Saga - 1989, Blaðsíða 206
204
RITFREGNIR
þessara jarða hafi orðið mikilvægar verstöðvar og „elstu heimildir benda ein-
mitt tii þess að vaxtarbroddar fiskveiðanna hafi verið í Breiðuvík og Nes-
hreppi utan Ennis". (25) Eyrbyggja og Bjarnar saga Hítdælakappa greini frá
skreiðarferðum stórbænda í Fróðársveit „út á Nes".
Gaman er að þeirri fullyrðingu Ó.Á. sem vel kann að vera rétt, að á þess-
um stöðum undir Jökli hafi verið „lagður grundvöllur þess þjóðfélags sem
átti fyrir bókum og kostaði sagnaritun". (16) Þetta felst trúlega í því að
snemma urðu kirkjur og klaustur eigendur helstu jarða og verstöðva undir
Jökli og þangað rann auðurinn sem verstöðvarnar sköpuðu, en svæðið sjálft
varð eins konar nýlenda í nýlendunni íslandi, líklega í ríkari mæli en nokkur
annar staður á landinu, og var það fram undir síðustu aldamót.
Heimildir um byggðarsögu á utanverðu Snæfellsnesi á 14. öld segir Ó.Á.
vera „fáar en býsna traustar: skjöl kirkna og klausturs á Helgafelli". Fróðár-
kirkja sé forn og hennar sé getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því
um 1200. Hún er til í afriti en ekki er sagt neitt um það. Þá segir að elstu
máldagar kirkjunnar séu frá árunum 1354 og 1355, skráðir 30 til 40 árum eftir
að sókninni var skipt og Ingjaldshólssókn stofnuð, þeir séu til í afriti frá því
um 1600. Skjalabók Helgafellsklausturs (Saga 1979, Sveinbjörn Rafnsson,
165-186) mun hafa verið skráð um 1513 og er til í nokkrum uppskriftum frá
17. öld, „alls 137 bréf og gjörningar sem spanna tímabilið frá 1250 til 1513".
(41)
Helgafellsklaustur var talið auðugasta klaustur landsins næst á eftir Við-
eyjarklaustri, segir á bls. 41. Á bls. 123 segir að það hafi fyrir siðbreytingu
verið „auðugast íslenskra klaustra af jarðeignum". Um 1700 var nær önnur
hver jörð í Snæfellssýslu umboðsjörð, þ.e. í eigu konungs. Árið 1554 fékk
Daði í Snóksdal umboð yfir Helgafellsklaustri, eða Stapaumboð, fyrir þjón-
ustu sína við konung gegn Jóni Arasyni. Daði greiddi í gjald 75 vættir skreið-
ar. Fimm árum síðar var afgjaldið komið upp í 250 vættir, eða 10 lestir fiska.
1590 var landskuld landseta komin upp í rúmar 13 lestir samtals. „Konungur
dró til sín sífellt stærri hlut af tekjum umboðsins". (125) Sést vel af þessu
hvílíkt arðrán hefur farið fram á Snæfellsnesi og hve stórlega það hefur auk-
ist eftir siðbreytinguna. Þessu atriði hefðu höfundarnir mátt gera meiri skil-
Jarðaskjöl Helgafellsklausturs frá 15. öld munu ekki hafa varðveist í heild,
og svipuðu máli gegnir með 16. öldina, þar er því um „býsna sundurleitan
fróðleik" að ræða. Jarðaskrár Skarðverja frá 15. öld, sem þó eru sagðar vera
„ósamþættar" er einnig stuðst við, en þessar heimildir munu vera „of rýrar
um Fróðársveit, svo að höfundur tekur þann kost að fara yfir stærra svæði:
Eyrarsveit, Neshrepp hinn forna (þ.e. síðar Neshrepp utan Ennis (Hellis-
sandur og nágrenni) Neshrepp innan Ennis, síðar Fróðárhrepp og Ólafsvík-
urhrepp) og Breiðuvíkurhrepp, til þess „að sjá nokkra heildarmynd byggðæ
þróunarinnar". (53)
Jarðabækur Stapaumboðs eftir siðbreytingu eru til í uppskriftum a
dönsku. Höfundur telur þó bagalegt hve heimildirnar séu fáar og „langf
tímabil af þeim sökum nær óþekkt", og geri því alla greiningu „fíngerðra
breytinga nær ómöguleg(a)". (58) Hann álítur að „óverulegar breytingar
hafi orðið á mati jarðeigna á tímabilinu 1300 til 1700, jarðamat undir Jökli hafi