Saga - 1989, Blaðsíða 195
RITFREGNIR
193
1 öðru lagi er bókin eins og áður hefur verið tæpt á ákaflega fjölbreytt hvað
viðkemur efnisvali og -meðferð. Pannig rýfur bókin með afgerandi hætti þá
hefð persónu- og stjórnmálasögu sem lengst af hefur verið ráðandi í sögu-
kennslu. í formála segja höfundar m.a. þegar þeir fjalla um tilgang og tilurð
bókarinnar: „Gengið er þegjandi framhjá mörgu sem löngum hefur þótt sjálf-
sagður fróðleikur um sögu tímabilsins, til þess að fá rúm til að gera önnur
enn mikilvægari atriði skiljanleg og minnisstæð." Þessi hógværa afsökun
höfunda finnst mér ástæðulaus. Pað er ekki fábreytileikinn heldur fjölbreyti-
leikinn sem vekur athygli við bókina.
Upphaf nútímans skiptist í fjóra meginkafla, 1. „Þjóðfélag 19. aldar", 2.
-Sjálfstæðisbarátta og lýðræðisþróun", 3. „Umsköpun þjóðfélags á fyrri
hluta 20. aldar" og 4. „ísland nútímans - síðan 1940". Öll eru þessi tímabil í
bókinni skoðuð í margs konar ljósi og gegnum margs konar gler. í fyrsta
kaflanum er félagssagan, flutningasagan og „þjóðsagan" (híbýli og lifnaðar-
hættir) mest áberandi. í öðrum kaflanum er pólitíkin í fyrirrúmi. Atvinnu-
sagan liggur til grundvallar í kafla þrjú og í fjórða kaflanum er valsað nokkuð
frjálslega um völlinn og tíunduð helstu mál eftirstríðsáranna, sum hver
reyndar mál sem tímanum hefur tæplega unnist tóm til að gera að sögu. - Af
nógu er því að taka og fjölbreytnin allsráðandi.
Auðvitað gæti ég nefnt atriði sem ég hefði kosið að fengju umfjöllun í bók-
Ir>ni en fá litla sem enga. Formsins vegna skal ég nefna eitt: 1. desember 1910
v°ru íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar 928. Seyðisfjörður var þá einn stærsti
bær landsins og í sérflokki meðal austfirskra þéttbýlisstaða. Gaman hefði
verið að lesa í bók Braga og Gunnars skýringar á þessari austfirsku þéttbýl-
ismyndun. Þess gamans varð ég ekki aðnjótandi og hinar almennu forsend-
Ur þilskipa- og togaraútgerðar duga hér ekki. Gleymið ekki byggðastefn-
unni, herrar mínir.
í þriðja lagi er ástæða til að nefna hvernig að útgáfu þessarar bókar er
staðið, _ bæði af höfundanna hálfu og útgáfunnar. Það er greinilegt að Upp-
nútímans eins og sú bók birtist lesendum í útgáfunni frá 1988 er nokkuð
Proskað verk sem fengið hefur eðlilegan meðgöngutíma. Höfundar skýra
sjálfir frá því í formála bókarinnar að stórir hlutar efnisins hafi verið prófaðir
' kennslu og endurskoðaðir út frá þeirri reynslu sem þar fékkst. Þetta er til
jynrmyndar. Ég hef ástæðu til að ætla að þessi vinnubrögð séu ekki alltaf í
eióri höfð við útgáfu íslenskra kennslubóka. Þá má nefna að með Uppruna
nutínians fylgir kennarahandbók þar sem höfundar tala til kollega sinna,
ýra hugmyndir og viðhorf og birta skrár yfir heimildir varðandi hvern og
e,nn hinna rúmlega fjörutíu kafla bókarinnar. Fengur er að þessari handbók.
t útlit bókarinnar er smekklegt, myndefnið ríkulegt og vel til þess fallið að
, a ^buga. Ég ætla ekki hér að ræða einn stóran galla á útgáfu þessarar
ar og annarra nýrra íslenskra kennslubóka, en ég ætla að nefna hann:
roið sem íslenskir framhaldsskólanemar þurfa að greiða fyrir þær.
a sem þetta skrifar hefur notað bók Braga og Gunnars í kennslu við
^ enntaskólann á Egilsstöðum síðan á haustönn 1987. í öllum aðalatriðum
ur bókin dugað mér vel og að svo miklu leyti sem ég get um það dæmt
ur hún reynst farsælt kennslugagn. Að lokum ein spurning til hugleiðing-
13-
SAGA