Saga - 1989, Blaðsíða 241
RITFREGNIR
239
á því að kanna að neinu marki hvernig höfundur fer með heimildir. Til þess
eru þær allt of umfangsmiklar og hluti þeirra auk þess í erlendum söfnum
(verkfall BHMR varð einnig til þess að ekki var unnt að kanna heimildir í
Þjóðskjalasafni svo nokkru næmi). Hér verður því gengið út frá því að heim-
ildakönnun höfundar sé tæmandi og hann fari rétt með heimildir sínar. Á
hinn bóginn er unnt að ræða það hvernig höfundur byggir rit sitt upp, hvert
tillit hann tekur til fyrri rannsókna og á hvern hátt rit hans varpar nýju ljósi
á verslunarsögu þess tímabils sem hann rannsakar. Einnig er unnt að dvelja
við það hvemig hann nýtir sér heimildirnar; hvernig hann vinnur úr þeim,
og hvaða ályktanir hann dregur af umfjöllun sinni. Ég mun hér á eftir fjalla
um rit hans út frá þessum forsendum.
Áður en lengra er haldið mun ég í stuttu máli draga fram það sem ég tel
helstu kosti ritsins og gera grein fyrir helstu gagnrýni minni á verkið.
Kosti verksins tel ég einkum þá að hér er á grundvelli umfangsmikillar
heimildakönnunar varpað nýju ljósi á margt er varðar verslun, samfélags-
þróun, hugmyndafræði og völd á íslandi á tímabilinu 1774-1807. Glögg
grein er gerð fyrir því hversu mikil tímamót konungsverslun síðari markaði
í verslunarmálum Islendinga og hvílík afturför varð í þessum efnum fljótlega
eftir upphaf fríhöndlunar. Verðlags- og markaðsmálum eru gerð góð skil, og
dönsk verslun og stjórnarstefna sett í alþjóðlegt samhengi. Viðbrögð
islenskra embættismanna við fríhöndlun eru einnig rædd ítarlega, einkum í
tengslum við almennu bænarskrána.
Gagnrýni mín felst einkum í því að ég tel ritið allt of Iangt; umfjöllunin er
víða orðmörg og endurtekningar algengar. Þetta stafar að minni hyggju
einkum af því að ritið byggist hvorki á kenningarlegum grundvelli né eru því
settar formlegar, rökstuddar rannsóknarspurningar. Þá tekur Sigfús Haukur
ekki nægjanlegt tillit til síðustu rannsókna á íslensku samfélagi á 18. öld. Af
þessu leiðir að heimildirnar ráða að mestu ferðinni í byggingu verksins og
mikilvægar niðurstöður drukkna oft í löngum, ítarlegum köflum um hvað-
eir>a sem varðar verslunina á tímabilinu.
í inngangskafla (bls. 11-17) gerir Sigfús Haukur grein fyrir verkinu. Grein-
argerðin er þó einungis lýsing á efni ritsins og skipan þess, án þess að
ntarkmið þess séu skilgreind og rannsóknarspurningar kynntar og rökstudd-
ar- Viðfangsefni ritsins er ekki þrengt með þessum hætti, enda kemur í ljós
Þegar lengra er lesið, að ritinu er ætlað að gera tæmandi grein fyrir lokum
e'nokunar og upphafi fríhöndlunar á íslandi. Þessu markmiði er þó ekki lýst
1 'nngangi. í næsta hluta kaflans fjallar Sigfús Haukur um verslun og lands-
hagi í kringum 1770 og víkur því næst að umræðum um breytingar á
'slensku versluninni. Að lokum ræðir hann um það hvers vegna horfið var
ah konungsverslun eftir daga Almenna verslunarfélagsins.
Þessi inngangskafli er að ýmsu leyti fróðlegur, en hann hefur einnig veiga-
mikla galla, sem hafa áhrif á allt sem á eftir kemur. Þetta skal rökstutt nánar.
^ótt Sigfús Haukur gefi í kaflanum stutt yfirlit yfir landshagi á síðari hluta
aldar skortir mikið á að hann taki nægjanlegt tillit til nýlegra rannsókna á
sögu 18. aldar, einkanlega verka Gísla Gunnarssonar og Haralds Gustafs-
s°n. Hér hefði verið nauðsynlegt að taka afstöðu til niðurstaðna þeirra um