SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 2

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 2
2 1. nóvember 2009 16 Konurnar í Konukoti Konukot, sem er athvarf fyrir heimilislausar konur, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli. Af því tilefni er rætt við konurnar sem koma að starfseminni og hafa nýtt sér þjónustuna. 28 Matthías Johannessen Skáldið glímir við ástina, sorgina og dauðann í nýjustu ljóðabók sinni. 30 Sneri frá villu síns vegar Guðberg Guðmundsson var í drykkju, dópi og afbrotum í fjóra áratugi en hefur nú snúið við blaðinu. 33 Bók um samtímahönnun Valin verk sem gefa fjölbreytta mynd af starfi íslenskra hönnuða. 40 Aukasjálf Árni Matthíasson fór á tónleika með Lady & Bird í einum helsta tónleikasal Parísar og ræddi við Barða Jóhannsson. 37 Kynlíf í kreppunni Hálfíslenski kynlífsfræðingurinn dr. Yvonne Kristín Fulbright hefur áhyggjur af kynheilsu þjóðarinnar. Lesbók 50 Risi í abstraktlist Listasafn Íslands opnar stóra yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar um helgina en í mánuðinum er öld frá fæðingu hans. 48 Ímynd þjóðarinnar Ragna Sigurðardóttir hefur skrifað skáldsögu sem gerist í samtím- anum og fjallar um listalífið í Reykjavík. 52 Mozart bjargar mannslífi Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði bók um manninn sem hann er sann- færður um að hafi gert fleira fólk hamingjusamt en nokkur annar. 12 Þ að er farið að rökkva í Feneyjum og skuggamyndir gondólanna líða eftir sík- inu. Hvergi er samspil ljóss og myrkurs fallegra í tunglskininu. Reglulega er hóað þegar gondólaræðararnir beygja fyrir horn. Og innan úr einu húsinu við síkið má heyra: „Palli, ertu til í að pósa?“ Ragnar Kjartansson heldur á pallettunni og hefur tekið sér stöðu við trönurnar. Páll stendur upp úr sófanum, leggur frá sér Truman Capote, kveikir sér í sígarettu, flettir frá ullarsloppnum og tekur af sér trefilinn. Svo hefjast pensilstrokurnar. Það er föstudagur. Það styttist í endalok enda- lokanna. Sýning Íslands á Feneyjatvíæringnum ber yfirskriftina The End eða Endalokin. Og henni lýk- ur eftir þrjár vikur. Þá hafa Ragnar og Páll varið hundrað og áttatíu dögum á vinnustofu listmál- arans í Feneyjum, vinnustofu sem uppfyllir allar goðsagnirnar um slíkar vinnustofur; líkin af bjór- flöskum út um allt, á gosbrunninum í miðju rým- inu, um allt gólf, á borðum og gluggakistum; á víð og dreif liggja bækur menningarvitanna, ódauðleg- ur skáldskapur Dylans Thomas og Vængir dúf- unnar eftir Henry James, sem er svo hrútleiðin- legur; á plötuspilaranum mallar píanósónata Beet- hovens, en þar eru annars fastagestir Bob Dylan, Leonard Cohen og David Bowie. Og svo eru það málverkin. Um alla vinnustofu hafa hlaðist upp málverk af öllum stærðum og gerðum, í öllum litum og form- um, af einu og sama módelinu á speedo-sundskýl- unni með gulu röndinni. Það getur verið krefjandi starfi, að sitja fyrir á speedo-sundskýlu. Þegar Páll tekur sér hvíld og stendur á svölunum við síkið, þá leitar hann uppi ung ítölsk kona og spyr önug: „Af hverju ertu ekki nakinn?“ En gjörningur þeirra Ragnars og Páls felst ekki aðeins í því að mála og sitja fyrir á myndum. Auð- vitað fer drjúgur tími í það á vinnustofum lista- manna að gera eitthvað allt annað en að sinna list- inni. Það þarf til dæmis að matast, taka síestu, ræða skáldskap og þjóðsins gagn og nauðsynjar. Og Ezra Pound og Stravinsky eru alltaf nærri; í bókstaflegri merkingu, því þeir eru grafnir á dauðaeyjunni spölkorn frá, þar sem aðeins eru leiði og grafhýsi. Þennan dag kemur 40 þúsundasti gesturinn á vinnustofuna og fær viðurkenningu fyrir það, eins og vera ber. Svo skrifar hann þakkir í gestabókina, eins og Ítalinn sem kom á miðvikudag með kær- ustuna sína, og grét yfir verkunum. „Einsemd listamannsins,“ sagði hann. Svo grét hann. Páll klæðir sig aftur í sloppinn og sest í sófann. Hann byrjar þar sem frá var horfið í Truman Cap- ote. Yfir honum stendur þýsk kona, sem virðir listamanninn fyrir sér, og segir við manninn sinn til skýringar, því listin er ekki alltaf auðskiljanleg: „Hér er verið að draga upp mynd af lífinu eins og það er – á venjulegu íslensku heimili.“ pebl@mbl.is Páll Haukur Björnsson og Ragnar Kjartansson ásamt gesti númer 40.000 á sýningunni í Feneyjum. Einsemd listamannsins Laugardagur 31. október „Og hún varð hissa á þekkingu hans á listinni, hafði ekki átt von á að hann vissi neitt, varð upprifin og þá sagði hann blátt áfram: þú mátt teikna mig nakinn ef það hjálpar eitthvað listinni.“ Úr Karit- as án titils. Kristín Marja Bald- ursdóttir verður á Ritþingi í Gerðu- bergi. Sunnudagur 1. nóvember Það er árviss viðburður að draug- urinn Tíbri skjóti upp kollinum í Salnum og segi sögur af vinum sín- um, að þessu sinni tónskáldunum Poulenc og Beethoven. Nornin hrekkjótta Kírikí verður með í för. Fjöllistamenn Götuleikhússins skemmta frá 12:30 og tveir and- litsmálarar mæta. Krakkar mega gjarnan mæta í grímubúningum. Miðvikudagur 4. nóvember Todmobile treður upp í Íslensku óp- erunni. Kvæðalagaæfing Iðunnar haldin í Gerðubergi, þar sem fólki á öllum aldri býðst að æfa og syngja kvæðalög. Föstudagur 6. nóvember Heimildarmyndin Eftirlýstur og þráður eða „Wanted and Desired“ um leikstjórann umdeilda Roman Polanski frumsýnd. Desember, kvikmynd Hilmars Oddssonar, frumsýnd. Við mælum með … Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson fyrir ofan Konukot. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Á vettvangi         TAX FREE!

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.