Saga - 1989, Blaðsíða 78
76
ANNA AGNARSDÓTTIR
tryggilegastan. Fór Phelps að undirbúa mál gegn Trampe, sem hann
fullyrti að væri stórhættulegur njósnari í þjónustu Frakka, sem nú
léki lausum hala í Bretlandi.33 Jafnframt fannst Phelps tryggast að láta
íslandsfánann, „the new republican colour", sem Jörgensen hannaði,
hverfa sporlaust.34 Þessi fáni var að sjálfsögðu mikilvægt sönnunar-
gagn um byltinguna og sjálfstæði íslands frá sjónarmiði Trampes og
Jones.
Fangelsun Jörgensens var Phelps mikið áhyggjuefni, þar sem Dan-
inn var aðalvitni hans í þeim málum, sem hann hugðist reka fyrir
breskum dómstólum. Phelps heimsótti Jörgensen, og lagði sápu-
kaupmaðurinn sig fram við að fá fyrrverandi túlk sinn látinn lausan.35
Jörgensen sagði Hooker í byrjun nóvember 1809, að Phelps væri að
gera allt fyrir sig, sem sannur vinur gæti.36
Fregnir af byltingunni vöktu talsverða athygli í breskum dagblöð-
um. Nokkrar stuttar, en fremur ónákvæmar og stundum beinlínis
rangar frásagnir birtust. Hinn 5. október tilkynnti hið virta dagblað
Times lesendum sínum, að í júlí síðastliðnum hefði breska ríkisstjórn-
in tekið ísland undir vernd sína til bráðabirgða og talaði með hrifn-
ingu um hina sex hugdjörfu drengi („dauntless fellows") sem hefðu
handtekið stiftamtmanninn og allt danska setuliðið.37 Hið rétta var
hins vegar að það voru a.m.k. tólf skipverjar, sem stóðu að handtöku
Trampes, og ekkert danskt setulið var á íslandi. Blaðið sagði ennfrem-
ur, að íslendingum virtist standa á sama um, hverjir stjórnuðu þeim.
Nítján dögum síðar, þann 24. október, birtist ýtarleg grein í stjómar-
blaðinu Courier undir fyrirsögninni Iceland. Jörgensen gekk þar undir
nafninu Jargisson eða Jobuganze. Greininni lauk með þeim orðum,
að breska stjórnin myndi eflaust í þessu máli sem öðrum koma fram
af sanngirni og heiðarleika. Myndi stjórnin líklega þvo hendur sínar
af byltingunni. Trampe yrði settur inn í embætti sitt á ný. Að minnsta
kosti yrði eignum hans skilað.38 Kvaðst blaðið telja afar ólíklegt, að
breska stjórnin hefði nokkurn áhuga á að halda Islandi. Þessi „spá-
dómur" reyndist réttur.
Viðbrögð stjórnvalda
Skjalapakkarnir frá Leith bárust flotamálaráðuneytinu í London þann
23. september 1809. Sú stjórnarskrifstofa taldi hins vegar, að af-
greiðsla þessa máls væri frekar í verkahring utanríkisráðuneytisins,