Saga - 1989, Blaðsíða 136
134
STEFÁN AÐALSTEINSSON
tiltölulega algengar í Noregi áður (Saugstad (1977b), 481-91). Minna er vitað um
þessa hluti hér á landi. Pó var hreyfing á fólki allmikil hér á landi áður fyrr og bú-
staðaskipti eru væntanlega auðveldari þar sem búið er við kvikfé heldur en akra og
skóga.
3 GS, 37. Tilvísunin hljóðar svo á íslensku:
Hin lága tíðni á A og háa tíðni á O meðal Islendinga sé afleiðing af sterku úrvali gegn
A í skæðum bólusóttarfaröldrum.
4 SA (1985), 275. Tilgátan er studd efnivið frá Indlandi á árunum 1965-66 sem sýnir
áberandi áhrif úrvals gegn svipgerðunum A og AB (Vogel og Chakravartti, 1971). Sú
ályktun er dregin að erfðavísatíðni í ABO-kerfinu meðal Islendinga nú á dögum ætti
að nota með varúð sem sérkenni við rannsókn á uppruna Islendinga.
5 Wijsman,445. Þessu til viðbótar má benda á að genatíðni sú sem Thompson notar
fyrir P-sætið gæti hafa gefið skakka mynd af genatíðni Islendinga í þessu sæti vegna
þess að P1 mótefnið í blóðsýnum tapast tiltölulega fljótt við geymslu. Genatíðni
íslendinga í P-sætinu hefur reynst mismunandi eftir aldri blóðsýnanna. Þau sýni
sem lengur voru geymd fyrir rannsókn bentu til að íslendingar væru skyldari írum
en Norðmönnum, en ferskari sýnin bentu til að Islendingar væru skyldari Norð-
mönnum en írum (Ólafur Bjamason o.fl. (1973), 450). Ef bæði P-sætið og ABO-sætið
falla út úr rannsókn Thompson, vegna þess að þau séu ekki nothæf til að mæla
skyldleika þjóða, verða aðeins þrjú sæti eftir (Duffy, Haptoglobin og Kell) (Thomp-
son (1973), 78). Á þetta hefur áður verið bent (SA (1985), 276).
6 O. Bjarnason et al., 452. Margar þjóðir í Evrópu og á nærliggjandi svæðum sem eru
landfræðilega einangraðar, á eylöndum, í fjallahéruðum og í eyðimörkum, hafa sér-
staklega háa tíðni O-flokks. Meðal þessara þjóða em Islendingar, Skotar, lrar, íbúar
Norður-Wales, Walsers í Há-Ölpunum, Baskar, Korsíkubúar, Sardiníumenn, marg-
ir smáir þjóðflokkar í Kákasus, Berberar í Atlas-fjöllunum og Arabar á Arabíu-
skaganum. . . . Kanna þarf þann möguleika að orðið hafi hliðstæð þróun á þessum
einangruðu svæðum, . . .
Summary
The present article deals with the discussion in Gísli Sigurðsson's book Gaelic
lnfluence in lceland on the biological origins of Icelanders and his interpreta-
tion that such investigations support the hypothesis that Icelanders are to a
large extent of Celtic origin. The history of research into the origins of Ice-
landers is also traced, and principal findings summarised.
Recent research indicates that epidemics of smallpox may have been detri-
mental to the A-group in the ABO-blood group system. In a smallpox
epidemic in India in 1965-66 the death rate of persons in the bloodgroups A
and AB was much higher than that of persons in the groups B and O, thus
causing a decrease in the A-group gene and a simultaneous increase in the
O-group gene.
It would appear that smallpox epidemics had similar effect in Iceland. Ac-
cordingly, the high O-group frequency is the effect of a selection among the
people in Iceland after the Settlement. Smallpox had much less influence in