Saga - 1989, Blaðsíða 155
JAN RAGNAR HAGLAND
Af merkikeflum frá Niðarósi
Frekara ljósi varpað á heimildir
íslenskrar verslunarsögu á miðöldum
I síðasta bindi Sögu voru leidd rök að því, að hluti þeirra fjölmörgu
„merkikefla", sem komið hafa í leitirnar við fornleifauppgröft í Niðar-
ósi og Björgvin, séu íslensk að uppruna og hafi því heimildagildi fyrir
verslunarsögu íslands á miðöldum. Þessi merkikefli voru rannsökuð
árið 1987. Síðan hafa farið fram frekari rannsóknir á þeim munum og
minjum, sem fundist hafa við uppgröftinn í Niðarósi. Þær hafa að
nokkru leyti beinst að umræddum merkikeflum og túlkun þeirra sem
málfarslegra og sagnfræðilegra heimilda. Með hliðsjón af framan-
sögðu er því ekki úr vegi að gera lesendum Sögu nokkra grein fyrir
nýjum þáttum, sem gera okkur kleift að meta merkikeflin í öllu víðara
vísindalegu samhengi en unnt var að gera árið 1987.
Nú er lokið rannsókn á þróun byggðarinnar og innbyrðis afstöðu
minjanna í tíma, og fyrir liggur skýrsla um það efni.1 J?á hafa fræði-
menn einnig reynt að gera sér grein fyrir notagildi og hlutverki þeirra
niuna og minja, sem dregnar hafa verið fram í dagsljósið.2
Rannsóknir þær, sem beinst hafa að aldursákvörðunum, hafa leitt í
Ijós, að rök hníga að því að merkikeflin séu frá þremur tímabilum:
árunum frá því um 1100 til u.þ.b. 1175 (þrjú kefli); tímabilinu 1175-
1225 (fimm kefli), og fjórtán kefli hafa verið tímasett á árabilinu frá því
um 1225 og fram um aldamótin 1300. Fornleifafræðingar hafa ekki
treyst sér til að aldursgreina tvö merkikefli. Þessar niðurstöður stað-
1 Christophersen, A., Jondell, E., Marstein, O., Noreide, S.W. og Reed, I.W.:
Utgraving, kronologi og bebyggelsesutvikling, Rannsóknaskýrsla 13, 1. hluti. í ritröð-
mni Fortiden i Trondheim bygrunn: Folkebibliotekstomten. Riksantikvaren. Utgravings-
kontoret for Trondheim. Trondheim 1988 (framvegis nefnt Rannsóknaskýrsla 13,1.
hlutí). Noreide, Sæbj^rg W.: Faseplaner: Rannsóknaskýrsla 13, 2. hluti. Trondheim
1988.
2 Noreide, Sæbjarg W.: „. . . de beste Bender i Kiebstæden . . . En funksjons- og aktivi-
tetsanalyse basert va gjenstandsmaterialet: Rannsóknaskýrsla 20. í ritröðinni Fortiden i
Trondheim bygrunn: Folkebibliotekstomten. Trondheim 1989 (framvegis nefnt Rann-
sóknaskýrsla 20).