Saga - 1989, Blaðsíða 179
RITFREGNIR
177
á þilinu, hituðu griffilbrot yfir lampaglasi og undu upp lokkana við eyrun".
(144) Óla var hægri hönd móður Huldu en auk þess hafði hún það starf með
höndum að vera þjónusta eins kennarans á staðnum. Ekki var nóg með að
hún hirti um föt hans, heldur gerði hún honum alla skó líka. Sá siður, að
vinnukonur þjónuðu karlmönnum í frístundum sínum var landlægur og
num hafa haldist hér á landi a.m.k. fram á annan áratug aldarinnar eða
lengur. T.a.m. var það 1916, að vinnukona í Árnessýslu var rekin úr vistinni
fyrir að neita að þjóna kaupamanni. Hún kærði húsbónda sinn og fékk
dæmdar skaðabætur fyrir rétti.
Annað bindi æviminninganna, Æska, hefst 1904 við þau tímamót í lífi
Huldu, að Möðruvallaskóli var lagður niður og fluttur til Akureyrar og með
honum fjölskylda hennar. Pað var sárt að fara frá Möðruvöllum: „Mér fannst
ég vera að springa af harmi". (10) En árin á Akureyri voru góð og Hulda átti
þar glaða æsku. Hún tók ástfóstri við bæinn og óx að visku og vexti. Byggt
hafði verið stórt hús fyrir skólann, sem nefndist nú Gagnfræðaskólinn á
Akureyri. Pegar faðir hennar varð skólameistari 1908 fluttist fjölskyldan í
skólahúsið.
Hulda bjó við mikið ástríki og góð kjör á uppvaxtarárunum. Hún naut
þeirra forréttinda að fá einkakennara og lærði að spila á píanó. Tíu ára fór
hún til Reykjavíkur og kastaði blómum fyrir kónginn - og geymdi nokkur
handa pabba sínum, frænda sínum í Vigur og Stefáni frá Fagraskógi. Hún
lýsir bæjarbragnum á Akureyri, sem mótaðist af erlendum menningaráhrif-
Urn, eins og frásagnir af veisluhöldum fyrirfólksins eru til marks um. Líkast
hl hafa þau verið með meiri glæsibrag en annars staðar tíðkaðist. Stéttaskipt-
lng var mikil og það fer ekki hjá því að minningar Tryggva Emilssonar komi
1 hugann og hörð lífsbaráttan, sem var hlutskipti margra á sama tíma. Þegar
Hulda var að alast upp „hlökkuðu öll börn á íslandi ákaft til vorsins", og les-
andinn sér fyrir sér börnin að leik í þakbolta, slagbolta, saltabrauðsleik og
feluleik. Þrjá fyrstu dagana í sjö vikna föstu, bolludag, sprengidag og
óskudag, var gefið frí í Barnaskólanum og mikil barnahátíð haldin, strákarn-
lr Hæddust grímubúningum og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Stelp-
Urnar tóku ekki þátt en horfðu á. Þessi siður barst frá Danmörku enda margir
íbúanna þaðan komnir. Þegar sumarbörnin komu til Akureyrar í heimsókn
Voru haldin barnaboð, farið í reiðtúra, „lautartúra" og dansaðir hringdansar,
sem minnir á skógarferðir í útlöndum. Sú hugsun læðist að, hvort leikir
arnanna á Akureyri hafi ekki verið fjölbreyttari en í höfuðstaðnum? Raunar
eru til frásagnir af „marséringarstrákunum" í Reykjavík, sem hóuðu sig sam-
an á bolludagsmorgun og skreyttu sig með borðum úr glanspappír, báru
trésverð og fóru syngjandi um bæinn og komu skúrmegin í húsin og vildu fá
eúthvað fyrir snúð sinn. En þessi siður lagðist niður og sá siður að slá köttinn
Ur tunnunni mun ekki hafa verið almennur í höfuðstaðnum.
Hulda leggur áherslu á hve mikils virði danska fólkið var Akureyringum.
r endar konur ruddu brautina í trjá- og garðrækt, sem er meiri á Akureyri
®n annars staðar gerist, og er Lystigarðurinn ljóslifandi dæmi um framtak
Þeirra.
Hulda lýsir lífinu í skólanum, kennurum og nemendum. Sjálf settist hún
12~Saga