Saga - 1989, Blaðsíða 207
RITFREGNIR
205
fyrst farið lækkandi um og eftir 1700. (60) Allítarlega virðist vera farið í jarða-
mat og söluverð jarða og í landskuld, eða leigugjald. 39 býli munu hafa verið
í þessum þremur hreppum. Ó.Á. telur að landskuldin hafi verið „óhemju
há". (60)
Til er máldagi Mávahlíðarkirkju frá því um 1440 og mun hann vera fróð-
legur til samanburðar við máldagana frá 1354 og 1355. Nokkru fyrir 1440
hafði Björn ríki Þorleifsson á Skarði eignast Mávahlíð og telur Ó.Á. að hann
hafi „líklega beitt aflsmunum" í því tilfelli, en máldagi þessi sé „merk heim-
>ld". (65) I framhaldi af eignaupptökum og ránum Björns ríka og fleiri á þess-
um árum gerðist það snemma árs 1467 að frændi hans Loftur Ormsson eða
menn hans „ræn(du) Helgafellsklaustur", stálu þar þremur nautum „og
hálf(ri) þriðju lest skreiðar". Ó.Á. segir að sumarið eftir hafi „válegir atburð-
ir" gerst á Snæfellsnesi, menn hafi „lagt til atlögu við veldi Björns Þorleifs-
sonar", og þeir menn hafi að líkindum verið „mjög öflugir eða fífldjarfir" því
þeir hafi gert það í sjálfu „hjarta ríkis hans". Þeir réðust á „bú Björns Þor-
leifssonar í Mávahlíð og ræna þar miklu fé". Rændu þeir tólfæringi „með öll-
um reiðskap" og teinæringi og aftur hálfri þriðju lest skreiðar, smöluðu
heimalandið og rændu búfé. Til er sættargerð milli Þorleifs Björnssonar og
hofts Ormssonar frá 30. júní árið 1470, þar er Mávahlíðarrána ekki getið sér-
staklega, en 53 árum seinna voru þau sögð hafa verið metin til 60 hundraða
°g greidd, var það „matsverð höfuðbóls og stórfé". (72)
Ó.Á. telur að þessir atburðir í Mávahlíð geti verið „í beinu samhengi við
þau atvik sem leiddu til þess að Englendingar drápu Björn í Rifi í ágústlok
árið 1467", og gott ef hann tengir þessi rán ekki óbeint Eyrarsundsstríðinu.
Ekki mun þetta vera ný kenning, en heimildir fyrir henni mun skorta. Hann
telur einnig, að fall Björns í Rifi hafi markað „þáttaskil" í siglingum til Islands
Wí Hansakaupmenn hafi þá tekið við af Englendingum.
Ó.Á. dregur þá ályktun að á 15. öld hafi verið „töluvert blómaskeið í land-
mu og bera heimildir um sögu Fróðársóknar því vitni þar sem hin nýja versl-
un og aukna útgerð er þungamiðjan". (79) Á Ó.Á. við það að þungamiðja
hinnar nýju verslunar og auknu útgerðar hafi verið í Fróðársókn? Verslun
mun ekki hafa verið í Ólafsvík á 15. öld. Svæðið frá Búðum og að Búlands-
höfða var á 15. öld einn hreppur, Breiðuvíkurhreppur, en árið 1546 var hon-
um skipt um Öndverðarnes. (87) Frá Öndverðarnesi (Skarðsvík) og að Bú-
Hndshöfða var Neshreppur til 1787 að honum var skipt um Ólafsvíkurenni í
Heshrepp utan Ennis og Neshrepp innan Ennis, sem síðan skiptist í Fróðár-
hrepp 0g Ólafsvíkurhrepp árið 1911. Fróðársókn náði frá Búlandshöfða og að
Ólafsvíkurenni.
1 framhaldi af umræðunni um hina nýju verslun, auknu útgerð og þunga-
fyöju hennar segir Ó.Á.: „Um leið breyttist staða útgerðarsvæðisins undir
Jökli. Það hverfur frá því að vera annes og útkjálki og er nú miðsvæðis og
eftirsótt, í beinu verslunarsambandi við helstu viðskiptavini innan lands og
utan". (79) kemur fram hjá honum, að þessi staða svæðisins undirjökli
hafi fært fólki þess betri lífskjör, bæir þess verið betur hýstir eða þurrabúð-
lrnar orðið skárri vistarverur. Hins vegar mun þetta hafa haft í för með sér
aukið ríkidæmi Helgafellsklausturs og vaxandi auð og veldi Guðmundar