Saga - 1989, Blaðsíða 144
142 ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TlMUM
greiddu þeir hærra verð fyrir fisk miðað við landvörur en tíðkaðist í
viðskiptum innanlands.
Það má sjá af áðurnefndu riti Björns Halldórssonar, Atla, árið 1780,
að fiskurinn hafi verið „besti partur kaupeyris danskra kaup-
manna . . ,"12 í ritgerð sinni „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna á ís-
landi" árið 1786 kvartar Ólafur Stefánsson einnig undan þeirri „uppá-
findni [verslunarinnar], er viðhaldist hefir í samfleytt 157 ár, ætíð að
borga sjávarvarning betur en landvarning . . ,"13
Samt virðist hafa ríkt um það allgott samkomulag með „betri
bændum" landsins, hvort sem þeir höfðu aðgang að sjávarjörð eða
ekki, að komið skyldi í veg fyrir að einstaka menn gætu með svokall-
aðri gróðafíkn spillt „hagsmunum heildarinnar". Þannig var snúist
gegn „þjóðþrifamálum" af ótta við breytingar í samfélaginu. Jafnvægi
meðal „betri bænda" alls staðar á landinu var tryggt með banni við
vetursetu útlendinga og útgerð þeirra héðan. Samkvæmt Pínings-
dómi frá árinu 1490 var búðseta bönnuð þeim, sem ekki áttu búfé og
eignir til þriggja hundraða. Einnig var tryggilega komið í veg fyrir að
teknar væru upp nýjungar í atvinnuháttum, sem ekki væru öllum
mögulegar, eða gerðar væru einhverjar breytingar, sem gætu raskað
hefðbundinni stéttskiptingu og þar með sjálfri samfélagsgerðinni.
Þessu til stuðnings má t.d. nefna hina svokölluðu marköngladóma
á Vestfjörðum frá árunum 1567-1616. Að þessum dómum vék Björn
S. Stefánsson í gagnrýni sinni á niðurstöðu Gísla Gunnarssonar, sem
taldi bann við lóðum og markönglum dæmi um það, hvernig reynt
hefði verið að hindra hugsanlegar breytingar á samfélagsháttum.
Markönglamálið snerist um það, að vinnumenn nokkurra vestfirskra
bænda fengu að hafa sérmerkta öngla á lóðum (þ.e. margra öngla
færi) húsbænda sinna, og kom aflinn af þeim í hlut þeirra sjálfra. Er
auðsætt, að þetta fyrirkomulag hefur átt að hvetja til meiri afkasta. í
marköngladómunum kemur skýrt fram, að allir skyldu sitja við sama
borð, þ.e. annaðhvort skyldu markönglar upp teknir og almennt not-
aðir eða bannaðir með öllu. Notkun þeirra gat augljóslega raskað
hefðbundnum háttum og því var það álit dómkvaddra manna að
í engan máta [er] lengur líðandi hvar fyrir vér af nefndum
sýslumanni erum til kallaðir slíkri sótt lækningar að leita og
12 Bjöm Halldórsson: Rit Björns . . ., 53.
13 Ólaíur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna á Islandi. Vandratað er
meðalhófið." Rit Lærdómslistafélagsins nr. 7, 1786:2, 124-5.