SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 15
Ekkert um okkur án okkar!
Ályktun
aðalfundar ÖBÍ
24. október 2009
Alvarlegt ástand í efnahagsmálum þjóðar-
innar hefur lagst mjög þungt á öryrkja.
Þeir hafa orðið að þola skerðingar á
framfærslulífeyri umfram aðra þegna
þessa lands. Um áramótin síðustu voru
bætur almannatrygginga hjá meirihluta
lífeyrisþega skertar um allt að 10% og
1. júlí síðastliðinn voru greiðslur til fjöl-
margra skertar enn frekar með nær
engum fyrirvara. Þar að auki var þátttaka
ríkisins í kostnaði við sjúkra-, iðju- og
talþjálfun skert til muna nú 1. október.
Öryrkjar nutu ekki góðærisins og eiga því
sérstaklega erfitt með að takast á við
kreppu og kjaraskerðingar. Aðalfundur
ÖBÍ skorar á ríkisstjórn Vinstri grænna
og Samfylkingar að bæta öryrkjum þær
skerðingar sem þeir hafa orðið fyrir sem
fyrst.
ÖBÍ bindur vonir við að hugmyndir
nefndar sem unnið hefur að breytingum
á greiðsluþátttöku almennings í heil-
brigðiskerfinu nái fram að ganga. Þær
gera ráð fyrir því að landsmenn borgi
aldrei meira en ákveðna upphæð á ári
fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu.
ÖBÍ treystir því að nefnd um endur-
skoðun almannatryggingakerfisins komi
fram með tillögur sem einfalda kerfið,
geri það sanngjarnara og bæti hag
öryrkja og sjúklinga til muna. Mikilvægt
er að bótaflokkurinn aldurstengd örorka
verði áfram í gildi og önnur sértæk
úrræði, s.s. umönnunarbætur, uppbót
vegna mikils lyfjakostnaðar og bensín-
styrkur. Draga þarf verulega úr tekju-
skerðingum á ný. Víxlverkunum á milli
almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfi-
sins til öryrkja verður að linna. Það er
ótækt að lífeyrissjóðir skerði réttindi
fólks vegna greiðslna úr almanna-
tryggingakerfinu.
Notendastýrðri persónulegri aðstoð
(NPA) er brýnt að koma á sem fyrst. Stór
hópur fatlaðra þarf að vera heima í dag
þar sem félagsþjónusta fer einungis fram
á heimilum fólks. NPA er úrræði fyrir
þennan hóp, auk þess að vera
atvinnuskapandi, fyrir fjölbreyttan hóp,
um allt land. NPA gerir fötluðum kleift að
vera virkir samfélagsþegnar á eigin
forsendum, frjálsir og ábyrgir. Við
leggjum til að þjónustan verði veitt þar
sem fólk kýs.
www.obi.is