Saga - 1989, Blaðsíða 175
Ritfregnir
MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR I-IV. I.
bindi BERNSKA. 218 bls. II. bindi. ÆSKA. 253 bls. III.
bindi. HÚSFREYJA í HÚNAÞINGI. 188 bls. og IV. bindi.
SKÓLASTARF OG EFRI ÁR. 180 bls. Örn og Örlygur.
Reykjavík 1985-88. Nafnaskrá, staðaskrá og myndir.
Einu persónuleg kynni mín af Huldu Á. Stefánsdóttur voru þau, að sumarið
1984 vorum við stund úr degi sessunautar á Bessastöðum. Tilefnið var
níræðisafmæli Sigríðar Eiríksdóttur, móður forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur. Við það tækifæri kvaddi Hulda sér hljóðs og flutti ræðu
blaðalaust, sem verður öllum viðstöddum minnisstæð. Nutu sín þar vel sér-
stakir persónutöfrar Huldu og voru sannarlega engin ellimörk á ræðumanni
þótt litlu munaði á aldri hennar og afmælisbarnsins. Því er hér við að bæta,
að við vorum nágrannakonur/um nokkurra ára skeið og fylgdist ég með
henni á göngu í hverfinu þar sem hún oft leiddi við hlið sér lítinn dreng. Þar
gekk um götur kona, sem var löngu þjóðkunn fyrir störf sín sem forstöðu-
kona Kvennaskólans á Blönduósi og Húsmæðraskóla Reykjavíkur jafnframt
því sem hún hafði um áratuga skeið verið í forystusveit þeirra, sem halda á
lofti verkmenningu heimilanna. Vann hún mikið menningarstarf á þeim
vettvangi og setti svip á sína samtíð.
Á síðasta ári kom út fjórða og síðasta bindi æviminninga Huldu Á. Stef-
ansdóttur og nefnist það Skólastarf og efri ár. Er þá lokið æviminningunum,
sem hafa hlotið afar góðar viðtökur almennings og gagnrýnenda. Fyrsta
bindi minninganna, Bernska, kom út 1985, annað bindið, Æska, kom út 1986
°g þriðja bindið, Húsfreyja í Húnaþingi, kom 1987.
Fyrsta bindi æviminninganna, Bernska, er að stórum hluta helgað forfeðr-
Um Huldu og bernskuslóðum hennar að Möðruvöllum í Hörgárdal. Möðru-
Vellingar urðu margir þjóðkunnir og koma víða við þessa sögu. Hulda hafði
óbrigðult minni og studdist að auki við dagbækur og einkabréf í frásögn
Slnni. í upphafi segir frá ætt og uppruna höfundar og hefst bókin á þætti af
angafa Huldu og langömmu í föðurætt, þeim Sigurði Guðmundssyni bónda
a Heiði í Gönguskörðum og Helgu Magnúsdóttur. Við þá sögu kemur
norðurreið Skagfirðinga, en Sigurður var einn af forgöngumönnum and-
sPyrnunnar gegn Grími Jónssyni amtmanni. Þá er þáttur af ömmu Huldu og
a a< þeim Guðrúnu Sigurðardóttur og Stefáni Stefánssyni, sem tóku við jörð-
J’Jnj og bjuggu þar góðu búi. Síðustu ár ævi sinnar voru þau hjá foreldrum
u du á Möðruvöllum. Stefán var áhugamaður um hvers konar framfarir og