Saga - 1989, Blaðsíða 205
RITFREGNIR
203
Byggðina undir Jökli, sem venjulega er talið vera svæðið frá Búðum sunn-
an megin á nesinu, fyrir Jökul og að Búlandshöfða norðan megin, hinn forna
Breiðuvíkurhrepp, „útgerðarsvæðið" kalla höfundamir það, segja þeir vera
„afar forvitnilegt rannsóknarefni", en þeir taka til rannsóknar aðeins hluta
þessa svæðis. Þeir „hugðust rannsaka vandlega frá sjónarhóli félags- og hag-
sögu, byggð og mannlíf í Fróðársveit frá landnámi til vorra daga", gera með
þessari rannsókn á afmörkuðu svæði og með skírskotun til þjóðarsögunnar
einskonar „þversnið" af sögu landsins í 1100 ár, í þeirri von að þessi rann-
sókn og fleiri slíkar varpi „nýju ljósi á þjóðarsöguna".
í upphafi 1. kafla (Ó.Á.) er þeirri fullyrðingu slegið fram að „utanvert
Snæfellsnes" hafi byggst seint á landnámstíma. Sagt er að landkostir hafi
ekki freistað og að frásagnirnar af landnáminu séu „sundurleitar og ósann-
faerandi". Hins vegar sé þar stórbrotið landslag sem hafi vakið til lífs ömefni
sem menn hafi síðan fært í búning „dularfullra æsisagna", og Jökullinn eigi
sér „fastan sess í öllum bókum sem ritaðar voru um ísland fram á þessa öld".
Þannig mynduðust upphafin viðhorf til Jökulsins og hafa þau verið í algerri
mótsögn við viðhorf til byggðar og mannlífs undir Jökli, einkum í verstöðv-
unum, allt frá byrjun og þó sérstaklega síðari aldir og fram á þessa. Undirrit-
aöur hefur nokkuð kynnt sér það mál, en það er önnur saga.
Viðhorfin til Ólafsvíkurennis voru önnur en til Jökulsins, í því átti að búa
nteinvættur. (16) Á síðustu öld var kveðið:
Hjalla fyllir, fenna dý,
falla vill ei Kári.
Varla grillir Ennið í,
alla hryllir menn við því.
Langt mun vera síðan nokkur maður hefur beðið bana í Ólafsvíkurenni.
Margur tefldi þar þó á tæpasta vaðið hér áður fyrr, en slapp með skrekkinn
með hjálp „hollra vætta" sem þar búa!
Ó.Á. segir elstu heimildir umbyggð undir Jökli vera frá 13. öld, í Landnámu
°8 íslendingasögum, en allar fornleifarannsóknir á byggðinni skorti. Ó.Á. seg-
'r að Ara fróða muni hafa verið „vel kunnir helstu atburðir sem gerðust á
Snæfellsnesi allt frá landnámstímanum nánast frá fyrstu hendi". (23) Hins
Vegar heldur hann því fram að sögnin um seint landnám á Snæfellsnesi séu
"getgátur" sem erfitt sé að sanna, þessi kenning sé byggð á hliðstæðum
sögnum í Landnámabók af landnámi á Suðurnesjum og víðar. Undirrituðum
finnst það vera spurning hvers vegna það kemur fram í Landnámabók,að þeir
Sern taldir voru hafa numið land sem einna síst var talið fallið til búskapar
Voru helst hraktir þaðan af öðrum.
Landssvæðið milli Ennis og Höfða var ekki neitt „útnes" heldur var þetta
"búsældarleg sveit". Um 1200 er byggö þar orðin þétt, sex eða átta bæir,
Árnarhóll, Brimilisvellir, Fróðá, Holt, Mávahlíð og Ólafsvík, og sennilega
Haukabrekka og Hrísar, og um 1700 eru bæimir orðnir 13 með skiptingu
sumra þessara jarða. Ó.Á. telur að skipting jarða hafi átt sér „glöggar efna-
agslegar og landfræðilegar forsendur". Þáttaskil hafi orðið undir Jökli þegar
?'enn „hófu sjósókn í meira mæli en áður og hin fengsælu fiskimið tóku að
®öa landslýðinn, og auðga meir en nokkum gat órað fyrir". (15) Sumar