Saga - 1989, Side 198
196
RITFREGNIR
ingu til nútímahorfs í bréfum og tilvitnunum. Einnig hefur Bríet það að meg-
inreglu að leysa upp skammstafanir. Þó er nokkuð misjafnt hvort svo er gert,
en kemur ekki að sök hvað merkingu varðar. Meira tvímælis getur orkað sú
samræmingarárátta að skrifa fyrstupersónufornafnið „ég" alltaf „eg" þegar
Bríet talar. Því samræmingin gengur líka yfir aðrar prentaðar heimildir þar
sem t.d. er talað við Bríeti. Þar að auki skrifar Bríet jafnvel sjálf stundum
„ég" eða „jeg" í eigin blaði.1
Auk bréfanna notar Bríet Héðinsdóttir margvíslegar aðrar heimildir. Sér-
staklega á það við um æsku og elliár Bríetar. Hún nýtur þeirrar sérstöðu að
vera tengd Bríeti fjölskylduböndum og hefur munnlegar heimildir um hana
frá móður sinni, tengdadóttur Bríetar. Fyrirferðarmest eru samt skrif Bríetar
sjálfrar. Kvennablaðið gaf hún út í aldarfjórðung og ritaði mikið af því sjálf.
Auk þess birti hún greinar á öðrum stöðum, og ýmis handrit hennar komu
upp úr skjóðunni. Þessi óprentuðu handrit Bríetar eru í fórum höfundar. í
heimildaskránni er listi yfir öll þessi skrif Bríetar, prentuð og óprentuð, og er
gott að hafa hann á einum stað. Þó eru ekki taldar upp greinar í Kvennablað-
inu. Auk þessa hefur Bríet Héðinsdóttir viðað að sér efni um sögu tímabilsins
úr ýmsum prentuðum og óprentuðum heimildum. Sýnist mér þar flest vera
notað sem máli skiptir, en athygli vekur þó að í heimildaskránni er ekki að
finna ritgerð Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Bríet Bjarnhéðinsdótttir og íslenzk
kvennahreyfing 1894-1915 sem varðveitt er á Háskólabókasafni.
Ánægjulegt er það fyrir lesendur að Bríet Héðinsdóttir skuli hafa orðið við
þeirri eindregnu ósk útgefenda sinna að vísa allnákvæmlega til heimilda.
Eykur það gildi bókarinnar til muna. Enda segir hún líka að „vorkunnbland-
inn skilningur" sinn á þörfum manna fyrir tilvísanir til heimilda hafi aukist á
síðustu misserum. (332) Vísvitandi segist hún heldur hvergi fara rangt með.
Koma tilvísanirnar og heimildaskráin því að góðum notum þrátt fyrir að það
sé ekki yfirlýstur tilgangur að skrifa fræðirit.
Þrátt fyrir þá yfirlýsingu er fagmannlega með heimildir farið og rétt að líta
aðeins nánar á frágang þeirra í ritinu. Höfundur virðist hafa búið sér til eigið
tilvísanakerfi. Er það þannig úr garði gert að tilvísanalisti er aftast í bókinni.
Hann er nokkuð óþjáll í meðförum, þótt hann segi það sem segja þarf að
mestu, og iðulega er vísað ítarlega til heimilda. Liggur flækjan í því, að i
megintexta eru engar vísbendingar um að tilvísana eða athugasemda sé að
vænta aftast. Það er einnig til trafala þegar vísað er í tímarit að ekki eru til-
greind blaðsíðutöl tölublaðanna sem notuð eru. Nokkuð er því tafsamt að
finna ívitnuð orð í tímaritunum, en það er þó ekki óyfirstíganlegt.
Mikið er um beinar tilvísanir í orð Bríetar sjálfrar, bæði úr prentuðu máli
og úr bréfunum. Það gerir það að verkum að góður heildarsvipur er yfir allri
bókinni þar sem Bríet talar til lesenda, þó svo að bréfin sjálf nái aðeins yfir
hluta úr ævi hennar. Andstætt því sem gildir um annan texta bókarinnar,
þá vísar Bríet Héðinsdóttir ekki til bréfanna í tilvísanaskránni. Um ritara
1 Sjá ma. tilvitnun bls. 17 (Kvennablaðið, 2. tbl. 1910, bls. 12) og bls. 51
(Kvennablaðið, 11. tbl. 1896, bls. 88).