Saga - 1989, Blaðsíða 115
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845 113
næstum hin sama og 1801, aldan er ekki risin enn. Ég nefni dæmi alís-
lenskra tvínefndra Eyfirðinga 1816 eða þar um bil:
Anna Ingveldur Hinriksdóttir í Dæli í Skíðadal fæddist 1802 á Gunn-
ólfsá í Ólafsfirði. Ekki veit ég meira um hana.
Presturinn á Völlum í Svarfaðardal, sr. Stefán Þorsteinsson, og
maddama hans, Guðrún Einarsdóttir, skírðu börn sín tveimur
nöfnum. Skafti Tímóteus fæddist 1808, var afburðamaður skamma
ævi, og hefur frændi hans, Jónas Hallgrímsson, gert hann minnilegan
í ljóði. Skafti hét eftir fyrra manni Guðrúnar, að viðbættu Tímóteusar-
nafninu sem merkir guðhræddur.
Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving og Stefán amtmaður Pórarins-
son á Möðruvöllum höfðu nú skírt Önnu Margrétu; hún fæddist 1811.
Önnur Anna Margrét, aðeins eins árs, var á Steinsstöðum í Öxna-
dal. Þar grúfði sorg yfir ranni. Sr. Hallgrímur, bróðir Stefáns á
Völlum, faðir hennar, var nýdrukknaður við fiskveiðar að Hrauns-
vatni, en Rannveig Jónasardóttir, móðir hennar, kom börnum sínum
til manns, þótt á móti blési. Af Önnu Margrétu á Steinsstöðum fara
litlar sögur. Hún dó ógift og barnlaus, en þeim mun frægari hefur
bróðir hennar orðið, Jónas slfáld.
Þá var eg ungur,
er unnir luku
föðuraugum
fyrir mér saman,
kvað Jónas í Saknaðarljóðum, og þar minnist hann einnig Skafta Tímó-
teusar frá Völlum: „Vonar-stjarna/vandamanna/hvarf í dauðadjúp."
Á Syðri-Bægisá í Öxnadal bjuggu Helga Daníelsdóttir úr Ólafsfirði
og Fram-Eyfirðingurinn Tómas Egilsson. Þau áttu sex börn einnefnd,
en 1815 skírðu þau hið sjöunda Ástu Pórunni, sjá nöfnu hennar á
Skipalóni.
Á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi var nú 18 ára gömul stúlka,
fædd á Siglufirði, Anna Dóróthea Marteinsdóttir, og á höfuðbólinu
Grund í sama hreppi sat kammerráð og sýslumaður Gunnlaugur
Briem og hans frú, Valgerður Árnadóttir. Þeim hefur líklega þótt
höfðinglegt að skíra tveimur nöfnum, og tóku nú upp á því sem ég
hef kallað að skíra í kross: Dætur þeirra hétu Jóhanna Kristjana og
Kristjana Jóhanna, en synir Ólafur Eggert og Eggert Ólafur. Stundum
hefur að vísu í gömlum heimildum láðst að bóka Eggerts-nafnið á
Ólafi, verðandi timburmeistara. En Ólafur Eggert Briem og Eggert Ólaf-
8-saga