Saga - 1989, Blaðsíða 188
186
RITFREGNIR
Öll framkvæmd varð hins vegar miklu minni í sniðum en Krieger hafði
gert ráð fyrir. Hún einkenndist af því, sem áður var sagt: fátækt og framtaks-
leysi. Kirkjugarðsstæðið varð miklu minna en stiftamtmaður hafði stefnt að
og allur frágangur með ómyndarskap.
Það er fróðlegt að lesa um viðureign Kriegers við stjórnendur kirkjugarðs-
mála í Reykjavík. Björn hefur dregið fram í dagsljósið merkileg skjöl um
hana. Þau veita ekki aðeins greinargóðar upplýsingar um kirkjugarðsmálið,
heldur einnig góða innsýn í bæjarbrag. Það, sem þar er rakið, hefur mér vit-
anlega ekki birst áður, og er því mikill fengur að því.
Björn nefnir bók sína Minningarmörk í Hólavallagarði og leggur nokkurt
kapp á að koma því nafni á kirkjugarðinn. Þessi viðleitni þykir mér ástæðu-
laus og hef enga trú á, að það nafn komist í brúk. Sér til stuðnings nefnir
hann ummæli þeirra biskupanna Steingríms Jónssonar og Helga Thorder-
sens. Hvað sem því líður, virðist þó óumdeilanlegt, að svæðið sunnan við
Melshús hefur síðastliðin 150 ár verið nefnt Melar(nir) eða Skildinganesmel-
ar, og Hólavöllur hefur eingöngu verið nefnt svæðið við samnefnt tómthús,
er stóð nokkum veginn þar sem nú er Suðurgata 16, þ.e. norðan við núver-
andi Kirkjugarðsstíg.
Ég var þar kominn í sögunni, að ákveðin hafði verið og undirbúin stofnun
kirkjugarðsins. Þá var að nokkru leyti lokið baráttunni við vantrúna á getu
Reykvíkinga til að geta fengið hinum framliðnu sómasamlega vist. En nú
hófst baráttan við hjátrúna. Sú var trú margra, að sá, sem fyrstur hlyti leg í
kirkjugarði, yrði það, sem kallað var „vökumaður" garðsins. Hann var ekki
talinn mundu rotna og hlutverk hans var að vera eins konar móttökustjóri og
eftirlitsmaður þeirra, sem þar yrði síðar búin gröf. Voru ýmsar sagnir um
þessa vökumenn og ekki allar geðfelldar. Því höfðu ýmsir beyg af því að láta
jarða ástvini sína fyrsta í kirkjugarði. Þegar fyrsti áfangi kirkjugarðsins var
tilbúinn, fór svo, að enginn vildi láta jarðsetja ættingja sinn fyrstan og fá hon-
um þar með áðurnefnt embætti. Það varð Þórður Sveinbjörnsson, dómstjóri
í Landsyfirrétti, þjóðkunnur maður á sinni tíð vegna margvíslegra embættis-
starfa, sem leysti málið. Fyrri kona hans, Guðrún Oddsdóttir, lést í nóvem-
ber 1838, og ákvað Þórður að ganga gegn hjátrúnni. Guðrún var jarðsett fyrst
manna í kirkjugarðinum, og það varð 23. sama mánaðar, og fór þá jafnframt
fram vígsla kirkjugarðsins.
Þegar þessum þætti lýkur, kemur stuttur kafli, sem mér þykir nokkuð
utangátta, enda alger hugarsmíð höfundar. Sett er á svið heimsókn tveggja
kvenna í garðinn. Hér er um að ræða þær vinkonur Sigríði, ekkju Sigurðar
Thorgrímsens land- og bæjarfógeta, og Ingibjörgu Einarsdóttur, sem varð
eiginkona Jóns Sigurðssonar. Nú fer höfundi líkt og Þórði Geirmundarsyni í
frægri sögu Benedikts Gröndals, en Þórður „kvað andskotann ekkert gjöra til
hvað tímanum liði, kvaðst ekkert hirða um neina Chronologiu".
Þessi heimsókn þeirra vinkvennanna á að eiga sér stað í júlí 1839 og erind-
ið að vera það að leggja blóm á leiði Einars borgara, föður Ingibjargar. Þær
hafa verið nokkuð fljótar á sér, því að samkvæmt kirkjubókum lést Einar ekki
fyrr en 11. ágúst 1839. Þá er þess getið í frásögninni, að Magnús í Melkoh
hafi verið að búverka á býli sínu daginn, sem heimsóknin á að hafa átt sér