Saga - 1989, Blaðsíða 244
242
RITFREGNIR
á tímabilinu verið helmingi meira en innfluttrar. Petta gefur þó litlar upplýs-
ingar um arðsemi einstakra verslana, eins og hann raunar bendir á. Á hinn
bóginn er ljóst að sumir kaupmenn efnuðust vel af verslun sinni, juku
umsvif sín og eignir, en aðrir börðust í bökkum og urðu jafnvel að hrökklast
frá verslun.
Af þessum kafla er þó ljóst að öll áform um að auka hlutdeild Islendinga í
versluninni runnu út í sandinn. Kaupmenn og dönsk stjórnvöld túlkuðu
verslunarreglugerðina að eigin geðþótta. Petta torveldaði eflingu kaupstað-
anna og verslunarstaða á kaupsvæðum þeirra og varð þess valdandi að
kaupstaðarréttindi annarra staða en Reykjavíkur voru felld úr gildi þegar
kom fram á 19. öld.
Þegar kemur að þrettánda kafla ritsins, sem fjallar um almennu bænar-
skrána, hafa lesendur ekki einu sinni, heldur oft, lesið um helstu efnisatriði
hennar, viðbrögð kaupmanna og danskra stjórnvalda við henni og svör
íslenskra embættismanna (einkum Stefáns amtmanns Þórarinssonar og
Magnúsar Stephensens). Petta er mjög miður því þessi kafli ritsins er að
mínu mati besti hluti verksins. Sigfús Haukur tengir viðfangsefni sitt vax-
andi mannréttinda- og frelsishugmyndum beggja vegna Atlantshafs og ræð-
ir áhrif frelsisstríðs Bandaríkjanna og frönsku stjórnarbyltingarinnar á við-
horf upplýstra embættismanna og almennings í Danmörku og á íslandi.
Almenna bænarskráin skilaði þó landsmönnum litlum árangri „miðað við
alla þá fyrirhöfn, þann tilkostnað og þau margvíslegu óþægindi sem bænar-
skráin hafði í för með sér fyrir aðstandendur hennar". Sigfús Haukur gengur
jafnvel svo langt að telja að úrslit bænarskrármálsins hafi orðið til „að styrkja
stöðu kaupmanna gagnvart landsmönnum, bæði siðferðilega og lagalega"
(bls. 796). Fyrir þessu færir hann sannfærandi rök.
Ég hef hér að mestu bundið umfjöllun mína við þrjá efnismestu kafla rits
Sigfúsar Hauks um verslunarsögu íslands 1774-1807. Ég gat þess hér að
framan að mér þættu heimildirnar ráða of miklu um uppbyggingu ritsins,
auk þess sem það væri allt of langt og mikilvægar niðurstöður drukknuðu í
ítarlegum og oft smásmugulegum greinargerðum um hvaðeina sem verslun-
ina varðaði. Heimildir eru einatt endursagðar í löngu máli. Oft á þessi aðferð
rétt á sér, en að mínu mati er henni iðulega beitt um of. í stað þess að
höfundur dragi ályktanir um tiltekin efnisatriði á grundvelli heimildanna er
lesendum sjálfum látið það eftir. Endursagnir og þýðingar á heimildum
lengja ritið úr hófi og hafa þau áhrif að takmarkaður greinarmunur er víða
gerður á aðal- og aukaatriðum. Þessi gagnrýni varðar að sjálfsögðu uppbygg'
ingu ritsins. En hvemig hefði Sigfús Haukur getað forðast þessa galla?
Ég hygg að Verslunarsaga íslands 1774-1807 hefði orðið mun betra fræðirit
hefði Sigfús Haukur byrjað umfjöllun sína á almennu bænarskránni, rakið
tilurð hennar, efni og viðbrögð við henni, tengt efnið erlendum hugmynda-
straumum og notað þessa umfjöllun til að varpa fram beinskeyttum spurn-
ingum um verslunarhætti tímabilisins. Með þessu móti hefði hann getað
forðast endurtekningar og mikilvægar niðurstöður hefðu síður horfið í orð-
mörgum greinargerðum um misjafnlega mikilvæga þætti verslunarsögunn-