Saga - 1989, Blaðsíða 105
GÍSLI JÓNSSON
Um nafngjafir Eyfirðinga og
Rangæinga 1703-1845
i
Á nítjándu öld urðu miklar breytingar á nafngjöfum íslendinga.
Mestar urðu þær síðari hluta aldarinnar. Nöfnum fjölgaði til mikilla
muna, ekki síst fyrir erlend áhrif. Árið 1855 voru karlaheiti 530 og
kvennaheiti 529. En 1910 hafði tala nafnanna tvö- til þrefaldast. Komu
þá að meðaltali 30 karlar á hvert nafn og 33 konur á hvert heiti síns
kyns. Samsvarandi tölur árið 1855 vom 58 og 64. Algengustu nöfn
(Guðrún og ]óri) náðu til dæmis ekki nema 9-10% 1910, en höfðu kom-
ist í 20-30%, þegar mest var.1
En rannsókn sú, sem hér segir frá, nær í flestu aðeins til fyrra hluta
aldarinnar, eða til 1845. Hins vegar þótti mér rétt að hefja ekki rann-
sóknina á manntalinu 1801, heldur fara allar götur til hins fræga upp-
hafsmanntals 1703. Ég hef þá við að styðjast prentaðar útgáfur
manntalanna 1703, 1801, 1816 og 1845, svo og filmur af manntölum
og kirkjubókum. Pá em nafnalyklar próf. Björns Magnússonar að
manntölunum 1801 og 1845 stórkostleg hjálpargögn, og þyrfti sem
fyrst að smíða samsvarandi lykla að fleiri manntölum.
Stórtækasta breyting, sem verður á nafngjöfum Islendinga á öllu
þessu tímabili (1703-1845), er upptaka tvínefna. Kemur það smám
saman fram í ritgerðinni. Ég valdi Eyjafjarðarsýslu og Rangárvalla-
sýslu m.a. vegna þess, að Eyfirðingar voru fúsir og skjótir tíl þessarar
nýbreytni, en Rangæingar seinir og tregir, með öðrum orðum miklu
þjóðlegri, því að tvínefnasiðurinn er auðvitað kominn frá útlöndum.
Pá valdi ég þessar sýslur einnig vegna þess, að þær eru á margan hátt
ólíkar. Sín er hvom megin á landinu, í annarri er mikið útræði og
varð snemma kaupstaður, en hin er rakið landbúnaðarhérað. Fram
skal þó tekið að íbúar Akureyrar eru hvergi taldir með í þessari
rannsókn, eftír að föst búseta hófst þar (1777-78), enda voru þar fram-
an af svo margir Danir að það hefði skekkt myndina. Né heldur eru
1 lsletisk mannanöfn 1910, bls. 9.