Saga - 1989, Blaðsíða 91
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
89
Um vorið 1810 sigldi svo skip Phelps, Elbe, til íslands með nýjan
verslunarstjóra, Michael Edwiti Fell. Hann átti að endurgreiða allt, sem
tekið hafði verið sumarið áður. íslendingar lögðu fram ýmsar
kröfur.104 Magnús Stephensen tilkynnti dönskum yfirvöldum, að
starfsmenn Phelps hefðu greitt kaupmönnum að fullu („uden
afkortning"),105 og ber öðrum heimildum saman um það. Sir George
Steuart Mackenzie, sem var þar á ferðalagi sínu, tók að sér hlutverk
sáttasemjara. í júlí tilkynnti Banks utanríkisráðuneytinu, að allar
kröfur þeirra, sem hefðu verið „plundered during the Phelpian
Revolution" væru „on the point of being amicably and finally
settled . . ,".10é Virðast flestir hafa verið ánægðir með þessi málalok.
Aðeins hefur fundist dæmi um einn óánægðan, en það var kaupmað-
urinn Jess Thomsen. Að því er Magnús Stephensen segir, bar hann
ekki fram kröfu sína á tilskildum tíma.107 Hann fór sjálfur til London
haustið 1810 til að lögsækja Phelps.108 Það mál reyndist torsótt og
dróst fram til 1829, þegar ekkja hans fór fram á aðstoð Danakonungs.
Danska utanríkisráðuneytið kannaði þá málið samviskusamlega með
aðstoð Moltkes greifa, sendiherra í London, en komst að þeirri niður-
stöðu, að ekkert væri hægt að gera. Það yrði að líta svo á, að við
friðargerðina í Kiel á milli Bretlands og Danmerkur árið 1814 hefðu öll
slík kæruefni fallið niður. Bretastjórn mundi varla telja sig skaðabóta-
skylda og því síður sú danska. Þetta væri einkamál ekkjunnar og gæti
hún ef til vill leitað til þeirra, sem hlut ættu að máli.109 Það var auðvit-
að borin von. Sést af þessu að Trampe breytti skynsamlega, er hann
féllst á sáttaleiðina.
Málalok í Bretlandi
Nú var aðeins ein krafa Trampes óafgreidd, en það var framsal Jörg-
ensens til Danmerkur. Þetta var Trampe mikið kappsmál. Greifinn til-
kynnti Friðriki konungi VI, að hann hefði notað hvert tækifæri til að
þrýsta á um þetta mál.110 Reyndar var hann ekki fyrr kominn til Leith
haustið 1809 en hann tók til við bréfaskriftir í þessu skyni.111 í lok
mars bað Trampe Banks um að skrifa utanríkisráðuneytinu málinu til
stuðnings. Banks gerði það fúslega og sendi skýrslu, þar sem mis-
gerðir Jörgensens voru tíundaðar. Banks tók fram, að Trampe væri
reiðubúinn að biðja um að lífi hans yrði hlíft.112 Eini möguleikinn á
framsali reyndist vera sá, að sérstök beiðni bærist frá Friðriki Dana-