Saga - 1989, Blaðsíða 61
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
59
þótt nokkur hluti landnámsmanna frá Noregi hafi verið kristinn þá
var meirihlutinn að sjálfsögðu heiðinn rétt eins og í heimabyggðinni.
Peir landnámsmenn, sem komu frá Bretlandseyjum, hafa hins vegar
verið kristnir nema í undantekningartilfellum. Það hefur einnig korn-
ið fram, að sú kristni sem barst til Noregs á 9. og 10. öld var að mestu
komin frá Bretlandseyjum, og því hafa áhrif frá þeim kirkjudeildum,
sem þar störfuðu, verið allsráðandi meðal kristinna íbúa íslands hvort
sem þeir komu frá Noregi eða Bretlandseyjum.
Af þessu má ráða að kristin áhrif hafa verið mun meiri á íslandi frá
landnámi og til kristnitöku en ritaðar heimildir gefa til kynna. Pað má
því segja, að ég sé í grundvallaratriðum sammála John Langelyth
hvað þetta varðar, nema ég tel kristin áhrif hér á landi hafa borist
hingað um Noreg, að verulegu leyti. I framhaldi af þessu hlýtur sú
spurning að vakna hvers vegna paparnir hrökkluðust úr landi undan
hinum norrænu landnámsmönnum fyrst kristin áhrif voru svona
mikil. Því er til að svara að þótt víkingarnir, sem settust að á frlandi,
væru orðnir kristnir, var ekki þar með sagt að allt væri í lukkunnar
velstandi milli þeirra og heimamanna. Til dæmis biðu Dyflinnarvík-
ingar mikinn ósigur fyrir írum árið 901 og misstu borgina í þeirra
hendur.®5 Ef þeir einsetumenn, sem hér höfðu sest að, tilheyrðu
klaustrum eða voru úr héruðum sem áttu í útistöðum við víkinga er
eins víst að þeir hafi talið skynsamlegast að hverfa á braut og ekki lát-
ið annað eftir sig en bagla, bjöllur og bækur írskar. Með tilliti til
stjórnmálaástandsins á írlandi var heldur ekki óhætt fyrir þá að leita
til þeirra landnámsmanna, sem báru keltnesk nöfn, því þeir hefðu
rétt eins getað verið írskir stuðningsmenn víkinganna sem biðu ósig-
ur í Dyflinni 901. Annars er til ágæt úttekt á landnámi hér á landi frá
Bretlandseyjum og umfangi þess eftir séra Svein Víking og vísa ég
hér með til hennar.56
í Landnámabók er fullyrt að kristni hafi lagst niður í ættum flestra
kristinna landnámsmanna á næstu áratugum eftir landnám,57 ef und-
an eru skildir þeir Kirkjubæjarmenn og svo afkomendur Örlygs
Hrappssonar sem trúðu á Kólumkilla.
Þessi fullyrðing stenst ekki nánari athugun. íslendingar stunduðu
55 Brendsled, bls. 58.
56 Sveinn Vlkingur, bls. 56-63.
57 Landnúma, bls. 396.