Saga - 1989, Blaðsíða 260
258
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1989
þessu verki, en henni var ekki lokið þegar hann lést. Nú hafa þau Helgi Skúli
Kjartansson, Anna Agnarsdóttir og Magnús Þorkelsson haldið áfram þessari
endurskoðun og bætt við textann með það fyrir augum að samræma hann
niðurstöðum nýjustu rannsókna. Þá hefur verið ákveðið, að Bergsteinn, sem
fjallaði upphaflega um tímabilið 1904-74 bæti við texta sinn stuttri umfjöllun
um tímabilið frá 1974 til 1984, svo að fróðleikur um stjórnmálaþróun a.m.k.
nái sem næst samtímanum. Þá hefur Hrefna Róbertsdóttir unnið að mynda-
öflun og er því verki að mestu lokið. Er ljóst, að ýmislegt forvitnilegt kemur
þar fram. Er nú stefnt að því að íslandssaga Sögufélags í einu bindi komi út
seint í haust, en til þess þarf tvennt að koma til. 1. Að frágangi handrita verði
lokið síðla sumars og 2. Að unnt verði að finna þessari útgáfu sæmilega
traustan fjárhagslegan grundvöll. Það er ljóst, að útgáfan kemur til með að
kosta mun meiri fjármuni en venja hefur verið um þau ritverk, sem félagið
hefur gefið út seinni árin.
Framtíðarverkeftti. Stjórnin hefur á starfsárinu rætt nokkuð um verkefni, sem
komið gæti til álita að ráðast í, þegar núverandi verkefnum við útgáfu heim-
ildarrita lýkur, þ.e. Alþingisbókutn og Landsnefndarskjölum. Varð að ráði, að
einn stjórnarmanna, Loftur Guttormsson, fengi til liðs við sig tvo menn, þá
Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Ólaf Ásgeirsson þjóðskjalavörð, sem
kunnugir eru þeim forða eldri heimilda, sem liggur óútgefinn á söfnum, með
það fyrir augum að hleypa af stokkunum nýjum flokki í útgáfu heimildarrita
eftir fáein ár. Þessi athugun er enn skammt á veg komin, en vonandi má
finna fræðilegan og fjárhagslegan grundvöll undir slíka útgáfustarfsemi,
áður en langur tími líður.
Önnur hugmynd kom upp á starfsárinu um meiri háttar útgáfu. Var hún
sú, að félagið réðist í að láta ljósprenta blaðið Pjóðólf og þá fyrstu áratugina,
sem það kom út, þ.e. á árunum 1848 til 1874. Á þessum árum var Þjóðólfur
helsta og stundum eina blað landsins, sem kom út reglulega og fékk fréttir úr
öllum landshlutum. Allir sagnfræðingar, ættfræðingar og fleiri, sem leita eft-
ir samtímaheimildum um menn og málefni frá þessum árum, fara í Þjóðólf,
en hann er því miður aðeins finnanlegur á helstu söfnun. Segja má, að eins
konar frumathugun á þessu máli hafi farið fram, og leiddi hún strax í ljós, að
mikilvægast til þess að halda kostnaði innan skynsamlegra marka væri að fá
eintök til ljósprentunar, sem taka mætti í sundur og ljósmynda margar síður
í senn. Hefur verið unnið að því að fá slíkt eintak og lítur út fyrir, að það geti
tekist. Ef svo fer, má gera ráð fyrir, að ráðist yrði í áskrifendasöfnun og tækist
að safna 200-300 áskrifendum væri kominn grundvöllur fyrir að hefjast
handa. Lausleg áætlun bendir til þess, að heppilegt væri að hafa þessa 26
árganga Þjóðólfs í níu bindum og væri hvert þeirra allt að 30 arkir eða alls hátt
í 300 arkir.
Safn Sögufélags. Ekki hefur verið hreyfing á öllum útgáfuverkefnum Sögufé-
lags á starfsárinu. Ber þar einkum að nefna útgáfu félagsins á svonefndu
Saftii Sögufélags, þýddum ritum síðari alda utn ísland og íslendinga. Þar hefur ver-
ið ákveðið að gefa næst út íslandslýsingu Resens, en þýðandi hennar, dr. Jakob