Bríetar. Fyrirferðarmest eru samt skrif Bríetar sjálfrar. Kvennablaðið gaf hún út í aldarfjórðung og ritaði mikið af því sjálf. Auk þess birti hún greinar á öðrum stöðum, og ýmis handrit hennar komu upp úr skjóðunni. Þessi óprentuðu handrit Bríetar eru í fórum höfundar. í heimildaskránni er listi yfir öll þessi skrif Bríetar, prentuð og óprentuð, og er gott að hafa hann á einum stað. Þó eru ekki taldar upp greinar í Kvennablað- inu. Auk þessa hefur Bríet Héðinsdóttir viðað að sér efni um sögu tímabilsins úr ýmsum prentuðum og óprentuðum heimildum. Sýnist mér þar flest vera notað sem máli skiptir, en athygli vekur þó að í heimildaskránni er ekki að finna ritgerð Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Bríet Bjarnhéðinsdótttir og íslenzk kvennahreyfing 1894-1915 sem varðveitt er á Háskólabókasafni. Ánægjulegt er það fyrir lesendur að Bríet Héðinsdóttir skuli hafa orðið við þeirri eindregnu ósk útgefenda sinna að vísa allnákvæmlega til heimilda. Eykur það gildi bókarinnar til muna. Enda segir hún líka að „vorkunnbland- inn skilningur" sinn á þörfum manna fyrir tilvísanir til heimilda hafi aukist á síðustu misserum. (332) Vísvitandi segist hún heldur hvergi fara rangt með. Koma tilvísanirnar og heimildaskráin því að góðum notum þrátt fyrir að það sé ekki yfirlýstur tilgangur að skrifa fræðirit. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu er fagmannlega með heimildir farið og rétt að líta aðeins nánar á frágang þeirra í ritinu. Höfundur virðist hafa búið sér til eigið tilvísanakerfi. Er það þannig úr garði gert að tilvísanalisti er aftast í bókinni. Hann er nokkuð óþjáll í meðförum, þótt hann segi það sem segja þarf að mestu, og iðulega er vísað ítarlega til heimilda. Liggur flækjan í því, að i megintexta eru engar vísbendingar um að tilvísana eða athugasemda sé að vænta aftast. Það er einnig til trafala þegar vísað er í tímarit að ekki eru til- greind blaðsíðutöl tölublaðanna sem notuð eru. Nokkuð er því tafsamt að finna ívitnuð orð í tímaritunum, en það er þó ekki óyfirstíganlegt. Mikið er um beinar tilvísanir í orð Bríetar sjálfrar, bæði úr prentuðu máli og úr bréfunum. Það gerir það að verkum að góður heildarsvipur er yfir allri bókinni þar sem Bríet talar til lesenda, þó svo að bréfin sjálf nái aðeins yfir hluta úr ævi hennar. Andstætt því sem gildir um annan texta bókarinnar, þá vísar Bríet Héðinsdóttir ekki til bréfanna í tilvísanaskránni. Um ritara 1 Sjá ma. tilvitnun bls. 17 (Kvennablaðið, 2. tbl. 1910, bls. 12) og bls. 51 (Kvennablaðið, 11. tbl. 1896, bls. 88).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.